Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir Á gúst Guðmundsson situr nú í alræmdu fangelsi í Taílandi, Pattaya Remand, vegna árásar á starfsfólk verslunar í borginni Pattaya á suðurströnd Taílands. Nokkrir Ís- lendingar hafa heimsótt Ágúst þrátt fyrir að hafa ekki þekkt hann áður og þar á meðal er Tryggvi Daníel Sigurðsson. Hann segir í samtali við DV að Ágúst hafi bor- ið sig vel þrátt fyrir krappan kost en erfitt er að ná svefni á nóttunni þar sem nærri þrjátíu fangar deila fangaklefa. Allir sofa á gólfinu. Höfðu áhyggjur af landa sínum Það vakti talsverða athygli þegar DV greindi frá handtöku Ágústs í nóvember en árás hans á starfsfólk náðist á myndbandsupptöku. Atvikið átti sér stað síð- astliðið sumar og fjöll- uðu erlendir fjölmiðlar, svo sem breska dag- blaðið Daily Mail, um það. Ágústi var neitað um afgreiðslu á áfengi sem varð til þess að hann beitti piparúða á starfsmennina og stal sígarettum og freyðivíni. Hann gæti fengið þungan dóm þar sem vopni var beitt og vörur teknar úr versluninni. Stuttu eftir jól fór einn með- limur Facebook-hóps Íslendinga í Taílandi að hafa áhyggjur af samlanda sínum vitandi af honum í steininum í Pattaya, „enda vistin í taílenskum fangelsum eins ömurleg og hugsast getur“, líkt og hann orð- aði það. Í kjölfar þess rann mörgum Íslendingum blóðið til skyldunnar og þótt þeir þekktu Ágúst ekkert þá gerðu þeir sér ferð í fangelsið. Sefur á gólfinu með 29 mönnum Einn þeirra, Tryggvi Daníel Sig- urðsson, segir að Ágústi hafi fyrst og fremst þótt vænt um móralskan stuðning og að geta talað íslensku við annan mann. Tryggvi er stadd- ur í Taílandi, í þó nokkurri fjarlægð frá Pattaya, og gerði sér ferð til að hitta Ágúst. Tryggvi segir að þeir þekkist lítið sem ekkert þótt þeir hafi verið saman í grunnskóla á sínum tíma. „Ég gerði mér ferð þangað, það var einn búinn að heimsækja hann á undan mér. Maður fékk ekki að tala við hann lengi, þetta hafa verið svona tíu mínútur, korter í mesta lagi. Ef þú ert að velta fyrir þér vistinni, þá er maturinn þarna mjög slakur. Síðan eru það aðallega þrengslin sem eru helsta vanda- málið. Hann sagði að þeir væru 30 saman í herbergi, það væri víst mis- jafnt, en hann ætti erfitt með svefn. Þeir gætu ekki sofið allir í einu. Ekki pláss fyrir þá alla á gólfinu. Það er reyndar algengt hérna, alla vega í sveitinni, fólk sefur bara á gólfinu, á dýnu náttúrlega en samt á gólf- inu,“ segir Tryggvi. Breskur fangi myrtur Taílensk fangelsi hafa löngum ver- ið þekkt fyrir að vera óvenjuslæm og er Pattaya Remand-fangelsið engin undantekning frá því. Árið 2014 var greint frá því að breskur ferðamaður, Sean Flanagan, hefði verið barinn til dauða í fangelsinu en hann var þar vegna gruns um að hafa stolið vespu. Annar fangi réðst á hann og varð honum að bana en yfirvöld í Taílandi sögðu fjölskyldu hans að hann hefði dottið af vegg. Áralöng barátta fjöl- skyldunnar leiddi annað í ljós. Tryggvi segir að ekki hafi verið heyra á Ágústi að hann væri í hættu. „Hann bar sig mjög vel og þeir eru þarna fjórir útlendingar sem halda hópinn. Þeir borða saman. Hann var ekkert að sníkja peninga eða neitt slíkt, honum þótti bara gott að fá heimsókn og tala íslensku við einhvern. Það má leggja einhverja upphæð á hann, fimm þúsund krónur held ég. Fyrir það getur hann fengið sér kaffi- skammta og brauð. Hann vildi ekki meina að hann væri í neinni hættu. Fyrstu dagana eru menn varir um sig en, nei, hann talaði ekki um það,“ segir Tryggvi. n n Ágúst var handtekinn fyrir árás í verslun n Á erfitt með svefn Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Hann sagði að þeir væru 30 saman í herbergi Krappur kostur Ágúst sefur við svona aðstæður. Handtekinn Árás og handtaka