Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Page 41
Brot af því bestaHelgarblað 19. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Haukur Gíslason, eigandi verktakafyrirtækisins Jökulfells, er önnum kafinn maður og var bara laus í spjall að kvöldlagi fyrir þennan greinarstúf. En þegar það símaspjall átti sér stað, á níunda tímanum, var hann samt enn í vinnunni og vélar­ dynur ómaði í bakgrunninum á meðan símtalið átti sér stað. „Þetta geta orðið dálítið langir dagar. Ég er núna í hringveginum yfir Horna­ fjarðarfljót, fyrsti áfangi, og þetta er nokkuð stórt verk, við erum með ein 10–12 tæki hér, búkoll­ ur, gröfur og jarðýtur,“ segir Haukur, en hinar svokölluðu búkollur eru liðstýrðir trukkar frá Volvo. Volvo er einmitt einna mest áberandi merkið í tækjaflota Jökulfells en ýmsir fleiri þekktir framleiðendur koma þar líka við sögu. Jökulfell hefur byggt upp glæsilegan flota af þungum vinnuvélum, trukkum, gröfum og jarðýtum. Haukur Gíslason er frá Svínafelli rétt hjá Höfn í Hornafirði en starfsemi Jökul­ fells teygir sig hins vegar um allt land, meðal annars til Vestmannaeyja og á Aust­ firðina. Verktakastarfsemi Jökulfells snýst um vegagerð fyrir Vegagerð ríkisins, streng­ lagningu fyrir Landsnet og al­ hliða jarðvinnu fyrir byggingar, meðal annars að grafa og sprengja fyrir húsum: „Sveitarfélagið á Hornafirði er einn af mínum samstarfs­ aðilum en við höfum líka kom­ ið að vinnu fyrir undirbúning ýmissa stórra bygginga hjá einkaaðilum. Yfirleitt eru þetta stór verkefni þó að við séum raunar til í hvað sem er. En óneitanlega hefur maður gírað sig upp fyrir stærri verkefnin með allan þann tækjakost sem ég hef yfir að ráða,“ segir Haukur. Rekstrarkostnaðurinn liggur fyrst og fremst í hinum glæsi­ lega tækjakosti en óhætt er að segja að lítil yfirbygging sé á fyrir­ tækinu. Eigandinn er á kafi í vinnunni sjálfur, lítið fer fyrir skrifstofuhaldi og vefsíðu er til dæmis ekki til að dreifa. Starfsmenn eru ekki margir en fjöldi ársverka er óreglulegur. Umfang og stærð fyrirtæk­ isins kemur helst fram í þeim mikla og stóra tækjakosti sem nota þarf við verk­ efnin. Hefur Jökulfell vaxið mikið að umfangi og veltu undanfarin ár en fyrirtækið var stofnað árið 2005. Nánari upplýsingar veitir Haukur Gíslason í síma 777 7007. Langir dagar hjá Jökulfelli LEGGJA VEGi oG StREnGi – ALHLiðA JARðVinnA VEGnA bYGGinGA Leiðandi í háþrýstiþvotti ÁÁ VERktAkAR Háþrýstiþvottur er óhjá­kvæmilegur undanfari stórra málningarverk­ efna utanhúss og ákaflega skilvirk aðferð til að gera hús og byggingar klárar undir málningu. Fyrirtækið ÁÁ Verktakar ehf. er leiðandi á sviði háþrýstiþvottar hér á landi og hefur yfir að ráða afar öflugum búnaði til slíkra verka, sem er allur í eigu fyrir­ tækisins. til að hreinsa málningu af húsum er notast við 500 bara hitadælur sem geta hitað vatn upp í 100 gráð­ ur. Slíkar dælur eru einnig notaðar í alls konar fitu­ og olíuhreinsanir og víðar þar sem við á. „Íbúðarhús eru oft hreinsuð með um 300 til 500 bara þrýstingi og köldu vatni sem dugar til að hreinsa óhreinindi og gróð­ ur af húsum. En svo geta verið öndunarvandamál og vatnspokar og þá þarf að hreinsa gömlu málninguna alla af, þ.e. alhreinsun. Þá þarf að nota heitt vatn,“ segir Áslaugur Einarsson, fram­ kvæmdastjóri ÁÁ Verktaka. Fyrirtækið var stofn­ að árið 1991 og hefur það vaxið og dafnað allar götur síðan. Auk háþrýstiþvottar sérhæfir ÁÁ Verktakar ehf. sig í viðhaldi fasteigna, til dæmis múrviðgerðum, málningarvinnu, tré­ smíðavinnu og annarri viðhaldsvinnu fast­ eigna. Sem fyrr segir er búnaður ÁÁ Verktaka til háþrýstiþvotta afar öflugur: „Við erum með 3.000 bara dæl­ ur sem eru notaðar til að hreinsa málningu af stáli. Enn fremur við hreinsanir á túrbínu­ hjólum og ýmsu öðru. Þrýstingurinn á þeim er afar hár og þær mjög öflugar. Enn fremur erum við með 1.500 bara dælur, mjög vatnsmiklar, þær eru meðal annars notaðar í virkjanir, til að hreinsa úr borholum og rörum og vörmum,“ segir Áslaugur. Háþrýstidælurnar koma annars vegar frá Þýskalandi, frá framleiðandanum Falch, og hins vegar frá bandaríkj­ unum, frá fyrirtækinu Garden Denver, en báðir aðilar eru afar öflugir framleiðendur háþrýstidæla. ÁÁ Verktakar ehf. er í Reykjanesbæ en að sögn Áslaugs eru langflest verk­ efni þeirra á höfuðborgar­ svæðinu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru af ýmsu tagi, til dæmis almennir húseigendur sem ætla að mála hús sitt og þurfa á háþrýstiþvotti að halda til að gera klárt undir mál­ un. Einnig er algengt að málarameistarar leiti til fyrirtækisins eftir tilboð­ um í háþrýstiþvott. Háþrýstiþvotturinn er einnig oft hluti af stærri verkefnum fyrirtækisins enda sinni það margs konar húsaviðgerðum og er með fjölda múrara í vinnu. Einnig hefur fyrirtækið unnið mikið fyrir orkufyrirtæki við að beita hinum öflugu há­ þrýstidælum við hreinsanir úr borholum og fleira. Þá hefur ÁÁ Verktakar ehf. unnið mikið fyrir útgerðarfyrirtæki og sinnir öllum þvotti fyrir Stál­ smiðjuna Framtak, sem rekur Slippinn í Reykjavík. Sem fyrr segir hefur verið mikil vöxtur í starfseminni: „Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt frá því við byrjuðum og tækjakosturinn hefur fylgt með. Það varð vissulega dá­ lítið stopp eftir hrunið eins og hjá mörgum en síðan hefur þetta legið upp á við. Sem dæmi um það keyptum við 3.000 bara háþrýstidæluna árið 2013 og var það fyrsta dælan af slíku tagi sem seld var frá Þýskalandi innan Evrópu. Einnig höfum við bætt við okkur skæralyftum og spjótum til að nota þegar unnið er við hærri byggingar,“ segir Áslaugur að lokum. ÁÁ Verktakar ehf. Fitja- braut 4 260 Reykjanesbær Símar: 421-6530 og 898- 2210 aaverktakar@aaverk- takar.is Heimasíða: www. aaverktakar.is. Myndin hægra megin sýnir einbýlishús eftir háþrýstiþvott ­ vinstra megin er sama hús eftir pússningu og fíltun. Háþrýstiþvottur á bárujárnshúsi Unnið við háþrýstiþvott á einbýlishúsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.