Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Side 30
30 fólk - viðtal Helgarblað 19. janúar 2018 V ið setjumst niður í kjall- aranum á Hard Rock við borð undir gítar frá sjálf- um Dan Spitz úr Anthrax, sem er mjög viðeigandi. Stefán segir: „Tónlistin er mjög stór hluti af því hver ég er og það hefur alveg háð mér hversu sterkt afl tónlist er í mínu lífi. Þegar ég var að alast upp þoldi ég ekki þá tónlist sem var spiluð í útvarpinu. Ég segi það mjög einlægt að ég hataði lögin með Pálma Gunnars og þess hátt- ar popp. En þegar ég heyrði fyrst í hljómsveitum á borð við Napalm Death, Dio, Slayer og Metallicu þá breyttist allt.“ Krakkarnir stofnuðu körfuboltadeild Stefán er 41 árs og alinn upp í Hveragerði. Hann er elstur fjögurra systkina og foreldrar þeirra ráku gróðrarstöðina Grósku. Hann var sprækur sem barn og stund- aði íþróttir grimmt. „Kannski var ég svona rosalegur A-maður. Auk íþróttanna var ég mjög virkur í fé- lagslífinu og var farinn að skipu- leggja ýmsa viðburði strax í grunn- skóla.“ Fótbolti, handbolti og bad- minton voru hans ær og kýr þar til í tíunda bekk þegar hann og bekkjarbræður hans stofnuðu körfuboltadeild. „Á þessum tíma var enginn körfubolti í Hveragerði. Við, krakkarnir í gaggó, gengum í hús og söfnuðum áheitum til að setja upp körfur í íþróttahúsið og fengum okkur þjálfara.“ Eftir einn vetur var ákveðið að setja körfu- boltadeildina inn í íþróttafélagið Hamar. „Þeir sáu að það var ekki hægt að láta einhverja krakka halda utan um þetta þannig að þetta frumkvæði okkar var tekið alla leið.“ Síðan þá hefur körfuknattleikur verið flaggskip Hamars. Kvenna- liðið komst í úrslitakeppnina árið 2011 og karlaliðið hefur í tvígang komist í úrvalsdeild. Stefán spil- aði með liðinu þegar það komst upp í fyrstu deildina en hætti þá. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að hætta. En ég var þá með barn á leiðinni og þetta hefði þýtt mikla fjarveru.“ Með ungbarn á heimavist Stefán sagði þó ekki skilið við íþróttirnar því hann fór í Mennta- skólann á Laugarvatni og svo í Íþróttakennaraskólann. Í menntaskólanum kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Hrefnu Hugosdóttur, hjúkrunar- og fjöl- skyldufræðingi, þegar hann var 19 ára. Hann segir að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn og sú ást hafi enst allar götur síðan, í 22 ár. Þau eiga tvö börn, Júlíus Óla, 19 ára, og Ragnheiði Maríu, 13 ára. Júlíus fæddist þegar Stefán og Hr- efna voru enn á heimavist. Hvernig var að eignast barn í heimavistarskóla? „Það var svolítið sérstakt, bæði þegar Hrefna var ólétt og eftir að Júlíus fæddist. Eðlilega var mikið ónæði og partístand. Eftir að hann fæddist þurfti ég stundum að taka hann með mér í tíma og hann var skríðandi um skólastofuna.“ Hann segir samt að þau hafi aldrei fund- ið fyrir neinum fordómum verandi svo ungir foreldrar. Skólayfirvöldin gerðu allt til að gera þeim vistina með Júlíus sem þægilegasta. „Síð- asta árið vorum við komin í sér- íbúð því það var ekki hægt að vera á vistinni með hann. Gleðin á staðnum var einfaldlega of mikil.“ Fordæmalaus vöxtur Tónlistin hefur verið samofin lífi Stefáns frá því hann var barn. Hann lærði á trommur í lúðra- sveit og stofnaði svo ýmsar hljóm- sveitir með félögum sínum. Þekkt- ust þeirra var pönkhljómsveitin Dys sem gaf út tvær plötur. Dys var þá hluti af lítilli en öflugri rokksenu sem kennd er við harð- Hátíðin Eistnaflug í Neskaupstað er fyrir löngu orðin að einum helsta hornsteini ís- lenskrar rokktónlistar. Fræg fyrir gott andrúms- loft og að ofbeldi sé ekki liðið. Íþróttakennarinn Stefán Magnússon kom hátíðinni á legg árið 2004 en hann hefur nú ákveðið að segja sig frá skipulagningunni. Kristinn hjá DV hitti Stefán á Hard Rock Café, þar sem hann er fram- kvæmdastjóri, og ræddi við hann um æskuárin, hátíðina og álagið sem var hætt að vera honum hollt. Banaslysið breytti öllu Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Þetta hefði ekki gerst ef ég hefði ekki verið að halda Eistnaflug

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.