Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir Lögmenn rifja upp erfið og furðuleg mál n Manndráp á Vegas, klám í Bændahöll og uppgjör Glitnis Lögmenn starfa í átakaflötum þjóðfélagsins þar sem deilt er um staðreyndir og réttar túlkanir á oft óskýrum textum löggjafans. Á borði þeirra lenda því bæði erfið og furðuleg mál, misalvarleg eins og gefur að skilja. DV spurði nokkra af þekktustu lögfræðing- um landsins nokkurra spurninga um ferilinn. kristinn@dv.is Oddgeir Einarsson Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á upphafi alheimsins og fór því á eðlisfræðibraut í menntaskóla. Eftir stúdentspróf 1997 var ég þó alls ekki viss um hvað mig langaði að gera í lífinu og fór að vinna við pípulagnir og sem bílstjóri hjá blómaheildsölu. Afi minn sálugi og alnafni hafði oft sagt að það væri eina vitið að fara í lögfræði. Hvorki hann né annar í minni ætt hafði þó numið slíkt að mér vitandi. Held samt að þetta hafi orðið til þess að ég hugleiddi þetta. Um þetta leyti var líka nokkur umræða um svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál sem mér fannst mjög áhugaverð og ég fékk áhuga á grundvallarréttind- um einstaklinga, sér í lagi gagnvart ríkisvaldinu. Ég endaði því einhvern veginn á að prófa lögfræðina. Góður vinur minn ákvað einnig að skella sér í þetta nám og þá varð ekki aftur snúið. Eftir útskrift starfaði ég sem fulltrúi hjá sýslumanninum á Húsavík en var innan árs lokkaður á lögmannsstofu í Reykjavík, einmitt þeirri sem vinur minn starfaði á, þar sem þá vantaði einhvern til að vinna í stóru samkeppnisréttarmáli. Eftir það aflaði ég mér lögmannsréttinda og hef ég starfað sem lögmaður síðan. Fyrsta málið þitt? Fyrsta málið sem ég starfaði við á lögmannsstofunni var málið varðandi samráð olíu- félaganna. Fyrsta málið sem ég flutti fyrir dómi var hins vegar mál varðandi ólögmæta gjaldtöku veitufyrirtækis. Erfiðasta málið? Eðli málsins samkvæmt get ég ekki lýst hvernig þessi mál voru nema að höfðu samráði við umbjóðendur mína. Erfiðustu málin eru alla jafna mál er varða börn og forsjá þeirra. Ég hef flutt allmörg slík mál. Meðferð slíkra mála fyrir dómstólum er alltaf erfið fyrir aðila málsins og stundum fyrir lögmenn einnig. Það slæma við þessi mál er að sú mynd sem dómarar fá af stöðunni er aldrei fullkomin og það er ekki hægt að tryggja að niðurstaðan verði alltaf í samræmi við það sem er barninu fyrir bestu þótt auðvitað sé það alltaf það sem að er stefnt. Auk þess er alltaf erfitt að vinna fyrir menn sem eru í gæsluvarðhaldi vikum og jafnvel mánuðum saman vegna einhvers sem þeir staðhæfa að þeir hafi ekki gert og jafnvel liggur ekki fyrir að þeir hafi gert. Furðulegasta málið? Af mörgum sérkennilegum málum ætli það hafi þá ekki verið skaðabótakrafa frá erlendum aðilum í klámiðnaðnum á hendur hóteli í Reykjavík á því herrans ári 2007. Ætluðu þessir aðilar að halda einhvers konar ráðstefnu hér á landi. Biskup Íslands, borgarstjórn Reykjavíkur, Prestafélag Íslands og fleiri aðilar ályktuðu um andúð sína á þessu. Svo fór að hótelið sagði upp samningum um gistingu fjölda fólks á síðustu stundu. Fram kom í fjölmiðlum að á sama tíma og hótelið ætlaði ekki að virða samn- inga