Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir F jölmiðlafólk á Íslandi starfar á fjölbreyttum vett- vangi og enginn dagur er eins. Málin sem tekin eru til umfjöllunar eru jafn mismun- andi og þau eru mörg og snerta allt litróf mannlífsins. Á sama tíma þrengir stöðugt að starfs- umhverfi fjölmiðla á Íslandi, starfsöryggið er lítið sem ekkert, samkeppnin yfirdrifin og vinnu- tíminn allt annað en fjölskyldu- vænn. Persónuárásir og hót- anir um málsóknir eru daglegt brauð. Það er því óhætt að full- yrða að flestir þeir sem kjósa að starfa á vettvangi fjölmiðla eru fyrst og fremst drifnir áfram af hugsjón. Í seinasta tölublaði DV voru nokkrir af þekktustu lögfræðing- um landsins beðnir um að rifja upp eftirminnilegar sögur af ferlinum. Í þetta sinn leitaði DV til valinkunnra einstaklinga úr fjölmiðlastétt og kennir þar ým- issa grasa. n Hvernig kom það til að þú fórst að starfa í fjölmiðlum? „Ég byrjaði í lögfræði og fór svo í frönsku og fór svo til Frakklands sem skiptinemi. Þar var Vigdís Finnbogadóttir gerð að heiðursdoktor við Montpellier-háskóla. Mig langaði svo að taka viðtal við hana og gera því skil í fjölmiðlum heima, en ég hafði aldrei tekið viðtal áður. Þarna hugsaði ég hvað það gæti verið skemmtileg starf. Eftir að ég byrjaði síðan í stjórnmálafræði hitti ég samnemanda sem sagði mér frá starfi sínu á Fréttastofu útvarpsins og það fyrsta sem ég hugsaði var: „Ókei, hvar fæ ég þessa vinnu? Hvar get ég sótt um hana?“ Ég fékk síðan vinnu á fréttastofunni, byrjaði sem næturfréttamaður og síðan komu dagvaktir og síðan sjónvarpið og síðan færði ég mig yfir á Stöð 2. Og ég hef aldrei litið til baka. Þarna ákvað ég að vera fréttamaður. Ég var búin að finna mína hillu og mér hefur alltaf fundist ég vera á þessari hillu. Forvitnin drífur mig áfram og ég held að forvitnin sé einn mikilvægasti eiginleikinn sem þú getur haft í þessu starfi. Ég myndi segja að ég væri mjög ástríðufullur blaða- og fréttamaður. Ég sé frétt í öllu sem ég heyri í umhverfinu. Ég er með ofboðslega mikla réttlætiskennd og ég fæ mikið út úr því að geta miðlað. Miðlað sannleikanum. Svo elska ég að segja sögur af fólki. Nú er ég komin í blaðamennsku eftir að hafa verið í sjónvarpi í mörg ár en ég er ennþá að fást við nákvæmlega það sama: segja sögur fólks og taka á gölluðum kerfum, gölluðum lögum og óréttlæti.“ Erfiðasta/átakanlegasta málið sem þú hefur fjallað um? „Þegar ég gerði úttekt á Guðmundar og Geirfinnsmálunum árið 2011. Ég varð hreinlega heltekin. Það sem var erfiðast í þessu öllu saman var að skynja allan þennan sársauka og sorg. Ég held að þú þyrftir að vera ómennskur til að taka þetta ekki inn á þig og réttlætiskenndinni var illilega misboðið. Þetta er auðvitað ekkert annað en mannlegur harmleikur. Seinasta haust, þegar ég síðan gerði sjónvarpsþátt um rangar sakargiftir Erlu Bolladóttur, þá upplifði ég þetta aftur. Þetta mál snýst um svo miklu meira en þessi tvö mannshvörf.