Saga - 2004, Page 246
sögu hraðfrystingarinnar. Þar er um að ræða ágrip af tæknibreytingum,
umbúðapakkningum, menntun starfsfólks, vinnumarkaðsmálum, starfi
sölusamtaka erlendis og helstu sviptingum í þjóðarbúskapnum. Er þetta
vel til fundið hjá höfundi og bragðmestir þóttu mér þættirnir sem lutu að
framleiðslunni og starfsfólkinu. Þeir eru líka gott mótvægi við sjónarhorn
höfundar sem yfirleitt er „að ofan“. Þættirnir eru samt allir ágrip og því
mörgu sleppt og saknaði ég óneitanlega ítarlegri eða þéttari frásagnar. Til
dæmis virðist frásögnin af tæknibúnaði húsanna götótt og höfundur sýnist
ganga út frá nokkurri forþekkingu lesenda á efninu og því skortir umfjöll-
un um síðari tíma breytingar nægilegt samhengi.
Sú aðferð höfundar að segja sögu atvinnugreinanna í gegnum fyrirtæk-
in, sem störfuðu innan þeirra, hefur óhjákvæmilega í för með sér að saga at-
vinnugreinanna verður óljósari fyrir vikið. Fyrir þá lesendur sem hafa
meiri áhuga á sögu atvinnugreinanna en sögu fyrirtækjanna er þessi fram-
setning síðri. Hugsanlega hefði mátt ráða nokkra bót á þessu með því að
hafa almenna kafla um sögu allra þriggja atvinnugreinanna. Fróðlegt hefði
til dæmis verið að fá að vita eitthvað um hlut þeirra innbyrðis í atvinnulíf-
inu þar vestra, mælt í starfsmannafjölda eða veltu eða jafnvel skatttekjum
sveitarfélagsins allt eftir því sem upplýsingar leyfðu.
Í lok bókarinnar er að finna ágrip af sögu gengisstefnu stjórnvalda og
þótt það virðist kannski ekki skemmtiefni er þessi kafli kjarnmikill. Gengi
íslensku krónunnar var og er að sjálfsögðu afar mikilvægur þáttur í afkomu
atvinnugreina sem selja afurðir sínar erlendis. Jafnframt ræður gengi krón-
unnar miklu um lífskjör og neyslu fólks vegna áhrifanna sem það hefur á
innflutningsverðlag. Og þegar gengi krónunnar var ákveðið af ríkisstjórn
var ætíð á vogarskálunum framfærslukostnaður almennings annars vegar
og afkoma útflutningsatvinnugreinanna hins vegar eins og höfundur bend-
ir á. Að hinu leytinu er þetta ágrip, einkanlega lok þess, fróðlegt vegna þess
að þar tengir höfundur saman sögu hinna vestfirsku fyrirtækja og nýja tíma
sem urðu í kringum 1990 með margvíslegu frjálsræði í efnahagsmálum og
viðhorfsbreytingum í atvinnumálum. Höfundur segir að með þeim verð-
bréfatímum, sem þá runnu upp hafi lífssýnin orðið „afföll, vextir og arður“
(bls. 233) en ekki afkoma byggðarlaga og atvinna íbúanna sem stjórnendur
og eigendur fyrirtækjanna höfðu að leiðarljósi áður fyrr. Frásögnin í þess-
um kafla nýtur sín vel vegna þess hve höfundur er afdráttarlaus án þess þó
að fara yfir strikið.
Ætla má að höfundi hafi verið ofarlega í huga að setja á blað ekki aðeins
fróðlega heldur einnig læsilega frásögn um sögu fiskvinnslu við Ísafjörð.
Víst er að bókin hefur að geyma áhugaverða sögu og mikinn fróðleik og efa
ég ekki að hún gleðji marga ísfirska lesendur. Höfundur á ýmsa góða spretti
í bókinni, einkum þegar sagðar eru sögur af mönnum eða fjallað er um að-
gerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum atvinnulífsins. Annars stað-
ar er bókin seinfarnari yfirferðar og helgast það einkum af því að í henni er
R I T D Ó M A R246
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 246