Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 27
27Helgarblað 26. janúar 2018
Sum fyrirtæki senda bara
starfsmann út í búð.
Það kostar ekkert því hann er
hvort sem er í vinnunni
Ávextir alla daga vinnuvikunnar
kosta um 550 kr. á mann.
Hamborgaratilboð kostar hátt
í 2.000 kallinn, einu sinni.
Ávaxtabiti um miðjan morgun
eða um nónið, getur bjargað
deginum þegar starfsmenn eru
orðnir orkulausir. Vinnuveitendur
geta hagnast nokkuð á því.
Þegar fyrirtæki eru í áskrift hjá
Ávaxtabílnum, þurfa þau aldrei
að muna að panta – ávextirnir
koma bara.
Ef fyrirtæki í áskrift vill breyta
pöntun sinni, er hún kölluð fram
á heimasíðu okkar, breytt og send
inn – gæti ekki verið einfaldara.
Fyrirtæki í áskrift
fá 20% afslátt af
veislubökkum okkar.
Starfsmenn Múlalundar
sjá um alla tiltekt ávaxtanna
fyrir Ávaxtabílinn og fá svo
að sjálfsögðu ávexti upp á borð
hjá sér alla vikuna
ódýr
Nú eru
góð ráð
www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110
Ávaxtaðu betur
Þ
að er farið að styttast í að
Ísland sparki í fyrsta sinn í
bolta á heimsmeistaramóti
í knattspyrnu. Strákarn-
ir okkar halda til Rússlands í júní
og verður lið Argentínu fyrsti and-
stæðingur okkar í Moskvu þann
16. júní. 23 íslenskir knattspyrnu-
menn verða í hópnum en margir
koma til greina.
Ljóst er að erfitt getur orðið fyrir
Heimi Hallgrímsson að velja hóp-
inn. Nokkur stór hluti af hópnum
á öruggt sæti í flugvélina til Rúss-
lands ef heilsan klikkar ekki. Það
eru hins vegar nokkur laus sæti
sem margir berjast um, Heimir
mun velja hóp sinn í maí og því er
tíminn til þess að tryggja sig inn í
hópinn að verða minni. Ég ákvað
að setjast í stól Heimis Hallgríms-
son og velja HM-hópinn minn ef
hann yrði valinn í dag, valið var
erfitt og margt getur breyst þangað
til í maí. Til að mynda er Kolbeinn
Sigþórsson öruggur í hópinn ef
hann nær sér af meiðslunum.
Í hópnum verða að vera þrír
markverðir og var erfitt að skilja
Ingvar Jónsson úr honum, ég
ákvað að taka sjö varnarmenn en
níu miðjumenn. Á miðjunni er
Theodór Elmar Bjarnason sem
getur leikið sem bakvörður, þess
vegna eru færri varnarmenn en
eðlilegt væri. Ég tæki svo Albert
Guðmundsson með á kostnað
Rúnars Más Sigurjónssonar en Al-
bert er mest spennandi leikmaður
Íslands í dag.
Framherjarnir eru svo fjórir en
Kjartan Henry Finnbogason líður
fyrir það að vera líkur Birni Berg-
manni Sigurðarsyni og Jóni Daða
Böðvarssyni. n
hoddi@433.is
Ef ég
væri
HEimir
MarkMenn
n Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
n Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Ögmundur Kristinsson (Exelsior)
VarnarMenn
n Birkir Már Sævarsson (Valur)
n Ragnar Sigurðsson (Rostov)
n Kári Árnason (Aberdeen)
n Ari Freyr Skúlason
(Lokeren)
n Sverrir Ingi Ingason
(Rostov)
n Hörður Björgvin Magnússon
(Bristol City)
n Jón Guðni Fjóluson
(Norrköpping)
MiðjuMenn
n Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City)
n Emil Hallfreðsson (Udinese)
n Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
n Birkir Bjarnason (Aston Villa)
n Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
n Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
n Rúrik Gíslason (Sandhausen)
n Theodór Elmar Bjarnason (Elazığspor)
n Albert Guðmundsson (PSV)
SóknarMenn
n Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
n Alfreð Finnbogason (Augsburg)
n Jón Daði Böðvarsson (Reading)
n Björn Bergmann Sigurðarson
(Molde)
„Til að mynda
er Kolbeinn
Sigþórsson öruggur í
hópinn ef hann nær sér
af meiðslunum.