Saga - 2004, Page 235
þessar aðferðafræðilegu andstæður mann örlítið út af sporinu, en eftir á að
hyggja finnst mér þessir tveir pólar vinna saman og vera athyglisverð til-
raun til að innleiða mannvísindalega greiningu í ævisagnaformið, nokkuð
sem til skamms tíma var næsta óþekkt í ævisagnaritun hér á landi.
Í þeim köflum sem á eftir koma fylgir bókin framan af æviferli Vil-
hjálms frá bernskuárum hans á slóðum Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta,
háskólaárum og upphafi ferils hans sem vísindamanns áður en kemur að
umfjöllun um þrjá leiðangra hans til norðurstrandar Kanada á árunum
1906–1918. Sú umfjöllun er veigamesti þáttur bókarinnar og byggist hann
mjög á dagbókarfærslum Vilhjálms. Þá er í styttra máli fjallað um líf hans
eftir það og fléttað inn ýmiss konar vitnisburði um arfleifð Vilhjálms. Í eft-
irmála sætir Gísli lagi að tengja rannsóknir sínar á Vilhjálmi hinum almenn-
ari álitamálum mannfræðinnar og stöðu mannfræðingsins á vettvangi. Í
því samhengi grípur hann til þess að líkja mannfræðingnum (Vilhjálmi) við
Umba í Kristnihaldi Laxness, sem hann sýnir fram á að „fari merkilega nærri
því að mega heita krufning á þessum álitamálum“ (bls. 352). Sams konar
hugmynd er að finna í rúmlega tíu ára gamalli grein eftir Gísla („Hið ís-
lamska bókmenntafélag: mannfræði undir Jökli.“ Skírnir 167 (vor 1993), bls.
96–113).
Auk bókarinnar sem hér er fjallað um hefur Gísli birt niðurstöður rann-
sókna sinna í nokkrum erlendum ritum. Ítarlegastur er formáli að útgáfu á
dagbókum Vilhjálms af vettvangi frá árunum 1906–1907 og 1908–1912
(Writing on Ice. The Ethnographic Notebooks of Vilhjalmur Stefansson (Hanover
og London 2001), bls. 3–78). Þá hefur Gísli nýlega birt tvær greinar sem
skírskota sérstaklega til þess rannsóknarsviðs sem vísað var til hér að fram-
an („Arcticality: gender, race, and geography in the writings of Vilhjalmur
Stefansson.“ Narrating the Arctic: A Cultural History of Nordic Scientific Pract-
ices (Canton 2002), bls. 275–309. — „Race and the Intimate in Arctic Ex-
ploration,“ Ethnos 69: 3 (2004), bls. 363–386). Þessar ritgerðir hafa að sjálf-
sögðu marga efnislega snertifleti við Frægð og firnindi, en þær eru líklega
skrifaðar með aðra lesendur í huga en ævisagan.
Eins og áður er drepið á skipta persónulegir hagir Vilhjálms miklu máli
í bókinni, ekki síst kvennamál. Gísli gerir sér mat úr einkabréfum sem
fundust á flóamarkaði fyrir tilviljun fyrir fáum árum og varpa ljósi á áður
óþekkt samband Vilhjálms við stúlku í Boston sem hann var heitbundinn
þegar hann hélt í sína fyrstu ferð til Norður-Kanada. Í áralangri dvöl sinni
á norðurslóðum tók Vilhjálmur aftur á móti upp samband við heimamann,
konu að nafni Pannigablúk, og eignaðist með henni soninn Alex. Samlíf
hans og Pannigablúk og tilvist sonar þeirra, sem Vilhjálmi var umhugað að
halda leyndri, er Gísla hugleikið viðfangsefni og mikilvægt fyrir greining-
una. Þannig hélt Vilhjálmur í einhverjum (huglægum) skilningi áfram sam-
bandi sínu við unnustu sína „í siðmenningunni“ þótt hann byggi samtímis
með barnsmóður sinni „handan siðmenningarinnar“.
R I T D Ó M A R 235
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 235