Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir Ólafur Ragnar Grímsson Forsetinn fyrrverandi mjaðmarbrotn- aði í skíðaslysi í Colorado-fylki um miðjan desember. Mjaðmarbrotnaði í skíðaparadís n Slysið átti sér stað í Colorado-fylki í Bandaríkjunum n Dorrit var fljót á vettvang U m miðjan desember- mánuð varð Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi for- seti Íslands, fyrir því óhappi að mjaðmarbrotna á skíðum í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. Hann undirgekkst aðgerð hið ytra og dvaldi í fimm daga á sjúkrahúsi í kjölfarið. Við tók sjúkraþjálfun og endurhæfing, sem enn stendur yfir, en Ólafur Ragnar er bjartsýnn á að batinn verði góður. „Þeir virð- ast hafa gert ágætlega við þetta,“ segir hann kíminn í viðtali við DV. Ólafur Ragnar er með mörg járn í eldinum, ekki síst verkefni í tengslum við málefni norðurslóða. Hann þurfti að aflýsa heimsókn á ráðstefnu á Indlandi í byrjun árs en hann beit á jaxlinn og sótti heim árlegt Heimsþing hreinn- ar orku sem fram fór í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna um miðjan jan- úarmánuð. „Ég flaug þangað beint frá Bandaríkjunum. Það var mikil- vægt að ég mætti til leiks því ég er formaður dómnefndar Zayed- orkuverðlaunanna sem afhent eru á þinginu,“ segir Ólafur Ragnar, sem er nýkominn heim til Íslands úr ferðinni. Slys í 4.000 metra hæð Slysið átti sér stað í hinum þekkta skíðabæ Aspen í Colorado. „Þetta gerðist í um 3.500 metra hæð. Aðstæður voru frekar slæmar, mikil ísing og klaki. Það vildi svo einkennilega til að það hafði snjóað mikið á austurströnd Bandaríkjanna og í Suðurríkjunum en ekki í Colarado, þar sem átti í raun að snjóa. Því var færið ekki gott og afleiðingarnar voru þær að það urðu mörg slys í skíðabrekkunum þessa daga,“ segir Ólafur Ragnar, sem hefur áratuga reynslu af skíðamennsku. „Ég er meðvitaður um að það fylgir því alltaf áhætta að stíga á skíði en sem betur fer hefur aldrei neitt skeð fram að þessu óhappi,“ segir Ólafur. Óhætt er að fullyrða að eitt umtalaðasta beinbrot síðari tíma hér á landi hafi verið þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki í Landsveit fyrir tæpum 20 árum. Ólafur axlarbrotnaði í fallinu en sú sem var fyrst á vettvang til að hlúa að honum var Dorrit Moussaieff, sem þá var titluð sem vinkona forsetans í fjölmiðlum. Fréttir af ástarsambandi forsetans og Dorritar hafði þá nýlega spurst út en Íslendingar voru í fullkominni óvissu um hversu djúpt sambandið risti. Segja má að áhrifaríkar myndir af Dorrit, þar sem hún felldi tár við að hjúkra forsetanum, hafi komið við hjörtu landsmanna og gert það að verkum að vinsældir hennar ruku upp úr öllu valdi. „Endurtekið efni“ Þegar blaðamaður spyr hvort Dorrit hafi verið með í för og sambærileg atburðarás hafi átt sér stað í Aspen eins og þegar hestaslysið átti sér stað þá hlær forsetinn fyrrverandi dátt. „Já, það má segja að það hafi verið endurtekið efni. Dorrit var með mér í ferðinni og var fljót á vettvang,“ segir Ólafur Ragnar. Hann er þakklátur fyrir hversu fljótt og vel tókst að koma honum undir læknishendur. „Það var afar fagmannlega staðið að öllu, viðbragðskerfið þar ytra varðandi slys og óhöpp er afar gott,“ segir Ólafur Ragnar. Aðspurður hvað framundan sé segir forsetinn fyrrverandi að endurhæfing verði fyr- irferðarmikil á dag- skránni. Það muni þó ekki koma í veg fyrir að hann nái að sinna þeim verk efnum sem hann brenn- ur fyrir. „Það verður þolinmæðis verk að ná sér góðum af þessum meiðslum,“ segir Ólafur Ragn- ar, en hann hefur stuðst við hækjur og staf til þess að kom- ast ferða sinna. Framundan er ferð til Japans í byrjun febrúar í tengslum við Norðurslóðaráð- stefnu í Tókýó auk þess sem Ólafur Ragnar hyggst sitja öryggisráðstefn- una í München sem fram fer síð- ar í mánuðinum. „Þar verða málefni norðurslóða rædd. Það má því segja að ég sé á fullu þrátt fyrir þetta slys,“ segir Ólafur Ragnar. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ljónheppnir vinir Í síðustu viku stóð Keiluhöll- in í Egilshöll fyrir glæsilegri hlutaveltu undir yfirskrift- inni „Risa Bingó Sveppa“, sem ætlunin er að fari fram þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Eins og glöggir lesend- ur átta sig líklega á þá sá gleðip- inninn, Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, um framkvæmd hlutaveltunnar. Glæsilegir vinningar, til dæmis 100 þúsund króna gjafakort frá Icelandair og iPad 32gb Space frá Epli, voru í boði en hvert keiluspjald kostaði 1.500 krón- ur. Vel var mætt á kvöldið en um 500 manns voru í salnum og var gleðin nánast áþreifan- leg. Aðstandendur sjónvarps- þáttarins Steypustöðvarinnar gerðu sér meðal annars glað- an dag og mættu til leiks. Svo fór að tveir úr hópnum, grínist- inn Steindi Jr. og dagskrárstjóri FM957, Rikki G, sem eru góð- vinir Sveppa, voru svo heppnir að hljóta tvo af stærstu vinning- um kvöldsins, áðurnefnda inn- eign hjá Icelandair og spjald- tölvuna. Vinningshöfunum var vel fagnað en einhverjir virðast hafa orðið súrir vegna niður- stöðunnar, að minna kosti barst DV ábending um að Steindi og Rikki hefðu fengið spjöldin gef- ins og sagðist viðkomandi „vera verulega ósáttur.“ Það er þó ekki alveg rétt að sögn rekstrarstjóra Keiluhallarinnar, Eyrúnar Erlu Ólafsdóttur. „Rikki og Steindi keyptu sín spjöld sjálfir eins og allur Steypustöðvar-hópur- inn. Ég valdi sjálf spjaldið fyrir Rikka og hugsaði einmitt hvað ég hefði valið vel,“ segir Eyrún. Steindi var ekki sá eini sem fékk bingó þegar Icelandair- vinningurinn var í boði því ung kona hlaut einnig bingó. „Upphaflega var hugsunin sú að vinningnum yrði skipt eða dregið um hann en svo frétti ég það síðar um kvöldið að Steindi hafi gefið konunni vinninginn,“ segir Eyrún. Þá hafi hún frétt að lítill frændi Rikka sé alsæll með iPad-inn sem hann fékk að gjöf frá útvarpsmanninum. „Þeir og Steypustöðvarhópurinn voru fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sér í góðra vina hópi. Ég varð ekki var við neina óá- nægju með- al gesta,“ segir Eyrún Erla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.