Saga - 2004, Side 237
arfleifð hans, á Íslandi, meðal afkomenda hans á norðurströnd Kanada og í
fræðunum, inn í greininguna. Útkoman verður miklu meira en umfjöllun
um æviatriði „frægasta Íslendingsins“, hún verður að innleggi í flókna
sögu um samskipti vestrænnar karlmennsku og nýlenduvalds við fram-
andi menningarumhverfi og náttúru norðurslóða. Með verkinu er varpað
ljósi á að kenndir og kynferði, ekki síður en vald og viljinn til þekkingar,
hafa markað samskiptasöguna og átt með henni þátt í að móta þróunar-
sögu þess samfélags sem við búum við í nútímanum.
Ólafur Rastrick
Jakob F. Ásgeirsson, VALTÝR STEFÁNSSON RITSTJÓRI MORGUN-
BLAÐSINS. Almenna bókafélagið. Reykjavík 2003. 597 bls. + 80 mynda-
síður. Tilvísanir aftanmáls, heimildaskrá, atriðisorð, mannanöfn.
Af öllu því frásagnarverða í mannlegu félagi er fátt eins stórmerkilegt og
einstaklingurinn, og sérhver mannsævi getur, ef rétt er á haldið, orðið að
grípandi og fræðandi frásagnarefni. En ævi mannsins sem í 40 ár mótaði
Morgunblaðið, bæði sem fyrirtæki og fjölmiðil, hún er meira en gluggi að
enn einum einstaklingi, sérstökum eins og við erum öll. Hún er einn af
þráðunum sem meginsaga þjóðarinnar á 20. öld er undin af, og fagnaðar-
efni að fá hana hér í rannsókn og riti Jakobs F. Ásgeirssonar.
Það er hvorugt neinn hégómi, ritið né rannsóknin. Bókin er doðrantur
að vexti, rækileg og efnismikil, en læsileg vel og stíluð af þrótti, sem ekki
kemur á óvart þegar Jakob á í hlut. Að baki liggur mikil könnun heimilda,
ekki aðeins prentaðra, heldur bréfa og einkaskjala Valtýs (þar með bréf frá
honum til fjölskyldu sinnar) og skjala Morgunblaðsins og útgáfufélags þess,
og er farið með það allt að fræðimannlegum hætti. (Aðeins um eitt léttvægt
atriði tók ég eftir að tilvísun vantaði. Í heimildaskrá vantar upplýsingar um
hvar skjöl Valtýs eru varðveitt, og skil ég það svo að þau hafi ekki fengið
varanlegan samastað.) Mikið er um orðrétta heimildatexta, lengri og styttri,
ekki síst frá hendi Valtýs og úr Morgunblaðinu. Jakob gengur óvenjulega
langt í að skjóta skýringum inn í slíkar tilvitnanir; aðferðin er umdeilanleg,
en ég tel þessa þjónustu höfundarins lesendum gagnlega, enda vel til vand-
að (þótt á bls. 56 verði höfundi á að skýra „nýjan þingmann Reykvíkinga“
1908 sem Lárus H. Bjarnason í stað Jóns Þorkelssonar). Jakob samræmir rit-
hátt á orðréttum tilvitnunum, og er ég því hjartanlega samþykkur, þótt
annað þyki henta háskólanemum í æfingaskyni. Aðeins fáum tilvitnunum
hef ég flett upp til samanburðar og enga ónákvæmni fundið.
Bókin er að vissu leyti „opinber ævisaga“ Valtýs, samin með vitund og
aðstoð afkomenda hans. Hún er ekki síður „opinber fyrirtækissaga“ Morgun-
blaðsins á tímabili Valtýs. Forlagið gefur hana út „í samvinnu við Morgun-
R I T D Ó M A R 237
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 237