við þessa ósiðlegu gesti seldi það sjálft klám á herbergjum sínum. Sætasti sigurinn á ferlinum? Ég reyni að taka ekki sigrum eða töpum persónulega enda vinn ég bara hvert mál eins vel og hægt er og læt dómarana um að dæma þau. Ég lít því ekki svo á að ég sé að vinna eða tapa málum sem ég flyt. Auðvitað gleðst maður þó alltaf fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar fallist er á kröfur þeirra. Ég man vel eftir máli konu, sem var af erlendu bergi brotin, sem héraðsdómur hafði úrskurðað að lögheimili dóttur hennar ætti til bráðabirgða að vera hjá föðurnum. Þegar ég hringdi í hana til að tilkynna henni um að Hæstiréttur hefði snúið úrskurðinum við og dæmt að lögheimilið ætti að vera hjá henni grét hún bara á milli þess sem hún orgaði af gleði. Mest svekkjandi ósigurinn? Var eitt sinn að vinna í skaðabótamáli fyrir stálheiðarlegan og grandvaran mann sem hafði lent í mjög slæmu vinnuslysi og var algerlega óvinnufær eftir það. Héraðsdómur hafði fallist á kröfur hans og dæmt honum háar bætur. Hæstiréttur sneri þó dómnum við og sýknaði tryggingafélagið alfarið. Ég var ósammála niðurstöðunni, fannst mjög erfitt að þurfa að tilkynna fjölskyldu mannsins um þessi málalok. Steinunn Guðbjartsdóttir Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Ég stefndi alltaf á að fara í læknisfræði og skráði mig í það nám að loknu stúdentsprófi. Sumarið fyrir háskólanám varð ég vitni að sviplegu dauðsfalli og ákvað þá að lækn- isfræði væri ekki fyrir mig. Það var því tilviljun að ég skráði mig í lögfræði en eftir því sá ég ekki því námið og starfið átti vel við mig. Fyrsta málið þitt? Einfalt skuldamál en stórt í mínum huga þar sem þetta var fyrsta málið. Sú tilfinning að fara í skikkjuna í fyrsta skipti og lotn- ingin fyrir verkefninu og ábyrgðin sem ég upplifði við að vera treyst fyrir máli gleymist aldrei. Erfiðasta málið? Mörg af þeim kynferðisbrotamálum sem ég tók á árum áður tóku mjög á. Þetta voru einu málin sem ég tók með mér heim. Löngu eftir að málunum lauk átti átti ég það til að fylgjast með hvernig brotaþolunum reiddi af sérstaklega þar sem um var að ræða börn eða unga og ómótaða einstaklinga. Furðulegasta málið? Furðulegustu málin tengdust skiptum á dánarbúum. Þar á almenn skynsemi það til að víkja fyrir til- finningum og gömlum óútkljáðum deilum. Þannig eru litlir hlutir gerðir að stórmáli. Að finna út hver á að fá matarstellið verður stærra mál en ráð- stöfun á verðmætari eignum. Margt furðulegt kom upp á í þessum málum, í einu tilviki fór hinn látni að skipta sér af skiptum í gegnum drauma erfingja. Þá skiptir mestu að leiða skjólstæðingana á rétta braut og gefa þeim tíma til að jafna sig á aðstæðum. Sætasti sigurinn á ferlinum? Án efa að ná að klára nauðasamninga Glitnis í sátt við kröfuhafa og þjóðarbúið. Málið tók átta ár af starfsævinni og virkaði á köflum óyfirstíganlegt. Mest svekkjandi ósigurinn? Hef í raun aldrei upplifað ósigur í þeim skilningi. Mál sem rata fyrir dómstóla gera það af ástæðu og það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Niðurstaða dómstóla er niðurstaða sem ber að virða þótt maður sé ekki alltaf sammála henni. Bjarni Hauksson Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Ég