Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 19
Helgarblað 26. janúar 2018 fréttir 19 miðjan júnímánuð og birtir gúrú- inn myndir af því máli sínu til stuðnings. Segir mæðgurnar hafa snöggreiðst Í tímalínu Rajneesh kemur næst fram að í lok júní hafi hafist 21 dags hvíld, svokölluð „dulræn rós“ (e. mystic rose retreat). Af tíma- línu Rajneesh að dæma virðist sú hvíld hafa verið viðburðalítil utan þess að íslensk móðir konunn- ar kom á svæðið. Þann 20. júlí var hvíldinni lokið og þá fór allt í háa- loft. Rajneesh segir að konan og móðir hennar hafi krafist þess að fá afhent upprunalega vottorðið um að hún væri hluthafi til að geta afhent bandaríska ræðismann- inum á svæðinu og fengið áritun. Rajneesh sagðist hafa samþykkt að gefa henni afrit til að hún fengi vegabréfsáritun en vottorðið (e. Original Share Certificate) fengi hún ekki fyrr en kaupmálinn væri samþykktur. Rajneesh segir að þá hafi þær mæðgur trompast og sagt hann leiðtoga sértrúarsöfnuðar sem heilaþvægi fylgjendur sína og gerði þá að þrælum sínum. Rajneesh segir að vegna þessa hafi hann ákveðið að taka samninginn, sem hafði ekki verið skjalfestur, og rifta honum fyrir framan þær mæðgur. Hann segir að þá hafi þær orðið bálreiðar og hótað honum öllu illu. Hann segir að örfáum dög- um síðar hafi konan farið í skjóli nætur og síðar hafi hann komist að því að hún hefði haft á brott með sér 200 þúsund pesóa og ýmsa skartgripi. Svo leið nokkur tími og þann 7. september kærði konan hann til lögreglu og þann sama dag birtist frétt í fyrrnefndu Que Qui dag- blaði. Þar var rætt við þá íslensku, þótt hún sé ekki nafngreind, og sagt að Rajneesh sé svikahrappur. Þann 5. desember birti sama blað svo aðra frásögn frá konunni þar sem Rajneesh var sagður dáleiða konur með aðstoð fíkniefna og láta þær taka þátt í orgíum. Myndböndin séu svo birt á vefsíðu, og birti dagblaðið skjá- skot af síðunni þar sem mátt sjá „blörraðar“ myndir af konunni. Síðan er ekki lengur virk og eftir því sem DV kemst næst var lénið skráð degi fyrir birtingu greinar- innar. Í samtali við DV segir Rajneesh að hann sjái sig tilneyddan að bregðast við þessum ásökunum sem hann segir alfarið rangar. Hann hafi aldrei hótað henni en viðurkennir þó að hann hafi gengið á eftir því að hún skilaði demants hring að verðmæti um 800 þúsund króna. Hann segir að konan hafi síðar gengið til liðs við andstæðinga hans en hann full- yrðir að ungur maður hafi reynt að myrða hann á afmælisdegi hans á dögunum. Rajneesh telur að sá piltur hafi verið á vegum and- stæðinga sinna. Svarti galdur Víkur nú að hlið íslensku konunn- ar og ásakana hennar á hendur Rajneesh. Hún segir hann hættu- legan leiðtoga sértrúarsöfnuð- ar og hikar ekki við að kalla hann morðingja. DV ræddi við konuna og kveðst hún ekki hafa verið í ástarsambandi með Rajneesh en hún hafi látið blekkjast af honum þegar hún fór á hugleiðslusetrið. Hann sé öflugur dáleiðandi. Hún segir að fljótlega eftir að hún kom á hugleiðslusetrið hafi Rajneesh veitt henni óeðlilega mikla athygli og ausið hana gjöfum. Hún segir hann nú standa í herferð gegn henni og öðrum sem segi sannleikann um hann. „Við höfum ýmsar sögur og sannanir um hversu slæmur og geðveikur þessi maður er. Við erum að reyna að taka hann nið- ur. Við höfum verið að búa til heimasíðu um þennan mann og láta fólk vita hvernig maður hann er,“ segir konan og vísar á ýms- ar vefsíður. Þar er Rajneesh sagð- ur tengjast hvarfi Michael Naut, þýsks ríkisborgara, í nágrenni við hugleiðslusetrið. Rajneesh er enn fremur sagður hafa dreift nektar- myndum af átján ára stúlku. „Black Cobra“ sérsveitin Frásögn konunnar er á þá leið að ástargúrúinn hafi reynt að þröngva fyrrnefndum eignarhlut í setrinu upp á hana og þegar henni hugnaðist það ekki þá hafi hann hótað að myrða hana og fjölskyldu hennar á staðnum. