Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Síða 12
12 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir Áslaug vinsælust á samfélagsmiðlum Áslaug María Friðriksdóttir vinnur leiðtogaslag Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar kemur að fylgjendum á samskiptamiðlum. Áslaug er með 2.000 fylgjendur á Facebook og eyðir miklu í að koma skilaboðum sínum á framfæri, einnig er hún með rúmlega 1.000 fylgjendur á Twitter. Kjartan Magnús- son á hins vegar aðeins 67 fylgjendur á Facebook og 220 á Twitter. Eyþór Arnalds stofnaði Like-síðu á Facebook fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega 1.000 fylgjend- ur, hann er ekki á Twitter. Vilhjálmur Bjarnason er hvorki með Like-síðu né Twitter-reikning, þess má þó geta að alnafni hans sem er ekki fjárfestir er með á sjötta hundað fylgjendur. Viðar Guðjohnsen mætti á Facebook í síðustu viku og er kominn með 266 fylgjendur, hann er ekki á Twitter en hefur verið áberandi á Útvarpi Sögu. Af leiðtogaframbjóðendunum er aðeins Áslaug sem gæti haft roð við Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem er með 2.900 fylgjendur á Facebook og 9.400 á Twitter. Það gæti hins vegar breyst fljótt ef Eyþór heldur áfram að safna fylgjendum á sama hraða og hann hefur verið að gera. Stuðningsmenn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík M ikil spenna er í loftinu meðal Sjálfstæðismanna vegna leiðtogakjörsins í Reykjavík sem fer fram laugardaginn 27. janúar. Þeir Sjálf- stæðismenn sem DV hefur rætt við segja leiðtogakjörið tvísýnt þar sem engin könnun liggi fyrir um fylgi frambjóðenda. Kann- anir skipta sköpum í baráttu sem þessari. Skemmst er að minn- ast prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík haustið 2013 þar sem Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfull- trúi mældist með mestan stuðn- ing, eftir að könnunin leiddi það í ljós færðist stuðningur af fram- bjóðendum sem mældust með mun minna fylgi yfir á Halldór Halldórsson sem endaði sem odd- viti. Þar sem engin könnun ligg- ur fyrir brá DV á það ráð að mæla stöðu frambjóðendanna miðað við fylgi nafntogaðra einstak- linga á samfélagsmiðlum. Tekið skal fram að úttektin er óformleg og ekki hafa allir á listunum lýst formlega yfir stuðningi við fram- bjóðandann. Listinn byggir á út- tekt yfir þá sem hafa ítrekað sett „Like“ á færslur frambjóðendanna á Facebook, hafa látið taka mynd af sér með frambjóðandanum eftir að tilkynnt var um prófkjör eða hafa boðað komu sína á kosninga- miðstöð frambjóðandans. n n Áslaug vinsælust á samfélagsmiðlum n Þingmenn styðja Eyþór Ari Brynjólfsson ari@pressan.is Eyþór Arnalds Eyþór er fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg n Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Friðjón R. Friðjónsson almannatengill n Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu n Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins n Brynjólfur Sveinn Ívarsson, myndbandsbloggari og fyrrverandi stjórnlagaþingsframbjóðandi n Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar n Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna n Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður n Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS n Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur n Gunnar Kristinn Þórðarson, fyrrverandi formaður Samtaka meðlagsgreiðenda n Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og fyrrverandi fréttakona n Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra n Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála og fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra n Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður n Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði n Svava Johansen, eigandi NTC n Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Circle Air og fyrrverandi forstjóri Saga Capital n Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Áslaug María Friðriksdóttir Áslaug María hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2013 og vara- borgarfulltrúi frá 2006 til 2013. n Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra n Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Sirrý Hallgrímsdóttir pistlahöfundur n Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins n Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda n Ásdís Halla Bragadóttir, athafnakona og fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins n Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar Viðar Guðjohnsen Viðar er athafnamaður, leigusali og „martröð jafnaðarmanna“ n Viðar Guðjohnsen yngri, lyfjafræðingur Vilhjálmur Bjarnason Vilhjálmur féll af þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í haust, þar áður var hann fjárfestir. n Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri FÍB n Ólafur Haukur Johnson fyrrverandi skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar n Jónína Benediktsdóttir athafnakona Kjartan Magnússon Kjartan hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 1999, þar á undan var hann varaborgarfulltrúi. Viðmælendur DV innan úr Sjálf- stæðisflokknum lýsa honum sem duglegum og vinnusömum, vandinn sé hins vegar skortur á kjörþokka. n Marta Guðjónsdóttir borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. Sjálflímandi hnífaparaskorður Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Sendum í póSt- kröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.