Saga - 2004, Page 229
1849–2003“, bls. 107) og verðs á meðalalin allra meðalálna, sbr. t.d. mynd-
rit 5.1 (bls. 76), myndrit 5.27 og 5.28 (bls. 92–93), og ekki síst myndrit D.44
(bls. 134) og E.44 (bls. 149). Ofmat á þýðingu einnar vöru og vanmat á
annarri virðist ekki hafa skekkt meðaltalið að ráði. Slíkar niðurstöður eru
ekkert einstakar, sjálfur hefur ritdómari kynnst svipuðum fyrirbærum í út-
reikningum sínum. Skýringin er augljóslega sú að oft vill vanmetin vara og
ofmetin jafna hvor aðra upp. Raunar væri hæpið að reikna út djarfar ágisk-
anir, eins og þjóðartekjur, ef slík „heppni“ væri ekki að jafnaði með í för-
inni!
Ég hóf lestur 3. kafla af talsverðum áhuga. Samkvæmt efnisyfirliti átti
að fjalla þar um þróun verðlags erlendis á 19. öld, þróun landauraverðs á
Íslandi og um íslenska landaura á dönskum mörkuðum. En of fátt var þar
nýtt að sjá og hér vantaði sárlega myndrit af hlutfallsverði. En slíkt hefði
víst brotið gegn reglum bókarinnar þar sem hlutfallsverð íslenskra land-
aura er vandlega kannað en ekki hlutfall þeirra við erlendar vörur. Mynd-
rit 3.1 um þróun neysluverðs í nokkrum löndum 1815–1914 er skemmtilegt;
verðlagsþróun á Íslandi frá 1850 hafði verið bætt inn í línurit um verðlags-
þróun í fjórum Evrópulöndum: íslenskt verðlag þróaðist líkt og gerðist er-
lendis.
Höfundur segir sitthvað athyglisvert um verðlag á Íslandi og í Dan-
mörku en ljóst er að hann hefur hér meira efni en hann birtir. Á bls. 53 má
lesa þetta: „Fiskverð hækkaði svipað og verð búfjár á fæti og má segja að
eftirspurn hafi aukist víða í Evrópu eftir fiski og þannig haldið uppi háu
verði. Þessu til samanburðar féll kornverð á síðari hluta 19. aldar.“ Hér er
hugsanlega komið að kjarna íslenskrar utanríkisverslunar á 19. öld og
raunar 20. öldinni einnig: Íslendingar bjuggu við stöðugt batnandi við-
skiptakjör þegar til langs tíma er litið. Hlutfallsverðið útfluttur fiskur/inn-
flutt korn fór stöðugt hækkandi. Mikið hefði verið spennandi að sjá þetta
hlutfall reiknað út.
Eins og áður er vikið að tel ég að 5. kafli sé miðað við annað efni allt of
ítarlegur en 4. kafli of stuttorður. Sjötti kafli er ekki síst athyglisverður fyr-
ir þá sök að hann sýnir hve hræddir alþingismenn voru við breytingar, m.a.
á verðhlutföllum, og héldu því fast í álnakerfið og verðlagsskrárnar, sbr.:
„samsetning og verðhlutföll milli landaurategunda máttu ekki raskast að
ráði svo skattagrundvöllur verðlagsskránna færi ekki úr skorðum“ (bls.
95). Í 7. kafla, „Samantekt“, segir svo m.a.: „Betra þótti þingmönnum ára-
tugum saman að viðhalda stórgölluðu verðkerfi byggðu á landaurum en
taka upp nýtt greiðslukerfi í landinu.“
Það er tæplega góður siður að ræða mjög um það í ritdómi um bók
hvað hefði átt að vera í henni en er þar ekki. En þennan vonda sið hef ég
iðkað hér óspart. Mér til afsökunar vil ég einkum telja til tvennt. Hið fyrsta
er að ofgnótt er í bókinni af efni sem ég tel ekki eiga nægilega mikið erindi
við lesendur, hér á ég við ítarlega umfjöllun um hlutfallslega verðsögu
R I T D Ó M A R 229
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 229