Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Síða 27
27Helgarblað 19. janúar 2018 Sum fyrirtæki senda bara starfsmann út í búð. Það kostar ekkert því hann er hvort sem er í vinnunni Ávextir alla daga vinnuvikunnar kosta um 550 kr. á mann. Hamborgaratilboð kostar hátt í 2.000 kallinn, einu sinni. Ávaxtabiti um miðjan morgun eða um nónið, getur bjargað deginum þegar starfsmenn eru orðnir orkulausir. Vinnuveitendur geta hagnast nokkuð á því. Þegar fyrirtæki eru í áskrift hjá Ávaxtabílnum, þurfa þau aldrei að muna að panta – ávextirnir koma bara. Ef fyrirtæki í áskrift vill breyta pöntun sinni, er hún kölluð fram á heimasíðu okkar, breytt og send inn – gæti ekki verið einfaldara. Fyrirtæki í áskrift fá 20% afslátt af veislubökkum okkar. Starfsmenn Múlalundar sjá um alla tiltekt ávaxtanna fyrir Ávaxtabílinn og fá svo að sjálfsögðu ávexti upp á borð hjá sér alla vikuna ódýr Nú eru góð ráð www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Ávaxtaðu betur sem gengu vel. Hann hefur verið í Frakklandi í læknisskoðunum og slíku og sjálfur er hann bjartsýnn á að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn innan tíðar. Ef Kolbeinn kæmist í gang fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi má ljóst vera að erfitt væri fyrir Heimi að skilja hann eft- ir, Kolbeinn var algjör lykilmað- ur fyrir meiðsli sín og átti stór- an þátt í árangri liðsins fyrir og í Frakklandi. Kolbeinn er framherji í fremstu röð og ef hann nær bata eru aðrir sem byrja að svitna, þeir vita að heill Kolbeinn Sigþórsson á fast sæti í byrjunarliði Íslands. Verkefni í mars ræður úrslitum Landsliðsverkefni verður í mars, það síðasta áður en Heimir vel- ur hóp sinn fyrir heimsmeistara- mótið í Rússlandi. Þar fá menn síðasta tækifæri til að sýna sig og sanna. Gott gengi með félags- liði gæti þó tryggt einhverjum óvænt farmiða til Rússlands. Liðið mun leika gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum og eftir það ver- kefni verða línur farnar að skýr- ast. Margir leikmenn sem hafa miklar væntingar munu sitja eftir með sárt ennið þegar Heimir vel- ur lokahóp sinn í maí. Þegar Ís- land fór á EM voru leikmenn eins og Viðar Örn Kjartansson, Rúrik Gíslason og Sölvi Geir Ottesen skildir eftir heima. Valið fyrir EM í Frakklandi kom á óvart að mörgu leyti og það gæti gert það aftur fyrir HM í Rússlandi. n S nemma í febrúar kemur hing- að til lands lið frá Bandaríkj- unum á vegum SoccerViza og mun liðið leika fjóra æf- ingarleiki gegn íslenskum liðum. SoccerViza er knattspyrnulið og fyrirtæki sem hjálpar leikmönnum í Bandaríkjunum að finna sér nýtt lið, þetta hafa íslensk lið nýtt sér og þjálfarar frá Íslandi farið út og horft á leikmenn sem fyrirtækið er með á sínum snærum. Nú heldur liðið til Íslands þar sem 22 leikmenn koma og munu spila fjóra leiki gegn Fylki, Val, ÍA og Álftanesi. Liðið verður hér á landi 7.–12. febrúar og líklegt að nokkrir leikmenn semji við íslensk lið í kjölfarið. n Öflugir Bandaríkja- menn á leið til Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.