Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 43
Útlit og heilsaHelgarblað 26. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ
Hjalti Már Kárason er einka-þjálfari hjá Reebok Fitness og þjálfar í þeirri stöð, sem hentar
hverjum viðskiptavini. Hann byrjaði
hjá Reebok Fitness í fyrra, en hefur
þjálfað í 13 ár.
„Ég var í frjálsum íþróttum frá 6–15
ára aldri og hef alla tíð verið í íþrótt-
um, tók einkaþjálfarann árið 2006 og
hef þjálfað óslitið síðan,“ segir Hjalti
Már. „Mér finnst gaman að hjálpa fólki
og sjá það ná árangri, það gefur mér
svo mikið.“
Margir viðskiptavinir hans hafa
orðið góðir kunningjar hans í ræktinni,
enda samskipti þjálfara og viðskipta-
vinar sem æfa saman í langan tíma
mikil.
Hjalti Már býður upp á einkaþjálf-
un, paraþjálfun og hópaþjálfun. Auk
þess að bjóða upp á mælingar og
matarprógrömm. Viðskiptavinir eru
á öllum aldri og af báðum kynjum.
„Einkaþjálfunin er vinsælust, en para-
þjálfun er líka vinsæl,“ segir Hjalti Már.
„Mér persónulega finnst skemmti-
legra að vera með fólkið hjá mér, mér
finnst það gefa mér meira,“ segir
Hjalti Már aðspurður hvort hann bjóði
upp á fjarþjálfun.
Hjalti Már er einnig með hópatíma
hjá Reebok. „Þeir eru ætlaðir til að
styrkja kvið og mjóbak, ég skipti tím-
um yfirleitt í þrennt, byrja á fótum, fer
svo í efri partinn og enda á kviði og
mjóbaki. Síðan endum við á teygjum
í lokin.“
Til að hafa samband við Hjalta
Má má hringja í síma 867-3531 eða
senda tölvupóst á hjaltimar77@gmail.
com.
Umsagnir:
„Með markvissum æfingum, jákvæðri
hvatningu og dassi af húmor kom
Hjalti okkur hjónum aftur af stað
í ræktina eftir langt sófaset-
utímabil. Hjalti er ljúfur og
þægilegur í samskiptum,
en gefur engan afslátt
af æfingum þó að
aðlögun æfinga sé
sjálfsagt mál. Ár-
angurinn lét ekki á
sér standa og kom
það mér á óvart
að fara úr tveimur
aumum armbeygj-
um í upphafi yfir í
30 eftir tímabilið.
Ég, sem þoldi ekki
armbeygjur, var farin
að taka þær nokkrar
heima hjá mér milli tíma.
Við mælum heils hugar
með Hjalta.“ -Bryndís Eva
Jónsdóttir.
„Ég er 15 ára strákur og eftir
að ég byrjaði í einkaþjálfun hjá
Hjalta hef ég náð miklum
framförum, ég æfi fótbolta
og þar hefur sérhæfð
þjálfun nýst mér vel.
Einnig hefur árangurinn
gefið mér aukið sjálfs-
traust.“ -Tristan Þór
Það gefur mér mikið að hjálpa
fólki og sjá það ná árangri
HJALTI MÁR KÁRASON ÞJÁLFAR HJÁ REEBOK FITNESS
Hjalti Már Kárason
Eiríkur Ágúst Brynjarsson einka-þjálfari, eða Gústi eins og hann er betur þekktur, á fyrirtækið
Betri heilsa – Betra líf, sem býður upp
á einkaþjálfun í Sporthúsinu í Kópavogi,
fjarþjálfun og matarráðleggingar.
„Ég glímdi sjálfur við ýmis heilsu-
vandamál þegar ég var yngri,“ segir
Ágúst, sem er 27 ára gamall. „Ég var
búinn að reyna allt og alla kúra, var að
sleppa þessu úr mataræðinu og bæta
öðru við, en ekkert gekk til lengdar. Ég
missti einhver kíló einn mánuð og bætti
þeim við aftur næsta mánuðinn.“
Gústi kynntist síðan hópi sem lagði
fyrst og fremst áherslu á mataræðið,
frekar en hreyfinguna. Þar átti hann
helst að passa upp á neyta ráðlags
skammts af próteini og borða jafnt
og þétt yfir daginn og á tveimur árum
missti hann 30 kíló. „Fólk fór eðlilega að
spyrja mig hvernig ég hefði farið að því
og ég að segja því frá og gefa því góð
ráð. Síðan fór fólk að mínum ráðum og
fór að ná árangri, sem veitti mér mikla
ánægju,“ segir Gústi.
