Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 58
Vikublað 26. janúar 2018 58 Ekki einungis var verkefnastaðan í kvikmyndabransanum flöktandi á árunum fyrir hrun, heldur reyndist sumum jafnvel erfitt að fá greitt eftir að verkefnunum var lokið. Skiljanlega þráði hún festu og meira fjárhagslegt öryggi og á sama tíma langaði hana líka til að mennta sig meira og styrkja þannig reynsluna sem hún hafði öðlast í þessu starfi, sem hún segist alltaf hafa fílað í botn. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið mikið í uppsteypu“ Eftir að hafa pælt í næstu skrefum og skoðað vandlega hvaða þekk­ ing gæti reynst góð viðbót skráði Kidda sig í húsgagnasmíði í Iðn­ skólanum í Reykjavík og lauk síðar sveinsprófi með ágætum. Í kjölfarið starfaði hún sem húsasmiður í um tvö ár, aðallega í innanhússmíði og við nýbyggingar. Spurð að því hvort þessi heimur hafi ekki verið karllægur segir hún að vissulega hafi svo verið en að húsasmíða­ meistarinn sem hún starfaði fyrir hafi verið mjög jafnréttissinnaður og því hafi hún lítið fundið fyrir mismunun, að minnsta kosti frá vinnufélögunum. Svo var hún ekki eina stelpan sem hann hafði undir sínum væng heldur voru þær þrjár á einu tímabili sem störfuðu sem smiðir eða smíðanemar hjá fyrir­ tækinu. Hvað karlamenninguna varðar segir hún að stemningin á kaffistofunni hafi oft verið mjög umbúðalaus. Samskiptin hafi verið blátt áfram og gagnsæ og þannig lagað mjög hressandi. „Það er oft í þessu ósagða sem fólk á erfitt með að staðsetja sig. Það myndast einhver svona hræsni í andrúmsloftinu en þegar fólk þorir að tala opinskátt og segja sinn hug þá virkar það oft hressandi á mann. Þetta „passive aggressive­ ness“ er svo óþolandi í samskipt­ um. Starfið fannst mér líka mjög skemmtilegt. Við vorum mikið að setja upp gipsveggi, innréttingar og þess háttar en líka utanhúss­ klæðningar. Ég get ekki sagt að ég hafi verið mikið í uppsteypu. Veit bara sirka hvernig það er gert, hef steypt grunn til dæmis, en ég þekki þennan hluta starfsins ekki nógu vel til að ég geti bara hent mér í að steypa eina blokk frá grunni. Ég var meira svona innismiður,“ útskýrir Kidda með tilheyrandi handahreyf­ ingum en undir það síðasta starfaði hún að mestu sjálfstætt sem húsa­ smiður fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og kvartaði aldrei undan verkefnaskorti enda allt í blússandi góðæri. Varð ólétt, lagði frá sér hamarinn, lærði félagsráðgjöf og fór að vinna við Game of Thrones Á því herrans ári 2007 varð Kidda barnshafandi að eldri syni sínum, Þóri Sólbjarti. Þá hafði hún verið í sambandi í nokkur ár og fannst kominn tími til að stækka fjöl­ skylduna. Með aðstoð frá Art Med­ ica varð hún ólétt að frumburðin­ um og svo aftur árið 2009 þegar sonurinn Ellert Orri kom undir. Eins og aðrar óléttar konur lagði hún frá sér hamarinn og hætti í vinnunni þegar leið á meðgönguna enda fæðingarorlof framundan. Þótt allt hafi verið á fljúgandi siglingu fyrir hrun skipuðust veður fljótt í lofti og flestir vita hvernig staða iðnaðarmanna var haustið 2008. Aftur blasti fjárhagslegt óöryggi við svo Kidda afréð að nú væri tími til kominn að skrá sig í háskóla og aftur settist hún á skólabekk. Í þetta sinn varð félagsráðgjöf fyrir valinu og Kidda útskrifaðist úr því fagi árið 2010. Hún segist oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna það hafi tekið hana svo langan tíma að finna endanlega sína fjöl en eftir því sem aldurinn, og þroskinn hafi færst yfir sjái hún alltaf betur og