vildi fást við fjölbreytt lögfræðileg verkefni og taldi lögmannsstarfið hentugasta vettvanginn. Þá taldi ég mikinn kost að geta starfað sjálf- stætt. Það býr svolítill Bjartur í Sumarhúsum í mörgum lögmanninum held ég. Fyrsta málið þitt? Fyrsta alvöru málið sem ég flutti fyrir dómi snerist um fiskveiðibrot. Var kannski ekki stórt eða alvarlegt, en auðvitað eru öll mál stór og alvarleg fyrir þá sem eiga í hlut. Þetta mál vatt nú reyndar talsvert upp á sig og meðal annars var tekist á um lagastoð reglugerðar, sem þýddi að dómarinn taldi rétt að kalla til meðdómanda sem væri sérfræðingur í stjórnskipunarrétti. Minn gamli lærifaðir, Sigurður Líndal, varð fyrir valinu sem sérfræðingurinn og það gaf þessu öllu saman talsvert gildi. Hans framlag var athyglisvert, eins og búast mátti við. Erfiðasta málið? Get ekki nefnt eitt sérstakt mál, en öll mál þar sem skjólstæðingar mínir hafa sætt einangrun í gæsluvarð- haldi í langan tíma hafa tekið á. Þá er lögmaðurinn í hlutverki sálgæslumanns og það þarf að gefa sér tíma í samskipti við skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans sem oft eiga mjög erfitt. Starf lögmannsins er erfitt og maður lendir oft í því að vera boðberi válegra tíðinda. Furðulegasta málið? Man ekki eftir neinu sérstöku, en hef oft lent í furðulegum uppá- komum. Manni lærist fljótt í þessu starfi að það eru til allar tegundir af fólki og lífið getur endalaust komið á óvart. Sætasti sigurinn á ferlinum? Ætli það sé ekki svokallað Vegasmál sem ég fékk endurupptekið fyrir Hæstarétti árið 2012. Það er sjaldan fallist á endurupptöku mála og sú ákvörðun var því mikill sigur. Minn skjólstæðingur var síðan sýknaður í Hæstarétti og það var aftur góður sigur fyrir mig. Síðan voru manninum dæmdar talsverðar bætur og enn og aftur var það sætur sigur enda varðist ríkið bótakröfunni með kjafti og klóm fyrir dómi. Það var líka mikill sigur að fá unga konu sýknaða í mjög stóru fíkniefnamáli árið 2010 þar sem mikið var undir. Meðákærða í því máli fékk átta ára fangelsi, en skjólstæðingur minn, sem var einstæð móðir í háskólanámi, gat haldið lífi sínu áfram og gengur vel í dag, eftir því sem ég best veit. Mest svekkjandi ósigurinn? Þessi er ekki auðveld en ég á mjög erfitt með að sætta mig við niðurstöðu Hæstaréttar í máli frá í fyrrasumar, þar sem tveir menn voru sakfelldir fyrir kynferðisbrot. Tel að niðurstaða um sakfellingu beggja mannanna sé röng og ég leiði hugann að því reglulega. Nauðasamningar Glitnis Í kjölfar bankahrunsins í október árið 2008 yfirtók Fjármálaeftirlitið Glitni, áður Íslandsbanka, samkvæmt neyðarlögunum og var skilanefnd sett yfir reksturinn. Nýi Glitnir, nú Íslands- banki, var settur á laggirnar og tók hann við sumum eignum og skuldbindingum hins gamla Glitnis. Fengu þá kröfuhafarnir 95% hlut í hinum nýja Glitni. En vegna gjaldeyrishafta voru þeir fastir með eignir hér á landi og við tók langt og strangt samningaferli sem lauk með nauðasamningum slitabús hins gamla Glitnis í nóvem- ber árið 2015. Fékk íslenska ríkið þá Glitni með svoköll- uðu stöðugleikaframlagi og á nú bankann að fullu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.