Saga - 2004, Page 223
Þorgrímur Gestsson, FERÐ UM FORNAR SÖGUR. NOREGSFERÐ Í
FÓTSPOR SNORRA STURLUSONAR. Hið íslenska bókmenntafélag
og Sögufélag. Reykjavík 2003. 232 bls. Myndir, kort.
Rit Þorgríms Gestssonar um ferð sína um söguslóðir fornsagna í Noregi
sumarið 2001 er kærkomið rit fyrir alla þá sem hugleitt hafa sögusvið ís-
lenskra fornbókmennta, bæði á Íslandi og erlendis. Noregur kemur mjög
víða við sögu í þessum miðaldatextum og er ekki laust við að erfitt sé að
lifa sig inn í aðstæður söguhetjanna sem virðast þeysast um Noreg þveran
og endilangan án mikillar fyrirhafnar. Í Íslendingasögum er sögusviðið
því oft óljóst þegar raktir eru atburðir í Noregi í samanburði við lýsingar
á íslensku umhverfi. Hið raunverulega umhverfi fornsagnanna í Noregi
kemur því Íslendingum örugglega oft mjög á óvart. Bók Þorgríms leiðir
okkur inn í þennan heim, sem að flestu leyti er svo gjörólíkur íslensku um-
hverfi.
Þorgrímur hafði sem markmið í Noregsferðinni að rita bók í ferðasögu-
formi um tengsl sögustaða í Noregi nútímans við frásagnir í fornsögunum.
Hann er þó skemmtilega persónulegur í framsetningu, segir frá eigin hug-
renningum á hverjum stað fyrir sig og nær með því móti að vekja áhuga
lesandans á heimi fornsagnanna og sögusviði þeirra í nútíð og fortíð, en
forðast um leið staðreyndastagl um umhverfi, menn og málefni. Styrkur
bókarinnar felst einnig í frásögnum Þorgríms af kynnum sínum af fjölda
manna um allan Noreg. Þá má geta þess að fararskjótinn, gamall grár jeppi
sem Þorgrímur hafði með sér yfir hafið, er persónugerður og nefndur Gráni
gamli.
Þorgrímur fer með lesandann um nánast allan Noreg og hefur að leið-
arljósi lýsingar íslenskra fornsagna, aðallega Heimskringlu. Ýmsir aðrir
textar fljóta með og nægir að nefna Gunnlaugs sögu ormstungu, Noregs-
konungatal, Egils sögu Skalla-Grímssonar, Grettis sögu Ásmundarsonar,
Vatnsdæla sögu og fleiri. Stundum eru tilvitnanir í þessi rit hafðar með í
sérstökum römmum, sem gerir ritið læsilegra. Þá prýðir ritið fjöldi góðra
ljósmynda, og því er innihald bókarinnar ásamt lipurlega rituðum texta
veisla fyrir augað.
Þá gera allir þeir sem Þorgrímur hittir á ferð sinni bókina áhugaverða.
Greinilegt er að söguvitund og örnefnaáhugi Norðmanna getur verið mik-
R I T D Ó M A R
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 223