Saga - 2004, Page 220
Við aðra slíka lýsingu, af Halldóri að borga bjór fyrir þýskan píla-
grím á trattoríu í Róm (bls. 314), tekna orðrétt upp úr Vefaranum
mikla frá Kasmír (bls. 228), gerir Hannes þessa athyglisverðu athuga-
semd um heimildir sínar og söguskoðun: „Halldór notar þetta atvik
í Vefaranum mikla frá Kasmír, 72. kafla, svo að ég geri ráð fyrir, að það
hafi komið fyrir hann.“ (Bls. 585, nmgr. 14) Áður en Halldór fer á
trattoríuna skoðar hann Péturskirkjuna „enda átti hún að koma við
sögu í skáldsögunni, sem hann hafði í huga“ (bls. 314) stendur þar.
Þarna gengur hann sem sagt með skáldlegum tilþrifum inn í sína
eigin sögu og upplifir nákvæmlega það sama og Steinn Elliði,
reyndar í öðru samhengi. Í stað þess að hugsa um það sem hann sér
eins og Steinn Elliði (Vefarinn mikli frá Kasmír, bls. 118) gengur Hall-
dór um hjá Hannesi og „tautaði með sjálfum sér“ (bls. 314). Um taut
Halldórs í beinni ræðu og innan gæsalappa er síðan vísað í hugsun
Steins Elliða í Vefaranum mikla frá Kasmír, 39. kafla.
Af fleiri góðum lýsingum úr Vefaranum mikla frá Kasmír sem
komnar eru í bók Hannesar má nefna frásögn hans af ferð Halldórs
með hraðlest frá París til Rómar vorið 1925 (bls. 312–313). Hún á sér
nákvæma hliðstæðu í ferð Steins Elliða að öðru leyti en því að Steinn
er að fara norður og það er haust (Vefarinn mikli frá Kasmír, bls.
91–92).66 Eftir að Halldór hefur farið niður í „jakkavasann“ (bls. 312)
eftir hnot vísar Hannes til heimildar í 30. kafla skáldsögunnar. Hér
fer hann ekki alveg rétt með því að þar sækir Steinn Elliði (alias
Halldór Laxness) hnotina „niðrí frakkavasann“ (bls. 92). Í ævisögu
sinni er Halldór sem sagt frakkalaus á ferð sem ef til vill má skýra
með „þörfum verksins“67 því að andstætt Steini Elliða sem sveipar
að sér „þykkum ferðafrakkanum“ (bls. 91) er hann að fara suður og
það er vor.68 Lýsinguna á ferð Halldórs til baka frá Róm til Clervaux
tekur Hannes líka úr Vefaranum mikla frá Kasmír þar sem segir frá
lestarferð Steins Elliða frá Róm til klaustursins í Belgíu. Eins og fyrr
litast Halldór um með annarra augum og því sér hann það sama út
um lestargluggann og Steinn Elliði: „Gegnum vatnið grisjaði í
H E L G A K R E S S220
66 Sbr. einnig Símon Steingrímsson, „Hannes tekur til láns“, Morgunblaðið 21.
jan. 2004, bls. 40.
67 Sbr. Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti“, bls. 191–192. — Einnig
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð“, bls. 28, dálkur 2.
68 Í efnisútdrætti sínum á sögunni ruglar Hannes saman persónum og lætur
Stein Elliða vera „í lestarklefa milli Frakklands og Ítalíu“ (bls. 368) eins og
hann sé Halldór að fara suður þótt hann sitji í „Roma-Paris-hraðlestinni“ (Vef-
arinn mikli frá Kasmír, bls. 91) og sé að fara norður.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 220