“ Manstu eftir einhverri eftirminni- legri/vandræðalegri/furðulegri uppákomu sem þú hefur lent í, til dæmis í beinni útsendingu eða á vettvangi fréttaflutnings? „Ójá! Fyrsta sumarið mitt í fréttamennsku fékk ég það verkefni að skrifa frétt úr Morgunblaðinu sem ég átti síðan að flytja í síðdegisfréttatímanum á laugardegi. Ég náði ekki að klára að skrifa fréttina, hafði aldrei verið blaðlaus í beinni og ætlaði að reyna að klóra mig fram úr þessu með því að semja fréttina í útsendingunni. Þegar ég var komin inn í hljóðverið þá gjörsamlega fraus ég. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja heldur stundi og blés eins og búrhvalur. Í beinni útsendingu! Þetta er án efa eitt hræðilegasta augnablikið sem ég man eftir og ég var gjörsamlega eyðilögð. Ég þakka bara fyrir að þetta fór ekki á flug á netinu, sem betur fer var þetta fyrir þann tíma. En samt þykir mér svolítið vænt um þetta móment þegar ég horfi til baka þar sem þetta kenndi mér að það er nú bara eðlilegt að gera mistök.“ Hefur þér verið hótað í kjölfar fréttaflutnings eða fengið á þig kæru? Hafa störf þín í fjölmiðl- um einhvern tímann haft áhrif á persónulegt líf þitt? „Mér hefur margsinnis verið hótað, en ég hef ekki fengið á mig kæru. Eitt sinn átti ég símtal við mjög háttsettan mann í samfélaginu og stóð í þeirri trú að þetta væri einkasamtal á milli okkar. Síðar hótaði hann mér að birta upptöku af símtalinu. Þetta var vissulega mjög óþægilegt, enda ýmislegt sem þú lætur flakka þegar þú stendur í þeirri trú að samtalið fari ekki lengra. Ég hef fengið á mig lögfræðinga og þurft að ráðfæra mig við lögfræðinga vegna mála en ég hef blessunarlega ekki verið dregin fyrir dóm.“ Hvaða máli eða umfjöllun ertu stoltust af? „Ég verð að nefna Guðmundar og Geirfinns- málið aftur. Það er tvímælalaust það mál sem ég er stoltust af á mínum fjölmiðlaferli. Eftir að ég lagði fram dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar fór nokkurs konar keðjuverkun af stað og leiddi til að mynda til þess Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður var tilbúinn að tjá sig um málið eftir öll þessi ár. Þarna voru ættingjar Sævars og Erlu búnir að berjast um á hæl og hnakka. Þetta spilaði allt saman og leiddi til þess að Ögmundur Jónasson skipaði nefnd til að rannsaka málin. Þarna sá ég líka að stundum snýst þetta einfaldlega um að vera á réttum stað á réttum tíma. Þannig getur andrúmsloftið í samfélaginu verið þér hliðhollt í ákveðnum málum.“ Hvernig kom það til að þú fórst að starfa í fjölmiðlum? „Ég var landafræði-, stjórnmála- og fréttanörd frá unga aldri, en var á kafi í skemmtanabransanum, textagerð og leik- hússtarfi frá 18 ára aldri fram undir þrítugt. Séra Emil Björnsson, fyrsti fréttastjóri Sjón- varpsins, hafði þekkt mig frá æskuárum mínum og vildi fá nördinn í sjónvarpið, enda byggi ég yfir einstæðri reynslu varðandi það að eiga eigin flugvél og hafa þvælst um allt landið árlega í 10 ár. 1969 komu upp óvænt veikindi Sigurðar Sigurðssonar íþróttafréttaritara, enginn fannst til að hlaupa í skarðið og Emil grát- bað mig um að redda málinu í bili. Ég sló til en var fljótlega kominn á kaf í frétta- og dagskrárgerð samtímis öðrum verkefnum svo að ekki varð aftur snúið.