Saga - 2004, Blaðsíða 238
blaðið“; stjórnendur Árvakurs og ritstjórar Morgunblaðsins sátu í ritnefnd;
og atriðisorðaskrá nær einungis til „starfsemi Árvakurs hf. og Morgun-
blaðsins“. Eins og við á í opinberri sögu fylgir sjónarhóll og sögusamúð
jafnan Valtý og Morgunblaðinu og málstað þess, en ekkert bendir til að þau
vinnubrögð séu Jakobi nein þvingun eða hamli honum að fylgja einlægri
sannfæringu sinni um túlkun sögunnar. Jakob er ekki nærgöngull við per-
sónu Valtýs eða samstarfsmenn hans, fjölskyldu og flokksbræður, og hann
tekur upp mikið af loflegum ummælum sem fallið hafa í þeirra hóp, t.d. á
afmælum og öðrum hátíðarstundum. Á mig, lesanda fyrirfram lítt kunnug-
an Valtý Stefánssyni, orkar mannlýsing Jakobs samt sannfærandi, einkum
vegna þess hve vel hún er studd tilvitnunum í Valtý sjálfan, bréf hans og
blaðagreinar. Hann mætir lesandanum sem óbilandi forvígismaður raun-
verulegrar blaðamennsku (eins konar Matthías Johannessen sinnar kyn-
slóðar — ég veit ekki hvort góð kynni af Matthíasi hafa hjálpað Jakobi að
móta vissa drætti í mynd Valtýs), geðþekkur sómamaður og farsæll félags-
þegn á þeim mörgu sviðum sem hann lét til sín taka.
Að efnistökum skiptist bókin í tvo meginhluta, og bendir höfundur
sjálfur á skilin þar á milli (bls. 222). Síðari hlutinn, og hinn lengri, nær yfir
starfsævi Valtýs frá 1928, þegar hann er kominn í fastan farveg með blað sitt
og heimili, á helming ólifað sinna sjötíu æviára og rífan aldarfjórðung fram
undan sem aðaleigandi og daglegur leiðtogi áhrifamesta prentmiðils í land-
inu. Þá er „ekki lengur rakið ár af ári hvað á daga hans dreif“, heldur vind-
ur sögunni fram í 14 köflum sem þræða sérkennilegt einstigi milli tímarað-
ar og efnisflokkunar, skiptast oft í laustengda þætti í lauslegri tímaröð, og
eru helstu umfjöllunarefnin tekin upp aftur og aftur. Þessi aðferð getur
flækst fyrir lesanda sem fer í bókina til að finna og fletta upp frekar en lesa
í samhengi. En fyrir þann sem les bókina í heild í réttri röð verður hver kafli
hæfilega fjölbreyttur, og meginþræðir frásagnarinnar eru raktir í hæfilega
stuttum heildum. Aðferðin er vandasöm, en Jakob fer fimlega með hana
(minnir á Gylfa Gröndal), svo að ég sakna ekki skýrari eða skematískari
efnisraðar.
Í fyrri hluta bókarinnar er ævi Valtýs rakin í strangari tímaröð. Af fjöl-
skyldu hans og bernskuheimili er geðþekk frásögn sem kemur bókinni vel
af stað. Strax og hægt er gerir Jakob bréfaskipti Valtýs, ásamt síðari minn-
ingaskrifum hans, að uppistöðu frásagnarinnar. Þegar á unglingsárum
hans í Reykjavíkurskóla kynnist lesandinn honum sem merkilega einlæg-
um og íhugulum ungum manni með ríkan metnað til að láta gott af sér
leiða. Þegar Valtýr er orðinn stúdent 18 ára gamall árið 1911 hefst sá þáttur
bókarinnar (bls. 67–222) sem bæði er grípandi fín lesning og hefur hvað
mest nýnæmisgildi sem sagnfræðirannsókn. Hér segir frá námsárum Val-
týs og fyrstu starfsárum, mótun hans og þroska, og hvernig hann tekur af-
stöðu til manna og málefna. Hann lærir búfræði og vatnsveitingar, ætlar sér
foringjahlutverk fyrir íslenska bændastétt og er í fyrirhugaðri leiðtogasveit
R I T D Ó M A R238
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 238