Saga - 2004, Síða 221
skóga, akra og mannabústaði eins og kvikmyndir bak við maríu-
gler“ (bls. 338). Lýsinguna tekur Hannes óbreytta upp úr skáldsögu
Halldórs (bls. 193) að öðru leyti en því að hann færir hana til sam-
ræmdrar stafsetningar og gerir hana þar með að sinni.
Á leiðinni norður kemur Halldór við í Napólí og er dvölinni þar
lýst með texta úr Vefaranum mikla frá Kasmír:
Um beinu ræðuna sem lögð eru í munn Halldóri („sagði Halldór“)
vísar Hannes í Vefarann mikla frá Kasmír, 20. kafla, en það er í orð Jó-
fríðar, móður Steins, í bréfi til Diljár, dagsettu á „Hotel Britannique,
Napólí. Janúar 1922“. Í þessu bréfi rekur Jófríður harma sína, „skil-
in eftir í þessari vitfirríngaborg […] ásamt endurminníngum til-
gángslausrar ævi“ (bls. 66). Í texta Hannesar er Halldór settur í
hennar stað, nema þau eru ekki á sama hóteli. Halldór upplifir borg-
ina nákvæmlega eins og Jófríður, svefnlaus og umkringdur, að vísu
ekki „lazzaroni“ með „gotaterri“, heldur lýð með alls konar skran,
þ.e. ef hann hættir sér út á strætið. Halldór Laxness er sem sagt ekki
bara Konrad Simonsen, Guðbrandur Jónsson, Thor Vilhjálmsson og
Steinn Elliði, hann er líka móðir Steins úr eigin skáldsögu.
Lokaorð
„Stundum er svo augljóst, að ég er að nota textann, að ég þarf ekki
að drita niður fleiri en tveimur og hálfri tilvísun að jafnaði á blað-
síðu,“ segir Hannes um vinnubrögð sín og fræðilega afstöðu til við-
fangsefnisins.69 Gagnrýni á bók sína hefur Hannes valið að snúa frá
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 221
69 „‘Ég gerði ekkert óheiðarlegt, framdi engan ritstuld’“, bls. 27, dálkur 4. Það er
athyglisvert að Hannes notar hér dritmyndmál úr frægri goðsögn um skálda
Texti Halldórs
Og altaf þessi ótti einsog áður og lángar
svefnlausar nætur. Hávaðinn hér er al-
veg afskaplegur, alla liðlánga nóttina
vagnskrölt og svipusmellir, og síðari
hluta dags ymur borgin af látlausum
hrópum og köllum götusala, tartaralýðs
og vitfirrínga. Hætti maður sér útá stræt-
ið er maður umkríngdur af þessum lazza-
roni, sem ofsækja útlendínga með als-
konar gotaterri. Það hefur verið aumi fá-
bjáninn sem fann upp þennan málshátt:
vedi Napoli e poi muori. (Vefarinn mikli
frá Kasmír, bls. 64)
Texti Hannesar
Þeir Becker dvöldust í nokkra daga í
Napólí. Þar gisti Halldór á Hotel Patria.
Honum gekk erfiðlega að sofa. Hávaðinn
í borginni var óskaplegur, alla liðlanga
nóttina skrölti í vögnum og small í svip-
um, en síðari hluta dags heyrðust látlaus
hróp og köll götusala, tartara og vitfirr-
inga. Þegar hann hætti sér út á strætið, var
hann umkringdur þessum lýð, sem reyndi
að selja útlendingum alls konar skran.
„Það hefur verið aumi fábjáninn sem fann
upp þennan málshátt: vedi Napoli e poi
muori,“ sagði Halldór. (336–337)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 221