betur að líklegast var athyglisbresti um að kenna. „Ég átti mjög erfitt með ein­ beitingu þegar ég var krakki og átti því ekkert sérstaklega farsæla skólagöngu. Hélt jafnvel að ég gæti ekkert lært. Á þessum árum voru krakkar ekkert greindir með ADD eða ADHD, maður var bara þessi skapandi týpa – og þótt ég gæti lokið prófum þá hafði ég alltaf þessa hugmynd í kollinum að ég gæti ekkert farið í háskóla. Það væri bara fyrir aðra. Fyrir mér var háskólanámið því einhvers konar áskorun og ég lauk henni. Var einmitt búin með eitt ár á meist­ arastigi þegar aftur varð stórkost­ legur viðsnúningur í lífinu. Ég fékk símtal frá framleiðslufyrirtækinu Pegasus og var boðin vinna við Game of Thrones sem ég þáði enda frábært verkefni. Í kjölfarið byrjaði ég aftur að vinna sem verktaki í kvikmyndabransanum; tók meðal annars þátt í verkefnum á borð við Fortitude 1 og 2, Ófærð, varð með í alls konar stórum auglýsingaver­ kefnum, inn­ og erlendum og svo vann ég líka í Bretlandi við gerð þáttanna The Tunnel sem byggja á norrænu þáttunum Broen, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kidda glöð í bragði. „Þegar ég fékk fastráðninguna hjá Sagafilm fannst mér ferill minn sem framleiðandi taka stórt stökk fram á við. Ég hef staðsett mig betur og betur og öðlast framtíðar­ sýn sem framleiðandi en þar fyrir utan er þetta fyrirtæki stútfullt af hæfileikaríku og frábæru fólki og hreint út sagt frábær vinnustaður!“ Fann ástina í óvæntu konuboði Það má segja að nú sé þessi 44 ára rokkari endanlega búinn að kasta akkerinu, skjóta rótum og finna fjölina sína. Hún sér fram á bjarta tíma í starfi og einkalífi enda blómstrar hvort tveggja sem aldrei fyrr. Skömmu eftir að hafa skrifað undir samninginn við Sagafilm rataði ástin til hennar, einmitt þegar hún átti þess síst von. Sú heppna heitir Eva Björk Kaaber, er menntuð í sviðslistum og starfar jafnframt með leikhópn­ um Kviss Bang Búmm sem hefur gert góða hluti, meðal annars í Austur­Evrópu. Þær Kidda hittust í konuboði og þar stóðu örlögin tæpt því minnstu mátti muna að Kidda fengi ekki pössun þetta kvöld. „Ég var sko alls ekki á leiðinni í samband og var ekkert að leita. Hafði verið skilin í fimm ár, átt í einu fjarsambandi í millitíðinni og var einhvern veginn mjög sátt við lífið eins og það var. Ég reiknaði ekkert með því að komast í þetta konu boð en þegar pabbi bauðst allt í einu til að passa þá ákvað ég að skella mér og þarna hitti ég hana Evu mína fyrst þannig að sem bet­ ur fer fór ég!“ segir hún og ljómar af gleði, enda yfir sig ástfangin. „Í kjölfarið fórum við að tala saman á netinu og ég heillaðist upp úr skónum. Tveimur vikum síðar kom hún svo á deit til mín og það má segja að hún hafi ekkert farið heim eftir það, nema bara til að ná í krakkann,“ segir Kidda og skellir upp úr en þegar þær kynntust hafði Eva nýlokið fæðingarorlofi og átti tuttugu mánaða gamla dóttur, Guð­ rúnu Teódóru, sem nú er þriggja ára. „Okkur líður báðum eins og við séum komnar heim enda erum við algjörir sálufélagar. Svo gerðist bara allt mjög hratt. Nú höfum við fest kaup á sætu einbýlishúsi saman og þar búum við ásamt börnum okkar í góðu yfirlæti. Það er eins og við Eva höfum alltaf átt að vera saman og það er satt að segja alveg ótrúlega góð tilfinning. Mér finnst ég heppnasta kona í heimi.“ „Ég átti mjög erfitt með einbeitingu þegar ég var krakki og átti því ekkert sérstaklega farsæla skólagöngu. Hélt jafnvel að ég gæti ekkert lært.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.