Ágústs náðist á upptöku. Harvard kannast ekki við Eyþór Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er ekki með gráðu í hagsögu frá Harvard Business School. Áberandi er á Facebook- síðu Eyþórs, sem og í kynningu á honum á vef Sjálfstæðisflokksins að hann hafi verið í framhalds- námi við hinn virta Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum. DV fékk hins vegar þau svör hjá skrifstofu Harvard Business School að engar upplýsingar væru til um nemanda að nafni „Eyþór“ eða „Arnalds“ og nem- andi með því nafni hefði aldrei útskrifast úr Harvard eða stund- að þar nám í meira en sjö vik- ur. „Ég finn hann hvergi í okkar gögnum, það er samt möguleiki á að hann hafi sótt stutt námskeið við stjórnunarskóla Harvard, það yrði þá að vera undir sjö vik- um,“ sagði starfsmaður Harvard Business School í samtali við DV. Eyþór brást ekki vel við spurn- ingum DV um námið. „Hver er spurningin? Hvort ég hafi verið í Harvard? Það liggur fyrir. Það er staðreynd.“ Eyþór hafnar því alfarið að vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Þetta er ekki gráða heldur stjórnenda- nám, ýmsir stjórnendur, þar á meðal á Íslandi hafa sótt slíkt nám. Ég hef hvergi sagt að ég hafi útskrifast þaðan enda gerði ég það ekki.“ Telur Eyþór að vangaveltur um nám hans séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga: „Það er margt gagnlegra fyrir borgina en að reyna að koma höggi á sam- herja. Það ekkert sem dregur stjórnmálin eins mikið niður og stjórnmálamenn sjálfir, eða þeir sem vilja vera stjórnmálamenn.“ Ef Facebook-síða Eyþórs er skoðuð má sjá Harvard koma þar þrisvar fyrir og einum stað stendur einfaldlega: Útskrif- aðist úr Harvard 2010. ari@pressan.is Útskrifaður á Facebook Eyþór hef- ur gert mikið úr menntun sinni í Harvard og segir á Fésbók að hann hafi útskrifast þaðan árið 2010. Engar tónsmíðar Athygli vekur að Eyþór gerir mikið úr námi sínu við Harvard en minnist ekki á burtfararpróf sitt í sellóleik og framhaldsmenntun í tónsmíðum í Hollandi. Sefur á gólfinu í alræmdu fangelSi Í vikunni var greint frá því að 18 ára gamall hælisleitandi frá Marokkó hefði orðið fyrir hrottalegri lík- amsárás á Litla-Hrauni. Mun drengurinn, sem er í haldi vegna ítrekaðra tilrauna til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip, hafa verið að spila körfubolta í íþróttahúsi fang- elsisins þegar árásin átti sér stað. Samkvæmt heimildum DV höfðu tveir fangar sig mest í frammi, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, en hópur annarra fanga tekið þátt í henni. Samkvæmt heimildum DV hafði ungi hælisleitandinn átt í deilum við hóp fanga um nokkurt skeið. Gengu hótanir á víxl þar til upp úr sauð með hinum framan- greinda voveiflega hætti. Baldur hefur meira og minna setið í fangelsi frá sautján ára aldri. Hann hefur ítrekað ratað í frétt- irnar fyrir átök við sam- fanga sína í gegnum árin. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyr- ir tvær líkamsárásir sem framdar voru með nokkurra mánaða millibili á útivistar- svæðinu á Litla-Hrauni. Sú fyrri var sérstaklega hrottaleg en þá makaði hann saur í munn samfanga auk þess að slá hann í höfuð og líkama. Þá greindi DV frá því í júlí 2017 að Baldur hefði lent í átökum við annan fanga, Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinsson, á gervigrasvelli við fangelsið. Styrmir hafði haft Baldur undir í átökunum en þá brást Baldur við með því að bíta stykki úr efri vör Styrmis og spýta því út úr sér. n Baldur og Trausti lúbörðu hælisleitandann Baldur Kolbeinsson Hefur ítrekað lent í átökum við samfanga sína. Trausti Rafn Henriksson Verður 22 ára gamall á árinu. Hann situr inni fyrir ýmis fíkniefnalagabrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.