Saga - 2004, Blaðsíða 250
hvort hinn félagslegi þáttur hafi orðið fyrirtækjarekstrinum íþyngjandi.
Hann gefur ekki skýrt svar við þeirri spurningu en virðist telja að svo hafi
verið (bls. 98–99).
Þetta vekur þá spurningu hvað átt sé við með hugtakinu „samvinnu-
hreyfingin“. Var bara um fyrirtækjarekstur að ræða sem sameinaði krafta
sína í Sambandi íslenskra samvinnufélaga? Eða var þetta hugsjónahreyfing
skyldari Ungmennafélagi Íslands en Hagkaupum? Var hreyfingin hluti af
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og þjóðernislega rómantísk í eðli sínu, eins og
Jón Sigurðsson drepur á? (bls. 106). Getur verið að það sem kallað er „sam-
vinnuhreyfingin“ hafi í raun misst tilgang sinn og lífsmöguleika? Þreifst
hún á því að sinna verkefnum sem vinveitt ríkisvald úthlutaði henni en
hafði ekki burði til að vinna hugsjónum sínum framgang í opnara og frjáls-
ara samfélagi? Getur verið að samvinnustarfið hafi verið barn síns tíma,
svo notað sé vinsælt orðalag, og hentað til uppbyggingar í dreifðum byggð-
um fátækra landa eingöngu? Getur verið að aukin velsæld, samfara þjóð-
flutningum á mölina og opnara hagkerfi, ásamt fullu sjálfstæði, hafi skilið
samvinnuhugsjónina eftir og gert hana þarflausa við þessar nýju aðstæður?
Helgi Skúli svarar þessum spurningum að nokkru leyti (bls. 80–81) þar
sem hann segir að samvinnumenn hafi framan af verið tilbúnir að fórna
hag sínum fyrir félögin ef í harðbakkann sló eða ef tímabundið var hægt
að gera hagstæðari viðskipti annars staðar. Hann segir um þessa fórnfýsi
að hún „tengdist pólitískri sannfæringu og lífssýn, trúnni á samhjálp og
samstöðu frekar en sókn eftir eigin hag í stóru og smáu. Hún fylgdi vakn-
ingunni fyrir samvinnunni sem nýrri þjóðmálahreyfingu, og má bera það
saman við fórnfúsa baráttu fyrir útbreiðslu verkalýðshreyfingar á sama
tíma“ (bls. 81). Þetta hugarfar breyttist eftir því sem leið á öldina og fyrir-
tækjum samvinnumanna óx fiskur um hrygg. Segir Helgi Skúli að þá hafi
sjónarmiðið snúist við og það orðið skylda Sambandsins að leggja veiku
starfi kaupfélaganna lið (bls. 82). Jónas Guðmundsson tekur undir þetta í
sínum lestri (bls. 94) og telur að fjarlægðin frá fyrirtækjum Sambandsins til
grasrótarinnar hafi verið orðin óþægilega mikil. Þannig virðast fyrirlesar-
ar vera sammála um að hið félagslega bakland hafi veikst og það hafi aftur
veikt rekstur fyrirtækja hreyfingarinnar. Má ekki eins spyrja, eins og Jónas
gerir reyndar (bls. 96), hvort slæmur rekstur hafi ekki fælt félagsmennina
frá og minnkað trú þeirra á hreyfingunni? En ein meginspurningin er
hvers vegna skildu leiðir forystumanna og hreyfingar? Þó svo að fyrirles-
ararnir fjalli um hnignun hreyfingarinnar og telji að breytt umhverfi og
breytt samfélag hafi orðið til þess að draga úr mikilvægi samvinnuhreyf-
ingarinnar (JG bls. 94–97, JS bls. 108–110, HSK t.d. bls. 79), skortir á grein-
ingu á því að hve miklu leyti hreyfingin var „barn síns tíma“ og hafði
misst hlutverk sitt. Er reyndar svo að skilja að höfundarnir séu sammála
um að enn eigi samvinnufélög sér starfsgrundvöll og virðast þar með
R I T D Ó M A R250
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 250