Saga - 2004, Page 255
Ráðstefna af þessu tagi gerir sérfræðingum úr ýmsum áttum kleift að
koma saman og bera saman bækur sínar, en rannsóknir á fölsunum styðj-
ast að mestu leyti við listfræðilegt mat og vísindalegar rannsóknir. Ráð-
stefnurit þetta er líklega fyrst og fremst ætlað forvörðum, listfræðingum og
vísindamönnum á þessu sviði, en einnig ætti það að vera gagnlegt safna-
fólki og áhugafólki um myndlist, ljósmyndir og gamlar byggingar almennt.
Fyrirlesarar voru 22 talsins og komu frá Norðurlöndunum, Bretlandi og
Bandaríkjunum. Flestir fyrirlesara starfa sem forverðir eða listfræðingar og
byggðu þeir fyrirlestra sína á eigin reynslu af fölsunarmálum, en einnig
tóku til máls vísindamenn sem tekið hafa þátt í slíkum rannsóknum.
Nokkrir fyrirlesaranna fjölluðu um hvaða aðferðir notaðar eru til að
greina hvort verk er upprunalegt eða ekki. Leif Einar Plather, sem hefur
margra ára reynslu af fölsunarmálum sem yfirmaður forvörsludeildarinn-
ar á Listasafni Oslóarborgar, telur að flestar falsanir séu viðvaningslega
gerðar frá tæknilegu og listrænu sjónarmiði. Auðvelt er því að koma upp
um slíkar falsanir með því að skoða stíl og gæði verkanna. Við rannsókn
slíkra verka er yfirleitt nóg að notast við UV-tæki (útfjólublátt ljós) og smá-
sjá. Stundum þarf þó að grípa til innrauðrar litrófsgreiningar og röntgen-
myndatækni og ennfremur þarf í sumum tilfellum að taka litarsýni. Fyrir-
lestur Aviva Burnstock, „Discovering Masterpieces and Detecting Forgeries:
Can Science Help?“, fjallar einnig um þær vísindalegu aðferðir sem notað-
ar eru til að afhjúpa falsanir. Burnstock telur að með hjálp vísinda sé hægt
að færa sönnur á uppruna verka. Þetta eru hins vegar dýrar aðgerðir sem
eru aðeins á færi fárra safna. Forverðir sem starfa á eigin vegum og upp-
boðshaldarar hafa oftast aðeins UV-tæki (útfjólublátt ljós) í fórum sínum.
Tomas Marcevicius kemur einnig inn á þetta í sínum fyrirlestri „Deceptive
Fluorescent Varnishes: A comparative study of the UV Luminescence of a
fresh applied varnishes produced using Fluorescent coating materials“. En
hann hefur áhyggjur af nýjum efnum sem eru komin á markaðinn og erfitt
er að greina í útfjólubláu ljósi.
Flestar málverkafalsanir byggjast á fölsuðum áritunum og í fyrirlestri
sínum „Forgery of Pictorical Art in Iceland: The First Investigation“ segir
Viktor Smári Sæmundsson frá þremur málverkum er hann hafði til rannsókn-
ar í hinu svokallaða Stóra fölsunarmáli. Verkin voru merkt Jóni Stefánssyni
og segir Viktor Smári frá því hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að
undirskriftirnar væru falsaðar. Sigurður Jakobsson fjallar um notkun inn-
rauðrar litrófsgreiningar við forvörslu og rannsóknir á listaverkum með
áherslu á greiningu á bindiefnum, fylliefnum og litum í málningu. Fyrirles-
arar voru flestir sammála um að góð samvinna þurfi að vera á milli for-
varða og listfræðinga og í fyrirlestri sínum „An Art Historian´s Analysis of
Allegedly Forged Paintings“ veltir Júlíana Gottskálksdóttir fyrir sér mikil-
vægum spurningum um glímuna á milli huglægni og hlutlægni listfræð-
inga, er þeir þurfa að bera saman véfengd og óvéfengd verk listamanna.
R I T F R E G N I R 255
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 255