Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Side 12
12 lífsstíll Helgarblað 26. janúar 2018 V igdís Howser Harðardóttir er 24 ára vegan, femínisti, aktívisti, rappari og ljóð- skáld. Vigdís varð græn- metisæta fyrir um sex árum. Fyrir rúmu ári ákvað hún að hætta að neyta allra dýraafurða og gerðist vegan. Vigdís segir að allir sem neyta dýraafurða séu þátttak- endur í ofbeldisiðnaði. Hún seg- ir mjólkuriðnaðinn sérstaklega ofbeldisfullan. Innan hans ríki hrottaleg nauðgunarmenning sem fáir vilji ræða um, að sögn Vigdís- ar. „Beljum er nauðgað fyrir mjólk […] Við þurfum að endurskoða hvað við erum að gera þegar við fáum okkur mjólkurglas og hvað við erum að segja með því.“ Femínisti og vegan „Ég var og er rosalega mikill femínisti og varð svo vegan. Fyrir mér fellur þetta saman í eitt,“ segir Vigdís. Hún tekur reglulega þátt í aktívisma og er virk í alls konar Facebook-hópum sem berjast fyrir málefnum dýra og kvenna. „Ég og vinkona mín höfum mikið rætt okkar á milli um nauðgunar- menningu í mjólkuriðnaðinum. Okkur hefur langað að byrja um- ræðu um það inn á Facebook-hóp sem berst gegn nauðgunarmenn- ingu. Þegar rætt er um nauðgunar- menningu gleymist oft að ræða um karlmenn, samkynhneigða og trans- fólk til dæmis. Aðrar tegundir gleym- ast. Ekki að það sé ekki rosalega mikil vægt að ræða um konur, þar sem konur verða fyrir hvað mestu of- beldi. En umræðan um nauðgunar- menningu hefur verið máluð af hvíta femínismanum. Allir nema hvíta konan gleymast,“ segir Vigdís. Opnaði umræðu á Facebook Vigdís ákvað að deila færslu inn á Facebook-hóp þar sem barist er gegn nauðgunarmenningu. „Ég deildi mjög áhugaverðri grein eftir Benjamín Sigurgeirsson sem birtist á vef Kvennablaðsins. Greinin er um misbeitingu valds og ofbeldi gagnvart ómennskum dýrum í landbúnaði hér á landi. Með færslunni skrifaði ég að beljum væri nauðgað fyrir mjólk og sagði að þetta væri umræða sem væri mikilvægt að taka og hefði hingað til verið hundsuð og þögguð. Lokað var fyrir umræðu við færsluna. Það var sagt að um- ræðan væri ekki þolendavæn og ekki viðeigandi þarna inni. Þetta er ekki aktívistahópur ef aðeins nokkrir sérvaldir einstaklingar, sem eru „admin“ í hópnum, mega segja til um hvað er viðeigandi aktívismi þarna inni og hvað ekki,“ segir Vigdís og bætir við að hún hafi ekki verið sú fyrsta til að ræða um nauðgunarmenningu innan mjólkuriðnaðarins í hópnum. „Færslan sem ég setti inn var í raun fjórði þráðurinn um þetta mál- efni. Hinum þremur hafði verið eytt. Áður en lokað var fyrir ummæli und- ir færsluna mína sagði einn með- limur hópsins að enginn nærðist á nauðgun kvenna. Í raun var með- limurinn að viðurkenna að beljum sé nauðgað, en væri einhvern veginn í lagi því fólk nærðist í kjölfarið. Mér finnst þessi hugsun mikil afturför.“ Öllum dýrum nauðgað Hvernig er nauðgunarmenning innan mjólkuriðnaðarins? „Beljum er nauðgað. Beljur geta ekki gefið samþykki. Við skilgrein- um nauðgun sem að neyða ein- hvern til kynferðislegra athafna gegn vilja einstaklingsins eða án þess að fá samþykki hans. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er beljum nauðgað,“ segir Vigdís og heldur áfram: „Þetta er gert við öll dýr í dýra- iðnaðinum. Ég er ekki að segja að þetta sé alveg eins og þegar kon- ur eru beittar ofbeldi, alls ekki. En það þýðir samt ekki að það megi ekki tala um það. Nú þegar við erum komin á þann tíma að samfélagið er í auknum mæli að ræða um ofbeldi gagnvart dýrum og bregðast við því, þá má skoða hvernig það er rekið stálspjót upp í klofið á belju til að gera hana ólétta, „barnið“ svo tekið frá henni og mjólkin. Af hverju erum við, mannfólkið, að setja okkur á hærri stall bara af því að við erum önnur tegund. Þetta er tegundarhyggja.“ Sjálf þolandi kynferðisofbeldis Vigdís þekkir kynferðisofbeldi af eigin raun. Hún segir að vera þol- andi hjálpi henni að sjá ofbeldið út frá sjónarmiði og upplifun dýr- anna. „Ég tengi ofbeldið sem dýrin upplifa mikið við að hafa sjálf lent í ofbeldi. Ef ég væri önnur tegund myndi enginn hlusta á mig eða tala um ofbeldið. Mér finnst hryllingur að hugsa til þess. Ég lít á dýr sem tilfinningaverur. Margir gera það ekki, sem mér finnst óskiljanlegt.“ Konur og dýr sett í sama flokk Tungumál og orðræða eru mikil- vægir þættir í umræðunni að sögn Vigdísar. „Það er mjög oft verið að bera konur saman við dýr. Eins og ef kona lendir í hrottalegu ofbeldi er oft sagt: „Það var komið fram við hana eins og dýr.