Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 53
Vikublað 26. janúar 2018 53 Tengslaröskun sem orsakast af ótta og hvernig sumir þrá og forðast náin sambönd á sama tíma. Ímyndaðu þér að dreyma um að komast í gott og náið ástarsam-band og binda enda á einmana- leika sem hefur truflað þig, jafnvel árum saman. Eftir átján Tinder-deit gerist það svo einn daginn að þú rekst á hina einu réttu og allt smell- ur bara! Þér finnst þú virkilega hafa höndlað hamingjuna, enda varstu að finna sálufélagann. Svo líða nokkrir mánuðir og sambandið er í himnalagi þar til einn daginn að hann/hún horf- ir í augun á þér, segist elska þig og langa að vera með þér þar til þið verðið bæði gömul. Þá flæðir óttinn að eins og svartur sjór og þér finnst eins og þú munir hreinlega drukkna í þessari skuldbindingu. Saman að eilífu?! Ó nei! Þú gerir þitt besta til að láta eins og allt sé í góðu en auðvitað er ekki hægt að leyna kvíðanum enda- laust enda ertu farinn að haga þér undarlega bæði í orði og á borði. Þá flækirðu málin enn meira með því að reyna að útskýra þetta allt saman en auðvitað geturðu það ekki með góðu móti enda varstu yfir þig ástfanginn skömmu áður og því engin raunveruleg skýring á því hvað gerðist. Í þessari misheppnuðu viðleitni til að útskýra það sem þú getur ekki einu sinni skilið virkar þú eins og tilfinningalegur þurfalingur í andlegu ójafnvægi og eftir því sem þér líður verr og verr byrjar nýi „sálufélaginn“ byrjar að draga sig til baka enda lofar stemningin ekki góðu framhaldi á þessu sambandi. Næstu vikurnar versnar ástandið og smátt og smátt og á endanum fer allt í hnút. Þegar sambandið slitnar svo í sundur þá þyrmir algjörlega yfir þig og þú hugsar, eina ferðina enn: „Hvað í fjandanum gerðist hérna!?“ Varnarmúrinn sem heldur þér frá öðru fólki Ef þú kannast við þessar lýsingar eru töluverðar líkur á að tilfinn- ingalegu varnirnar þínar séu úr lagi gengnar og þú haldinn því sem á fagmálinu kallast tengslaröskun en orsökina má iðulega rekja til áfalls eða áfalla sem fólk verður fyrir í bernsku. Í þessari grein er fjallað um tengslaröskun sem grund- vallast á ótta en á ensku kallast hún fearful-avoidant. Áföllin geta valdið því að fólk þróar með sér varnarkerfi, sem heldur ætti að kalla varnarmúr, því stundum veldur hann einfaldlega félagslegri einangrun. Manneskja sem forðast tilfinningalega nánd með þessum hætti les minnstu boð og merki frá öðru fólki sem einhvers konar aðsteðjandi ógn og bregst við með því að draga sig í hlé, ögra og fæla fólk í burtu eða slíta tengslin án málalenginga. Vörnin tekur hvorki tillit til rökhugsunar, né þarfa viðkomandi sem fullorðinnar manneskju, fyrir ást og kærleika. Varnarmekkanism- inn reiknar nefnilega út að það sé farsælla fyrir viðkomandi að vera dapur og einmana, og um leið örugg/ur, en að liggja í sárum út af tengslamyndun við annað fólk. Brennt barn forðast eldinn Sálfræðikenningar um tengsla- myndun hafa varpað ljósi á hvernig þetta ferli fer af stað en eins og fyrr segir má rekja upptök tengsla- röskunar til barnæsku. Þetta getur gerst með ýmsum hætti. Til dæmis ef barn upplifir of langan aðskiln- að frá móður sinni eða annarri forráðamanneskju sem á að vera uppspretta öryggis og huggunar. Þá getur afleiðingin orðið sú að sársaukinn og kvíðinn verður til þess að barnið forðast að koma nálægðinni á aftur. Eða eins og máltækið segir: Brennt barn forðast eldinn. Tengslaröskun myndast einnig þegar manneskjan (foreldri eða forráðamaður) sem barnið leitar verndar og huggunar frá, ógnar barninu. Öskrar eða leggur jafnvel hendur á á það. Þá verður hinn svokallaði verndari jafn ógnvekj- andi, og jafnvel hræðilegri, en ógnin sem barnið reyndi í fyrstu að forða sér frá. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður verða þannig ofurnæm á boð eða merki um að ógn eða höfnun sé yfirvofandi og upp úr því forðast þau að upplifa tilfinningalega nánd, án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. Ógnandi framkoma og/eða van- ræksla foreldranna getur þannig orðið til þess að barnið gefst upp á því að reyna að mynda tengsl, – fyrst við foreldra sína og síðar annað fólk, jafnvel þótt það þrái ekkert heitar. Eða eins og segir í fyrirsögninni: Komdu, nei farðu! Syndir feðranna Í mörgum tilfellum er löng saga á bak við það að fólk kemur út úr uppeldi sínu með tengslaröskun af þessu tagi; syndir feðranna ef svo mætti að orði komast. Foreldri, sem sjálft er „fearful-avoidant“ og hefur verið beitt ofbeldi í æsku (og oft á fullorðinsárum líka) getur sjaldan sefað lítið barn eða veitt því huggun með góðu móti. Jafnvel eigin börnum ef áföllin voru því alvarlegri. Á fullorðinsárum þrá „fearful-avoidant“ manneskjur að tilheyra og upplifa nánd við annað fólk en líður svo skyndilega mjög illa þegar nándin verður „of mikil“. Yfirleitt gerir viðkomandi sér enga grein fyrir eigin hegðun, né því að orsakir vandamála hans í starfi og einkalífi megi rekja beint til þess hvernig hann les aðsteðjandi ógn frá minnstu merkjum og bregst við samkvæmt því þótt ógnin eigi ekki við nein rök að styðjast. Stundum líður fólki með tengslaröskun eins og það sé bæði vanmetið og misskilið af öðrum og þá sérstaklega þegar það á eftir að læra að leggja mat á eigin hegðun og átta sig á því að það er vanalega fyrst til að ögra og síðar hafna nándinni og skuldbindingunni sem stóð þeim jafnvel alltaf til boða. Það er í rauninni ekkert að þér Ef þér, lesandi góður, finnst þessar lýsingar hljóma kunnuglega, og jafnvel óþægilega, þá máttu vita að það er ekkert óeðlilegt við Komdu – nei, farð u! „ Í þessari mis- heppnuðu viðleitni til að út- skýra það sem þú getur ekki einu sinni skilið virkar þú eins og tilfinningalegur þurfalingur í andlegu ójafnvægi og eftir því sem þér líður verr og verr byrjar nýi „sálufélaginn“ að draga sig til baka enda lofar stemn- ingin ekki góðu framhaldi á þessu sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.