Saga - 2004, Blaðsíða 231
Það var ekki nema eðlilegt, þegar slaknaði á þjóðernisandanum í sögu-
kennslunni og sagnfræði óx fiskur um hrygg sem fræðigrein við Háskóla
Íslands, að svo stórum þætti í sögu Íslendinga og vesturferðirnar eru yrðu
gerð frekari skil. Fór þessi aukni áhugi að nokkru leyti saman við að minnst
var þess að 100 ár voru liðin frá því að hópflutningar hófust vestur. Af hálfu
Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands var árið 1972 hafist handa við að safna
til skrár um íslenska vesturfara. Var þessi söfnun liður í norrænu samstarfs-
verkefni um rannsóknir á Ameríkuferðum. Þórhallur Vilmundarson pró-
fessor stýrði íslenska hluta verkefnisins en Júníus H. Kristinsson og Helgi
Skúli Kjartansson unnu að því. Helsti afrakstur þessa verkefnis hér á landi
var hin mikla skrá Júníusar um vesturfara, sem kom út að honum látnum
árið 1983, og ritgerð Helga Skúla Kjartanssonar til kandídatsprófs í sagn-
fræði við Háskóla Íslands árið 1976, sem hann kallaði „Vesturfarir af Ís-
landi“.
Rit það sem hér er til umfjöllunar er að stofni til kandídatsritgerð
Helga Skúla. Ritgerðina skrifaði hann út frá tölfræðigögnum frumgerðar
vesturfaraskrárinnar. Að frumkvæði Gunnars Karlssonar, ritstjóra ritrað-
arinnar Sagnfræðirannsókna, endurnýjaði Steinþór Heiðarsson tölfræði-
upplýsingar ritgerðarinnar út frá endanlegri gerð vesturfaraskrár Júníusar
eins og hún var gefin út. Steinþór er því meðhöfundur að fjórða, fimmta
og sjötta kafla ritsins en þessir kaflar eru hryggjarstykki þess og fjalla um
heildarfjölda vesturfara á tímabilinu 1870–1914, fjölda þeirra eftir lands-
hlutum og val útflytjendanna eftir aldri, kyni, hjúskaparstétt, vinnustétt
og stöðu. Þriðja kaflann, sem fjallar um heimildir verksins, hefur Helgi
Skúli endursamið en aðrir kaflar, sem gefa yfirlit um vesturfarir í verald-
ar- og Íslandssögunni og þar sem leitast er við að gefa skýringar á orsök-
um vesturheimsferða, samhengi þeirra við atvinnu- og fólksfjöldasögu og
afleiðingum þeirra fyrir íslenskt samfélag, hafa einkum verið endurskoð-
aðir að orðfæri.
Velta má fyrir sér, eins og Helgi Skúli gerir í formálsorðum ritsins, hvort
ellimörk á þessari nærri þrítugu kandídatsritgerð séu ekki orðin tilfinnan-
leg, „ekki síst í því að þar er talað framhjá heilli kynslóð fræðirita, en um-
ræðu haldið uppi við eldri höfunda um sjónarmið sem síðan hafa breyst“
(bls. 10). Auðvitað væri æskilegast að ritgerðin hefði verið endurskoðuð í
heild sinni áður en hún var gefin út — og þá ekki einvörðungu tekið tillit
til rannsókna í íslenskri félagssögu, ævisagna og heimilda um íslenska
Ameríkufara, sem birst hafa á síðustu árum og Helgi Skúli nefnir að hann
hefði fremur vísað til en Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og Þorkels Jóhannes-
sonar hefði hann nú hafist handa um að semja ritgerðina — heldur einnig
heimilda um vesturfarana í bandarískum og kanadískum söfnum, nýrra
fræðirita um fólksflutninga og sögu Norður-Ameríku. En þá hefði verið um
miklu viðameira verkefni að ræða og þurft að ráðast í nýjar rannsóknir.
Þrátt fyrir að ritgerð Helga Skúla sé nærri þrjátíu ára gömul er hún ekki ein-
R I T D Ó M A R 231
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 231