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem einhver hafi verið myrtur á hugleiðslusetr- inu. Hún segir á vefsíðunni að hún hafi tekið fyrrnefndan hring með sér þar sem hún hafi þurft að fara í flýti. Hún birtir skjáskot af skila- boðum Rajneesh þar sem hann virðist hóta henni svarta galdri. Þá víkur sögu að „Black Cobra“ sérsveitinni en íslenska konan fullyrðir í umfjöllun á einni vefsíðunni að maður að nafni Chinmayo, sem hún segir helsta þræl gúrúsins, hafi hótað að sérsveitinni yrði beitt ef hún myndi ekki skila hringnum. Hún hafi óttast þessa sérsveit og því skilað hringnum. DV spurði Rajneesh út í „Black Cobra“ sérsveitina og virtist hann ekki neita tilvist hennar. „Ég á marga fylgismenn í Rússlandi og mikið af mínu fólki þar elskar mig. Já, ég er með rússnesk sambönd en ég myndi aldrei beita þeim nema til varnar,“ svaraði Rajneesh. Íslenska konan segir í samtali við DV að „Black Cobra“ sé rússnesk mafía sem sé víða í Evrópu. „Þeir voru að hóta mér og fjölskyldu minni að senda „Black Cobra commando service“ á okkur og drepa okkur. Hann er bara farinn í hausnum,“ segir íslenska konan, sem er komin til Íslands. Segist ekki hafa verið með gúrúnum Að hennar sögn vildi gúrúinn að hún tæki við hugleiðslusetrinu. „Ég hef verið skyggn síðan ég var krakki og hef séð orkur. Hann notaði það að hann vissi að ég sæi orku og árur. Hann notaði það að ég væri með þessa fjólubláu orku. Hann sagði að lærimeistari hans hefði birst honum og sagt honum að ég ætti að taka við staðnum,“ segir konan og bætir við að hún hafi ekki kært sig um að eiga hlut í setrinu. Hún segir að henni hafi þótt eins og hann vildi vera með henni og það hefði hún ekki kært sig um. „Hann var með átján ára stelpu sem var hrein mey, ég veit ekki hvort þetta sé satt. Hann birti myndir af henni þar sem hún er nakin. Hún vildi ekki vera með honum áfram þannig að hann sagði við hana: ef þú vilt ekki vera með mér þá bara hefni ég mín. Hann fann alla Facebook-vini hennar, allt niður í tíu ára stelpur, og sendi þeim nektarmyndir af henni. Hann er það klikkaður og hún missti alla vini sína,“ segir konan og kveðst óttast manninn mjög. Hún segir að gúrúinn hafi verið að snerta hana og hún hafi ekki kært sig um það. „Ég hélt að hann væri svona eins og þegar fólk elskar allt, svona gúrúar, þeir eru alltaf að snerta allt fólk. Ég var alveg að knúsa hann stundum en aldrei meira, bara hálfa mínútu eins og venjulegt fólk. Maður er nær fólki sem maður heldur að sé gott. Þannig að hann lét fólk halda að ég væri kærasta hans og mér leið illa yfir því,“ segir konan. „Þrælabúðir“ Hún segir Rajneesh hættulegan falsgúrú. „Hann þykist vera upp- lýstur maður á leið guðs en hann er bara með þrælabúðir. Fólk er að vinna frítt og í staðinn fær það hugleiðslu og jóga ókeypis. Ég fór þarna og sem betur fer sá ég í gegnum hann. Ég kalla þetta „cult“ lið. Ég var ekki að sjá í gegn- um hann fyrst þar sem þetta er sið- blindur maður sem er ekki heill á geði. Við tókum okkur saman og birtum sögur um hann og því er hann að reyna að láta mig líta illa út. Hann er, held ég, búinn að vera að eitra fyrir fólki með plöntu sem heitir [...] sem heldur sálinni í burtu frá fólki. Ég veit ekki alveg hvort það sé satt en allavega þegar þú kem- ur inn í búðirnar, þá sérðu að það er ekki sál inni í fólki, það er eitt- hvað skrýtið, allavega þeir sem eru búnir að vera þarna lengi. Þeir eru mjög skrýtnir og tala ekki mikið við þig, eins og þeir séu vélmenni. Allir byrja að breytast eitthvað og orkan þarna er mjög skrýtin, því hann er búinn að hugleiða lengi en hann er ekki á vegum guðs, hann er á vegum djöfulsins,“ segir konan og er mikið niðri fyrir. Hún segist hafa leitað til fjöl- miðla í Mexíkó til að vara við Rajneesh. „Ég vildi að fólk færi ekki þangað. Þeir sögðu við mig að þeir hefðu drepið fólk áður og sent fólk til að drepa annað fólk. Ég hef fengið fullt af líflátshótunum í gegnum símann og líka mamma mín og bróðir minn,“ segir konan. Að hennar sögn hafi hún og móðir hennar þurft að flýja af setrinu og hafi þær óttast líf um sitt. „Við vorum dauðhrædd í langan tíma, við gátum ekki sofið í tvo sólar hringa. Það hafa aðrir flúið eftir að ég birti þetta. Allt þetta sem hann segir um mig er hrein lygi,“ segir hún. Hún segir að sín helstu mistök hafi verið að sjá ekki fyrr í gegnum Rajneesh. „Ég var þarna nánast í tvo mánuði. Það var hugleiðsla í 21 dag og þess vegna dvaldi ég lengur,“ segir konan sem fullyrðir að hún hafi tilkynnt lögreglu á Íslandi um málið. n Rajneesh og íslenska konan Meðan allt lék í lyndi. Lúxussetur Af myndum á Facebook að dæma virðist hugleiðslusetrið vera vinsælt meðal ungra Vesturlandabúa. Músík Fáar myndir eru af Rajneesh á Facebook þar sem hann er ekki ber að ofan. Quequi Pervert og gúrú segja fjölmiðlar í Mexíkó. „Hann þykist vera upplýstur maður á leið guðs en hann er bara með þrælabúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.