Saga - 2004, Qupperneq 224
ill og með riti sínu dregur Þorgrímur þessa einstaklinga fram með
skemmtilegum og fróðlegum hætti. Hann fléttar ágætlega saman frásagnir
af þessu fólki og þeim móttökum sem hann fær á hverjum stað, frásagnar-
heimi íslenskra fornbókmennta og eigin upplifun sem ferðalangur nútím-
ans. Þannig upplifir lesandinn ferð um Noreg með áþreifanlegum og
áhugaverðum hætti í tíma og rúmi. Sem dæmi um vel ritaða kafla er
skemmtileg stemmningslýsing á ferð með Goðafossi í upphafi bókar, þar
sem listilega er leikið með nútíð og fortíð. Nafn skipsins tengir þessa heima
saman ásamt landslaginu sem við blasir. Siglingunni er lýst með skírskot-
un til siglinga forfeðranna og í kjölfarið kemur lifandi lýsing á höfuðborg-
inni, Osló.
Um leið og ég legg áherslu á að bókin hefur marga kosti, ekki hvað síst
vegna frásagnar- og stílgáfu Þorgríms, kemst ég ekki undan því að ræða
nokkra hnökra, sem útgefendur bókarinnar hefðu með einföldum hætti átt
að geta forðast. Ekki veit ég hvernig bókin hefur selst, en mér finnst aðferð-
in við útgáfuna ekki mjög heppileg. Bæði er að kápa bókarinnar er ekkert
sérstaklega aðlaðandi og hvað varðar brot og annan frágang hefur ekki ver-
ið hugað sérstaklega að notagildi hennar. Fyrir þá sem beðið hafa eftir riti
sem fjallaði um sögustaði í Noregi, eins og þeim er lýst í íslenskum fornrit-
um, er þetta rit ekki sérlega hentugt. Bæði stærð og þyngd bókarinnar er
óhentug (þykkur glanspappír), sem veldur því að tæplega verður bókin
tekin með í fríið til Noregs, hvað þá í bakpokann. Það hefði verið hægur
vandi að hafa brotið minna og blaðsíðurnar þynnri í stað þess að velja þá
leið að gera úr bókinni stofustáss.
Þá dregur úr notagildi bókarinnar hversu lítið er um nákvæm kort í
henni, og er það í sláandi andstöðu við hversu nákvæmur sjálfur textinn er
í vönduðum lýsingum á því sem fyrir augu ber á ferð höfundar. Svæðis-
bundin kort hefðu mátt vera fleiri, auk þess sem þau kort sem fyrir eru
hefðu mátt vera með fleiri og skýrari upplýsingum. Framarlegar í bókinni
er t.d. eftirfarandi texti með korti: ,,Heilu línurnar á kortinu sýna ferð höf-
undar á landi en þær slitnu á sjó“ (bls. 11). En heilu línurnar eru þó miklu
fleiri en þær sem gefa til kynna leið höfundar. Kortið sýnir líklega helstu
vegi í Noregi með heilum línum, en með eilítið dekkri gráum lit er auð-
kennd sú leið sem Þorgrímur fór. Síðan takmarkar það mjög notagildi bók-
arinnar að henni fylgja ekki atriðisorða-, staða- og mannanafnaskrár.
Spurning er hvort ekki hefði verið heppilegt að takmarka bókina við til-
teknar leiðir eða sögur, þar sem lýsingar á söguslóðum í íslenskum fornrit-
um eru yfirgripsmiklar. Ef til vill hefðu markmið með ritun bókarinnar
mátt vera skýrari og endurspeglast það í titli bókarinnar, en hróplegt ósam-
ræmi er milli hans og innihaldsins. Á einum stað segist Þorgrímur vera á:
,,Ferð um söguslóðir konungasagna Snorra Sturlusonar og nokkurra Ís-
lendinga sagna ...“ (bls. 14), en samkvæmt titli hefði hann átt að hafa farið
þá leið sem Snorri Sturluson fetaði forðum, sbr. undirtitilinn Noregsferð í fót-
R I T D Ó M A R224
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 224