“ Ef fólk myndi hlusta á tungumálið sem viðkem- ur konum, beljum, svínum og öðr- um dýrum, myndi það sjá hvern- ig þetta er sett í sama flokk,“ segir Vigdís sem er að læra kynjafræði við Háskóla Íslands og hefur mik- inn áhuga á náminu. „Ég hef verið að skoða tengingu milli mansals og beljuiðnaðar- ins. Konur eru hlekkjaðar í búr, þeim er nauðgað og síðan eru af- kvæmi þeirra tekin af þeim og seld áfram. Það er komið fram við kon- ur í mansali eins og dauðar verur sem hafa engan annan tilgang en að framleiða. Tungumálið og til- finningarnar eru teknar af þeim. Þetta er nákvæmlega það sem við gerum við beljur.“ Myndir þú segja að mjólkur- iðnaðurinn væri sökudólgurinn? „Ekki bara iðnaðurinn heldur einnig neytendur hans. Áður viss- um við ekki betur og héldum að mjólk væri holl og góð fyrir okk- ur. Nú vitum við betur. Iðnaðinum er stjórnað af milljarðamæringum sem hugsa aðeins um hagnað. Við þurfum ekki á mjólk að halda. Sér- staklega hér á Íslandi þar sem er mikið og fjölbreytt úrval af öðruvísi mjólk og mjólkurvöru. Ef fólk ákveð- ur að það vilji ekki taka þátt í þess- um iðnaði lengur getur það mjög auðveldlega breytt um lífsstíl,“ segir Vigdís. Ofbeldisiðnaður „Fólk sem neytir dýraafurða yfir- höfuð er að taka þátt í ofbeldis- iðnaði. En innan mjólkuriðnaðarins sérstaklega er það þessi nauðgunar- menning sem viðgengst. Ég er ekki að segja að fólk sé slæmt eða vont fyrir að taka þátt í þessum iðnaði. En mér finnst alveg mega ræða um þetta. Ég vil taka það fram að þessi umræða er ekki til að ráðast á eða ásaka neinn. Ég er ekki að ráðast á femínista fyrir að einblína á konur en ekki dýr. Það er alls ekki tilgang- ur umræðunnar. Tilgangurinn er að byrja umræðu fyrir dýrin,“ segir Vig- dís og bætir við: „Ég er samt að benda á að aktív istar sem eru vanir að berj- ast fyrir málefnum sem fólk lítur á sem tabú, eins og stafrænt kyn- ferðisofbeldi og kynferðisofbeldi gegn fötluðum, eru ekki tilbúnir að taka umræðu fyrir dýrin. Mér finnst skrýtið að sama fólk og berst í #metoo-byltingunni loki algjör- lega á þessa umræðu og vilji ekki taka þátt í henni.“ n „Beljum er nauðgað“ Vigdís segir nauðgunarmenning u ríkja innan mjólkuriðnaðarins „Fólk sem neytir dýraafurða er að taka þátt í ofbeldisiðnaði Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Hlutir sem þú vissir ekki að væru vegan Hér er ýmislegt sem þú vissir ekki að væri vegan og væri *ekki* vegan. DV fékk aðstoð frá Viggu Þórðar og Sæunni Ingibjörgu Marinósdóttur, sem eru vegan, við gerð list- anna. Þeir eru langt frá því að vera tæmandi. Hlutir sem eru vegan n Oreo-kex n Svart Doritos n Dökkt Nóa hátíðar pralín n Dökkar súkkulaðirúsínur n Flest brauð n Flest pasta n Margir Toro-pakkar (Listi yfir vegan Toro-pakkana á Vegan Ísland Facebook-hópnum) n Betty Crocker mix, ef þú sleppir eggjum og olíu og setur eina dós af Kristal kolsýrðu vatni í staðinn. n Appelsín n Malt n Franskar n Skittles Hlutir sem eru ekki vegan n Kerti (Það eru til sérstök vegankerti) n Eldspýtur n Ódýr vín og sumir bjórar n Hunang n Dekk (Eru til vegan) n Almennt tannkrem er oft með mjólk n Oft rauður matarlitur n Flest amino (Til veganamino frá Now) n Flest hlaup (Til vegan frá BUBS) n Cheerios og Kellogg's kornflögur n Pestó n Majónes Af hverju eru þessir hlutir ekki vegan? n Vín og bjór: Sundmagi úr fiskum er notaður í framleiðsluferlinu. Í hefð- bundnum vínum er ekki notað slíkt og eru þau vegan. n Amino: Fuglafjaðrir til að gefa kreatín n Kerti: Býflugnavax n Rauður matarlitur: Kramdar rauðar pöddur n Hlaup: Hófar, bein og skinn n Cheerios og Kellogg's kornflögur: UV-geislað kólesteról unnið úr ullarfitu. n Pestó: Inniheldur ost Kúabóndi ósammála DV hafði samband við Aðalstein Hall- grímsson, kúabónda, og spurði hvað honum fyndist um umræðuna um að beljum sé nauðgað. „Ég er algjörlega ósammála því. Það er ekki hægt að nauðga skepnu með þessari aðferð. Þetta er ákveðin aðferð sem er kölluð „að sæða kú,“ þegar sæðið er sett í kúna. En þetta er ákveðið sjónarmið og ég er ekki sam- mála þessari túlkun,“ sagði Aðalsteinn. Vegan og femínisti Vigdís Howser er aktívisti og vill opna umræðu um nauðgunarmenningu innan mjólkuriðnaðarins. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.