Saga - 2004, Page 226
um, sem telst til fornaldarsagna Norðurlanda, er sérlega áhugaverð heim-
ild, en þar segir: ,,Þá váru höfð blót í Skíringssal, er til var sótt um alla Vík-
ina ...“ (Fornaldarsögur Norðurlanda I, bls. 363). Annað dæmi um rangfærslu
er fullyrðing þess efnis að Guðröður konungur Bjarnason hafi svikið
Tryggva konung Ólafsson og drepið hann (bls. 13). Hið rétta er að það var
Guðröður Eiríksson sem framdi ódæðið. Þetta er ekki saklaus villa, heldur
hefur hér texti Heimskringlu misskilist. Svona dæmi stuðlar að óöryggi les-
andans, sem ekki getur verið viss um að ávallt sé rétt farið með.
Niðurstaða mín er sú að bókin Ferð um fornar sögur sé ágætlega skrifuð
bók, sem sé líkleg til að vekja áhuga Íslendinga og hugsanlega Norðmanna,
verði hún þýdd, á söguslóðum í Noregi. Engu að síður hefði með auðveld-
um hætti verið hægt að komast hjá fyrrgreindum hnökrum, sem óneitan-
lega skrifast bæði á höfund og útgefendur bókarinnar. Styrkur bókarinnar
felst í persónulegri vinnslu efnis, liprum stíl og skipulegri framsetningu á
texta og ljósmyndum. Bókin er því mjög líkleg til að auka áhuga fólks á sög-
slóðum í Noregi og þá um leið Noregi sem stórkostlegs ferðamannalands.
Bergur Þorgeirsson
Magnús S. Magnússon, LANDAURAVERÐ Á ÍSLANDI 1817–1962.
ÞRÓUN OG LANDSHLUTADREIFING Á VERÐLAGI BÚFJÁR,
INNLENDRA AFURÐA OG LAUNA SAMKVÆMT ÁRLEGUM
VERÐLAGSSKRÁM. 280 bls. Hagstofa Íslands. Reykjavík 2003. Töfl-
ur og myndrit.
Þetta er vönduð bók í fallegu bandi og allur frágangur er til fyrirmyndar.
Villur eru ekki sjáanlegar og öll myndritin eru greinileg og vel gerð. Mjög
mikil vinna liggur í gerð þessarar bókar sem er eins og nafnið greinir frá úr-
vinnsla úr árlegum verðlagsskrám langs árabils. Þessi úrvinnsla er mikil-
væg heimild um atvinnusögu 19. aldar.
Bókin hefur verið lengi í smíðum eða allt frá þeim tíma sem höfundur
stundaði doktorsnám árið 1980, eins og getið er í formála, en eftir að doktors-
náminu lauk árið 1985 hefur hann sinnt annasömu starfi við Hagstofu Ís-
lands. Upphaflegur tilgangur rannsóknarinnar var að nýta verðlagsskrárn-
ar til að athuga almenna verðlagsþróun á Íslandi á 19. öld, einkum í laun-
um, og tengdist rannsóknin vinnu höfundar við doktorsritgerð sína, Iceland
in Transition. Labour and socio-economic change before 1940 (Lundi, 1985). Þar
er að finna myndrit (7.2, bls. 121) um launaþróun í landbúnaði 1820–1914
sem byggist á athugun á verðlagsskrám. Áður hafði fyrsta gerð samantekt-
ar um verðlagsskrár komið út sem frumdrög, „The price development and
day–work wages in Iceland 1820–1914. The assessed market price scales of
13 selected price series“ (Fjölritað í Lundi, 1983). Endurskoðuð útgáfa þessa
R I T D Ó M A R226
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 226