Sótti um einkaþjálfaranám
á síðasta degi
Í kjölfarið sótti hann um einkaþjálfara-
námið í Keili á síðasta degi umsóknar-
frestsins og komst inn. „Ég varð bara
heillaður af náminu og hellti mér út í að
læra sem mest.“
Vinir Gústa skoruðu á hann að byrja
með like-síðu á Facebook
og heimasíða er í vinnslu.
„Flestir viðskiptavinir
mínir hafa bætt líf sitt,“
segir Ágúst, „þótt allir hafi
kannski ekki endilega misst
mikinn fjölda kílóa. Ég er
mikið á móti skyndilausn-
um/kúrum og vil frekar að
fólk þjálfi jafnt og þétt og
geri þetta að lífsstíll.
Ég gef leiðbeiningar um
mataræði, en er meira að
benda á hvernig þú átt að
borða, frekar en hvað þú
átt að borða. Ég er ekki með grjóthörð
matarplön. Fjölskyldufólk er til dæmis
ekki að fara að hlýða því til lengri tíma
að borða kjúkling, sætar kartöflur og
soðið grænmeti. Allar uppskriftir sem
ég er með henta vel, hvort sem er fyrir
einn eða heila fjölskyldu.
Ég hitti alla sem eru í fjarþjálfun
hjá mér minnst einu sinni áður en þeir
byrja, hafi þeir tök á því, og tek þá í
líkamsstöðu- og ástandsgreiningu. Þá
sé ég hver helstu stoðkerfavandamálin
eru. Ég býð fólki að koma í ákveðin þol-
próf og hreyfipróf, og þá sé ég kannski
einhver vandamál sem viðkomandi
jafnvel vissi ekki af.“
Býður upp á smáforrit til að halda
utan um æfingar
„Það er algengt að fólk í fjarþjálfun
fái blað með æfingum sem það á að
gera og síðan hefur viðkomandi ekki
hugmynd um hvernig hann á að gera
þær,“ segir Gústi. „Ég býð fólki hjá mér
upp á að fá aðgang að appi, sem heitir
Trainerize. Þá eru þar myndbönd sem
ég hef tekið af sjálfum mér eða af
netinu. Þú ýtir á æfinguna og skoðar
hana í tölvunni heima eða í snjallsíman-
um þegar þú ert í ræktinni ef þú manst
ekki hvernig þú átt að gera æfinguna.“
Gústi skráir æfingu og hversu oft á
að gera hana og hvaða þyngd á að
nota. Viðskiptavinurinn merkir svo við
þegar hann lýkur æfingunni.
Gústi býður viðskiptavinum sínum
upp á mælingu og eru þær upplýsingar
skráðar inn í appið. Þannig getur hann
séð kúrfu af þyngd og árangri, auk þess
sem hlaða má árangursmyndum inn.
Hætti viðskiptavinur í þjálfun í ákveðinn
tíma og byrjar síðan aftur geymast
einfaldlega upplýsingar hans í appinu.
Fylgist ávallt með árangri sinna við-
skiptavina
„Jafnvel þó að einhver hætti hjá mér,
þá mun ég alltaf fylgjast með við-
komandi af og til,“ segir Gústi. „Hvort
viðkomandi sé enn að æfa, ná árangri
og svo framvegis. Viðskiptavinir mínir
vita að þeir geta alltaf heilsað upp á
mig og fengið ráðleggingar þó að þeir
séu ekki að æfa hjá mér akkúrat þá
stundina. Þeir vita að þeir eru orðnir
hluti af þessari litlu fjölskyldu.“
Gústi hefur laðað að sér ýmsa við-
skiptavini sem eiga við verki eða yfir-
þyngd að stríða, þar sem hann hefur
sjálfur reynslu af slíku. „Margir sem
leita til mín eiga einhverja vanda-
málasögu vegna hreyfingarleysis eða
meiðsla en auðvitað er fjöldinn allur af
fólki sem vill bara fínpússa árangurinn
í ræktinni. Mér finnst ekkert skemmti-
legra en sjá fólk ná árangri og bæta
lífsgæðin.“
Afsakanir eru ekki í boði
„Ég get orðið grimmur þegar fólk kemur
með afsakanir, ég vil frekar að fólk
mæti á æfingu og við bara teygjum
á eða gerum eitthvað uppbyggjandi,“
segir Gústi. „Ef þú ert einu sinni búinn
að nýta þér afsökun þá muntu nýta
hana aftur.“ Á miðvikudögum setur
Gústi inn æfingu á Facebook-síðuna
sína, æfingu sem taka má hvar sem er,
hvort sem er heima fyrir eða á hótel-
herbergi erlendis. „Árangur tekur sér
ekki frí,“ segir Gústi.
„Árangur tekur sér aldrei frí“
NOTAR EIGIN REYNSLU TIL AÐ
HJÁLPA VIÐSKIPTAVINUM AÐ
ÖÐLAST BETRA LÍF
Fyrir og eftir Gústi breytti um lífsstíl.