Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Síða 37
Brot af því bestaHelgarblað 19. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Lindarfiskur aLinn í tærum Lindaruppsprettum Lindarfiskur er lítið fjölskyldufyr­irtæki staðsett í meðallandinu rétt austan við Vík. „móðir mín er frá þessari jörð og er staðurinn algerlega einangraður. aðalverð­ mætin á jörðinni er allt þetta tæra lindarvatn sem streymir hér beint úr eldhrauninu og því er staðurinn fullkominn fyrir bleikjueldi,” segir drífa Bjarnadóttir, einn eigandi Lindar­ fisks. „Við fjölskyldan eigum og rekum Lindarfisk saman. Það eru ég og maðurinn minn, Árni Jóhannsson, systir mín, sigrún Bjarnadóttir, og foreldrar okkar, þau Helga Ólafsdóttir og Bjarni Jón finnsson,” segir drífa. Alger sjálfbærni fyrstu bleikjuhrognin voru tekin hjá fyrir­ tækinu árið 2011 og síðan þá hefur Lindarfiski svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg. „Við stefnum að algerri sjálfbærni og gerum því allt sjálf. nýlega fengum við okkur svín sem éta nán­ ast allan afskurðinn af bleikjunum og afgangurinn er svo notaður í áburð. fiskinn vinnum við alfarið á svæðinu. Það hefur gengið hægt en örugglega að koma fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag og munum við von bráðar selja vörur okkar í stórmark­ aði. Við höfum meðal annars hannað neytendaumbúðir sem eru svartar og nær ógegnsæjar til þess að stuðla að ferskari og betri vöru. að auki höfum við hugsað okkur að fara í útflutning á eldisbleikju, enda erum við með ótrúlega ferska vöru í höndunum,” segir drífa. Tærasta vatnið, ferskasti fiskurinn „Við leggjum mjög mikið upp úr fersk­ leika, það er eitthvað sem við getum bara alls ekki slegið af hérna hjá Lindarfiski. Hrognin fáum við frá kynbótastöðinni á Hólum í Hjaltadal sem framleiðir fyrsta flokks hrogn. Þau ölum við svo hér í meðallandinu í kerjum og svokölluðum lengdar­ straumsrennum. Hér rennur ferskt og tært vatn beint úr lindaruppsprettum og fiskurinn er eins ferskur og getur orðið,” segir drífa. Hafðu samband „Við erum aðallega að selja bleikju til veitingastaða sem undantekninga­ laust lofa bleikjuna okkar í hástert,” segir drífa. enn sem komið er selur Lindarfiskur ekki vörur í stórmörk­ uðum en til þess að versla beint við Lindarfisk er hægt að hringja í drífu í síma 663­4528 eða senda henni netpóst á drifa@lindarfiskur.com. nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Lindarfisks og á facebook­ síðunni. einnig heldur Lindarfiskur út síðu á instagram sem er stór­ skemmtilegt að fylgjast með. Ferskasti fiskurinn á landinu dekura Einstök þjónusta í umsjón leiguhúsnæðis Félagarnir davíð karl Wiium og davíð Vilmundarson eru brau­tryðjendur í umsjón og umsýslu eigna í skammtímaleigu. Árið 2014 stofnuðu þeir þjónustufyrirtækið dekura sem sérhæfir sig í umsjón á húsnæði sem leigt er út í gegnum airbnb og aðra sambærilega vefi. Þá bjóða þeir einnig sérhæfða umsjón gistiheimila af öllum stærðum og gerðum. Þjónustuframboð dekura fyrir eigendur húsnæðis í skammtímaleigu spannar vítt svið og leggur fyrirtækið áherslu á að bjóða faglega og heild­ ræna þjónustu til viðskiptavina sinna. rekstur skammtímaleiguhúsnæðis getur verið ansi tímafrekur og krefst töluverðra fórna og umtalsverðrar skipulagningar af hálfu leigusala. Það er ótal margt sem þarf að huga að þegar kemur að því að gera leigjanda ánægðan. fyrir utan það að hafa íbúðina í toppstandi, tandurhreina og allt aðgengi með besta móti þegar nýr leigjandi bankar upp á, þá þarf leigusali að vera til taks til að taka á móti leigjendum og vera auk þess reiðubúinn til að leysa úr hinum ýmsu vandamálum sem upp geta komið á öllum tímum sólarhrings. samhliða fullri vinnu og fjölskyldu getur þetta verið ansi þungur baggi fyrir leigusala að takast á við. dekura býður upp á heildarþjónustu sem tekur á öllu því sem viðkemur rekstri á eignum í skammtímaleigu, allt frá þrifum upp í alhliða umsjón eignanna. Þá sér dekura um öll samskipti við gesti auk þess sem allt lín, handklæði og annað sem þarf að vera til staðar fyrir gesti meðan á dvöl stendur er innifalið í heildarþjónustu félagsins. með aðstoð dekura getur leigusali tekið á móti töluvert fleiri viðskipta­ vinum en ella og fengið betri um­ sagnir, sem eykur samstundis verð­ gildi íbúðarinnar og leigutekjurnar sem af henni koma. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 12 manns sem sjá um hin ýmsu verkefni og státar dekura sig af einu færasta þrifnaðarteymi í brans­ anum. auk þess starfrækir dekura fullbúið þvottahús í höfuðstöðvum sínum við skólavörðustíg. eftir fjögur ár í þessum rekstri vita starfsmenn dekura hvað til þarf til að uppfylla gæðakröfur ferðamanna og hvernig hámarka má nýtingu leiguhúsnæðis. Þar sem nú er orðið heimilt að leigja út eign sína í allt að 90 daga á ári þá færist sífellt í aukanna að fólk nýti sér þá heimild til að fjármagna að hluta til eða fullu sumarfrí sín. nú fer að ganga í garð aðal ferða­ tímabil ársins og því er gott að vera tímanlega í skipulagningu á útleigu húsnæðis fyrir þau sem á það hyggja. eins og alþjóð veit er íslenska karla­ landsliðið á leiðinni á sitt annað stór­ mót og því lag að leigja út híbýli sín á meðan til þess að létta undir eða jafnvel greiða fyrir fríið. dekura er í nánu samstarfi við teymi sérfræðinga í leyfismálum og aðstoðar viðskiptavini sína við að fá þau leyfi sem þarf, viðskiptavininum að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða 90 daga leyfi eða fullgilt gistileyfi. Til þess að panta þjónustu frá Dekura má hafa samband í gegnum vefsíðu fyrirtækisins https://dekura.is eða senda póst á netfangið dekura@ dekura.is. Davíð Vilmundarson (t.v.) og Davíð Karl Wiium (t.h.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.