Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 24
24 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 26. janúar 2018 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 Þetta er að í Krýsuvík Auglýsa eftir frambjóðendum Það eru fleiri en Sjálfstæðis­ menn sem ætla að bjóða fram í Reykjavík í vor. Ef marka má yfirlýsingar þá munu borgar­ búar hafa val um rúmlega tólf framboð. Framboð þarf 4,3% greiddra atkvæða til að ná inn manni, þegar miðað er við þá 91 þúsund sem voru á kjörskrá síðasta haust og lélega kjör­ sókn í höfuðborginni undan­ farin ár þá þarf hver borgarfull­ trúi rétt rúmlega 2.500 atkvæði til að komast inn. Sem dæmi um gróskuna í stjórnmálunum þá auglýsti Margrét Friðriks- dóttir, frumkvöðlafræðing­ ur og vinkona Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, eft­ ir áhugasömum til að fara í framboð í Reykjavík í vor. Það verður mikil flóra í komandi kosningum og það er góður möguleiki á að nýtt fólk láti ljós sitt skína í ráðhúsinu við Tjörn­ ina, jafnvel þú lesandi góður. Mogginn bíður þingmanni til útlanda Á fimmtudag tilkynnti Morgun­ blaðið um fimm heppna áskrif­ endur sem hlutu í vinning gjafabréf fyrir tvo til Cleveland í Bandaríkjunum. Svo vildi til að meðal þeirra heppnu er al­ þingismaður og svo skemmti­ lega vill til að það er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti Friðbertsson, þing­ maður flokksins í Norðaust­ urkjördæmi, getur tekið sér frí frá Alþingi á næstunni og skellt sér til Cleveland. Lítið hefur farið fyrir Njáli á þingi en hann settist fyrst á þing árið 2016. Hann situr meðal annars í fjárlaganefnd og atvinnu­ veganefnd og er formaður Ís­ landsdeildar NATO­þingsins. Spurning vikunnar Viltu fá fleiri eftirlitsmyndavélar á göturnar? „Ekkert endilega. Mér finnst þetta ekki mikið vanda- mál.“ Arna Björg Reynisdóttir „Já, þær veita aukið öryggi.“ Auðunn Logi Þorvaldsson „Það má bæta þeim við í miðbænum.“ Einar Jónsson „Já, þess vegna. Sérstaklega í miðbænum.“ Linda Björg Hólm Þ að er staðreynd að Með­ ferðarheimilið í Krýsuvík hefur bjargað mannslífum. Margir eiga þaðan góðar minningar og munu tengjast staðnum ævilangt. Í Krýsuvík hef­ ur unnið gott fólk sem hefur vilj­ að láta gott af sér leiða. Þá er mik­ ilvægt að til sé meðferðarstofnun sem býður upp á langtímameðferð fyrir okkar veikasta fólk. Þeir sem hafa náð árangri hafa reiðst um­ fjöllun DV sem hefur sagt frá mis­ notkun, óttastjórnun og fjármála­ óreiðu. Það þýðir ekki að brotið hafi verið kynferðislega á öllum skjólstæðingum, sem betur fer. En það er alvarleg krísa í Paradís og stjórnendur neita að horfast í augu við vandann. Þetta er að í Krýsuvík. Á síð­ asta ári var Krýsuvíkursamtökun­ um úthlutað 106 milljónum á fjár­ lögum. Rúmar níu milljónir fóru í glæsikerru fyrir forstöðumann meðferðarheimilisins á sama tíma og Sigurlína, stjórnarformað­ ur Krýsuvíkursamtakanna, hefur kvartað undan hversu lítið fé sam­ tökin hafa á milli handanna. Það var ekki einu sinni hægt að kaupa nagladekk fyrir bílinn sem ferjar ráðgjafa og aðra starfsmenn upp í Krísuvík. Á sama tíma voru keypt dekk fyrir þrjú hundruð þúsund undir glæsikerruna. Óeðlileg samskipti forstöðu- manns við skjólstæðinga Ótal heimildarmenn DV hafa upp­ lýst að Þorgeir Ólason, forstöðumað­ ur heimilisins, hafi átt í óeðlilegum samskiptum við kvenkyns skjól­ stæðinga heimilisins, jafnvel ástar­ samböndum. Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarformaður samtakanna, hef­ ur staðfest það og Þorgeir hefur verið sendur í tveggja mánaða leyfi. Starfsmenn í kynlífs- og ástar- samböndum við skjólstæðinga DV hefur sagt frá þremur öðrum starfsmönnum sem hafa átt kyn­ ferðislegt samneyti með skjól­ stæðingum. Einn þeirra hefur ver­ ið kærður til lögreglu. Falleinkunn frá Landlækni Landlæknir gerði úttekt á starf­ semi og meðferð heimilisins árið 2016 og gerði nokkrar alvarlegar athugasemdir. Hálfu ári síðar fylgdi Landlæknir úttektinni eftir en þá kom í ljós að stjórnendur höfðu virt athugasemdir hans að vettugi. Það virðist þó ekki hafa haft nein­ ar afleiðingar gagnvart Landlækni eða velferðarráðuneytinu sem veitir heimilinu fjárframlög. Þvert á móti, því fjárframlögin hafa auk­ ist frá því úttektin var gerð. Enginn að störfum eftir klukkan fjögur Helsta gagnrýni Landlæknis var að engir starfsmenn væru á heimilinu eftir klukkan fjögur á daginn og enginn um helgar. Afstaða stjórn­ enda heimilisins var og er enn sú að því fyrirkomulagi verði ekki breytt. Stóraukin fjárframlög ríkisins síðustu ár Meðferðarheimilið hefur um árabil notið framlaga frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Lengst af nam framlagið um 70 milljónum króna. Árið 2015 óskaði Sigurlína opinberlega eftir því að framlag­ ið yrði hækkað upp í 105 milljónir, því „staðan á okkur er sú að við rétt skrimtum.“ Árið 2016 var fram­ lagið hækkað í 106 milljónir og árið 2018 verður það 114 milljón­ ir króna. Skrimta á glæsikerru Samtökin keyptu í maí í fyrra stór­ an pallbíl sem með öllu kostaði vel á tíundu milljón króna. Kostnað­ urinn nemur því tæplega 10 pró­ sentum af því fjárframlagi sem samtökin njóta frá ríkinu á ári. Bíllinn var keyptur fyrir forstöðu­ manninn. n „Samtökin keyptu í maí í fyrra stóran pallbíl sem með öllu kostaði vel á tíundu milljón króna. Kostnað- urinn nemur því tæplega 10 prósentum af því fjár- framlagi sem samtökin njóta frá ríkinu á ári. Bíll- inn var keyptur fyrir for- stöðumanninn. V ið í Vinstri grænum höfum ekki rætt málið sérstak­ lega, það eina sem hægt er að segja um málið er það sem kom fram í máli ráðherra. Ég fylgi mínum formanni hvað þetta varðar, við óskuðum ekki eft­ ir afsögn á sínum tíma. Málið er í ákveðnu ferli innan stjórnkerf­ isins og innan þingsins, ég held að við eigum bara að leyfa því að ganga yfir. Við tökum svo afstöðu ef til þess þarf. V ið erum að vinna að því núna að fá stjórnskip­ unar­ og eftirlitsnefnd Alþingis til að fara yfir hvort ráðherra hafi vísvitandi brotið af sér í starfi. Ef sú ran sókn leiðir af sér, það sem ég held að hún muni leiða af sér, að ráðherra hafi vísvitandi farið á svig við stjórnsýslulög til þess að skipa aðila sér þóknanlega í dómarastöður þá er það mjög alvarlegt brot í starfi. Af þeim sökum ætti hún að segja af sér. Í ljósi þess vantrausts gagnvart dómstólum og dómsmálaráð­ herra, þá ætti Sigríður Ander­ sen að taka frumkvæðið sjálf og segja af sér. MEð og á Móti – Afsögn sigríðAr Á. Andersen dómsmÁlArÁðherrA Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna MEð á Móti Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.