Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 37
Útlit og heilsaHelgarblað 26. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Birkir Vagn er menntaður íþróttafræðingur sem starfar í World Class Laugum þar sem hann býður upp á hópþjálfun sem ber nafnið MGT. Gríðarleg aðsókn er í tímana og eru yfir hundrað manns á biðlista. „Ég vinn við að þjálfa í World Class Laugum og hef gert í fjögur ár, en alls eru átta ár síðan ég byrjaði að þjálfa,“ segir Birkir Vagn. „Fyrir þrem- ur árum útbjó ég hópþjálfun sem ég kalla MGT, sem hefur verið uppbókað í í rúmt ár og yfir hundrað manns eru á biðlista. Þetta eru 15 manna hópar og fólk sem er vant að vera í hóp finnur sig þarna, frekar en að vera eitt í salnum að lyfta. Þjálfunin er klukkutími í hvert sinn, þar sem þarf að leysa verkefni ýmist einn, með félaga eða með þremur öðrum. Fólk getur komið með félaga eða eitt og sér en þarna hafa skapast vina- bönd. Sem dæmi má nefna að ein sem þjálfar hjá mér gifti sig í sumar og bauð vinkonum sem hún kynntist í þjálfuninni hjá mér.“ Mikið gert úr félagslega þættinum „Ég geri mikið úr félagslega þættinum og er með viðburð á þriggja mánaða fresti, við erum með árshátíð, þrek- mót einu sinni á ári og fleira, þannig að fólk hefur fleira að hlakka til en bara að mæta á æfingar,“ segir Birkir Vagn. Fjölbreytnin skapar vinsældir „Þjálfunin felst í því að það er aldrei sama æfingin, einn tími getur verið stöðvaþjálfun, svo næst eru þungar lyftingar, svo á þriðju æfingu eru cardio-æfingar, ég tel að þetta hafi átt þátt í hvað hópþjálfunin er vinsæl. Þetta er þriðja árið sem ég er með hana og sumir hafa verið með frá byrjun og aldrei farið tvisvar á sömu æfingu hjá mér,“ segir Birkir Vagn. Sá yngsti í þjálfuninni er 18 ára og elsti 45 ára, þannig að aldursbilið er breitt, flestir eru þó um þrítugt. „Þetta eru erfiðar ægingar en samt er alls konar fólk að æfa, sem leggur hart að sér og nær árangri samkvæmt því. Þjálfunin hentar fyrir alla.“ Birgir Vagn þjálfar níu 15 manna hópa sem eru fullskipaðir mánuð eftir mánuð, síðan eru yfir 100 manns á biðlista. Þjálfunin hefur ekki ver- ið auglýst fram að þessu, heldur er eingöngu um að ræða vitnisburð manna á milli, sem hefur leitt til þess að MGT-hópþjálfunin er jafn vinsæl og eftirsótt og raun ber vitni. Birkir Vagn fer með iðkendur á útiæfingu, þegar verður leyfir, og sjálfur er hann hrifinn af að fara út að æfa. „Ég hef til dæmis farið á róluvöll og nýtt mér leiktækin sem eru þar.“ Ein regla er ófrávíkjanleg „Ég er með þá reglu að fólkið sem er hjá mér sé mætt þar til að ná árangri. Ef fólk er hjá mér „af því bara“, þá spyr ég viðkomandi hvort önnur þjálf- un henti ekki betur fyrir hann. MGT á að snúast um að hreyfa sig, hafa gaman og ná árangri.“ Fá má frekari upplýsingar um MGT-hópþjálfunina í síma 864-6589 eða með því að senda tölvupóst á birkirvagn@hotmail.com. MGT-hópþjálfun slær í gegn BIRKIR VAGN – YFIR HUNDRAÐ MANNS Á BIÐLISTA EFTIR ÞJÁLFUN Lífið er kærleikur HJÁ KÆRLEIKSSETRINU STARFA: FRIÐBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR-HEIL- UN, RÁÐGJÖF, BÆNA OG KJARNAHRINGIR, FRÆÐSLUFYRIRLESTR- AR, GUÐRÚN ÍVARS- DÓTTIR- HEILUN, MIÐL- UN, SKYGGNILÝSINGAR OG SPÁR, ÍRIS RÖGN- VALDSDÓTTIR- HEIL- UN, SPÁ OG MIÐLUN, ÞURÍÐUR GUÐMUNDS- DÓTTIR- REIKINÁMSKEIÐ, HEILUN, FJARHEILUN OG HEILUNARMYNDIR, DEE- DOLORES MARY FOLEY- HEILUN, REIKIHEILUN, MIÐLUN, SKYGGNILÝS- INGAR OG SPÁR, HELGA BJARNADÓTTIR- HEIL- UN OG MIÐLUN OG MARKÞJÁLFUN, AGNES ÞÓRHALLSDÓTTIR- KÆRLEIKSHRINGURINN, ÞORSTEINN SVERISSON- TALNA- OG STJÖRNU- SPEKI Kærleikurinn ræður ríkjum að Þverholti 5 í Mosfellsbæ, en þar er Kærleikssetrið til húsa, sem Friðbjörg Óskarsdóttir stofnaði árið 2005. Þar er hægt að panta einkatíma, sækja námskeið og hug- leiðslustundir eða koma í hópvinnu. „Hér hjá Kærleikssetrinu fjöllum við um allt sem lýtur að þroska manneskjunnar, jafn andlegum, sál- rænum og líkamlegum þroska, því bæði verður að rækta líkamann og innri mann og sál,“ segir Friðbjörg. Kjarninn mannræktarskóli Friðbjörg leiddi áður hópstarf hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands, en árið 2007 stofnaði hún ásamt fleiri konum Kjarnann, mannræktarskóla Kærleiksseturs. Markmið skólans er að aðstoða fólk við að tengjast eigin kjarna og eflast í að hlusta á innsæið. „Grunnur kennslunnar er „Kjarna- vinna,“ sem er sjálfsvinna þar sem aðaláhersla er lögð á að tengjast kjarnanum, tengingu við æðra sjálfið, innri þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum líf okkar nú og fyrri líf, auka næmnina og tengjast hæfileikum okkar, einnig efling í að hlusta á innsæið, sem er í raun það eina í lífinu sem er fullkomlega treystandi. Einnig að styrkja sjálfs- myndina,“ segir Friðbjörg. Allar tilfinningar eiga rétt á sér „Það er gott að viðurkenna allar tilfinningar, bæði góðar sem slæm- ar, og ekki að byrgja inni neikvæðar tilfinningar, heldur vinna úr þeim,“ segir Friðbjörg. Hún telur að kenna mætti einstaklingum mun fyrr slökun og sálarrækt, „það ætti að byrja snemma að kenna börnum sálar- rækt og slökun, bara sem fyrst í grunnskóla.“ Kærleikssetrið hefur upp á margt að bjóða Á meðal þess sem boðið er upp á í Kærleikssetrinu eru einkatímar, námskeið, fyrirlestrar, skyggnilýs- ingar, barnahópar, heilun og opið hús svo aðeins eitthvað sé nefnt. Í Kærleikssetrinu er einnig rekið lítið gallerý þar sem meðal annars eru til sölu hugleiðsludiskar, reyk- elsi , myndlist og skart. Kærleikssetrið er að Þverholti 5, Mosfellsbæ. Sími 567-5088 og netfang kaerleikssetur@kaerleiks- setur.is Heimasíða: kaerleikssetrid. is og Facebook: Kaerleikssetrid. Mosfellsbae. MARKMIÐ KÆRLEIKSSETURSINS ER UPPBYGGING LÍKAMA OG SÁLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.