“ Erfiðasta/átakanlegasta málið sem þú hefur fjallað um? „1973 dundi gosið í Heimaey yfir og framundan var að fara á alla stórslysa- og hamfarastaði næstu áratugina. Það var ekki endilega stærð hvers atburðar sem var átakanlegast, heldur einstök tilvik innan harmleikjanna. Stærð og umfang snjóflóð- anna á Vestfjörðum gerðu þær hamfarir einna skelfilegastar, en átakanlegast var þó sennilega að koma á vettvang og vinna úr hörmulegum atburði norðaustan Hofsjökuls í júlí 1989 þegar jeppa hvolfdi í Bergvatnskvísl og það kostaði fjögur mannslíf í atburðarás, sem fær mig enn í dag til að fá sting í hjartastað.“ Manstu eftir einhverri eftirminni- legri eða vandræðalegri/furðulegri uppákomu sem þú hefur lent í, til dæmis í beinni útsendingu eða á vettvangi fréttaflutnings? „Sem betur fer er hægt að finna ljósa punkta á starfi fjölmiðlafólks. Vandræða- legar og fáránlegar uppákomur verða eftir á til þess að maður sættir sig við að hafa álpast inn í starf, sem býður upp á allan pakkann af mistökum og rugli, sem hægt er að hlæja að eftir á. Erfitt að velja úr. Jæja, ein af þessum fáránlegu uppákomum var þegar hafin var leit að flugvél, sem vitni sáu steypast ofan í Jökulsá á Brú fyrir innan Kárahnjúka á meðan stíflan þar var í smíðum. Ég var á leið á litlum Fox-jeppa upp á Fljótsdals- heiði þegar björgunarsveitarbíll, sjúkrabíll og lögreglubíll brunuðu framhjá mér. Ég hringdi í RÚVAK og spurði hvað væri á seyði, og var sagt frá leitinni að hröpuðu flugvél- inni, sem ekki fyndist tangur né tetur af. Var mér að sjálfsögðu brugðið við tíðindin en reyndi af skyldurækni að fylgja leitarleið- angrinum eftir. Fékk fljótlega símhringingu frá flugumferðarstjórn með fyrirspurn um hvort ég hefði orðið var við týndu flugvél- ina, og kom þá í ljós að ég var kominn í leit að sjálfum mér! Varð þá til þessi vísa: Á ofsaferð um illan veg ók ég fréttaþyrstur. Í eigið flugslys æddi ég og ætlaði' að verða fyrstur.“ Hefur þér verið hótað í kjölfar fréttaflutnings eða fengið á þig kæru? Hafa störf þín í fjölmiðl- um einhvern tímann haft áhrif á persónulegt líf þitt? „1999 var ég ásakaður um að hafa brotið stórlega af mér í starfi með því að stunda hlutdræga umfjöllun og misnota aðstöðu mína varðandi áform um Fljótsdalsvirkjun og drekkingu Eyjabakka. Vönduð rannsókn á vegum Útvarpsráðs hreinsaði mig af þessum ásökunum. Þetta hafði hins vegar að sjálfsögðu mikil áhrif á líf mitt og starf eftir þetta og næstu árin fylgdu í kjölfarið býsna beittar hótanir og þrýstingur.“ Hvaða máli eða umfjöllun ertu stoltastur af? „Ég er feginn að ég skyldi ekki láta utan- aðkomandi aðför hrekja mig af þeirri leið sem ég taldi rétta, þegar ágjöfin var mest síðustu árin sem ég var fastur starfsmaður Sjónvarpsins. En það er alltaf gefandi þegar fjölmiðlafólk dettur niður á persónur, sem geta með tilvist sinni gefið tilefni til að víkja burt fordómum og stuðla að hugarfarsbreytingu með því að nýta mátt fjölmiðlunar. Kynni við og umfjöllun um fólk eins og Reyni Pétur Yngvason 1985 og Gísla á Uppsölum 1981 eru dæmi um þetta, sem mér eru kær.“ Fjölmiðlafólk rifjar upp erfið og furðuleg mál n Ómar tók þátt í leit að sjálfum sér n Lóa ætlaði að skrifa um háhraðanet en skrifaði um háræðanet n Hrottar hótuðu Sölva lífláti n Helga varð heltekin af Guðmundar og Geirfinnsmálinu Ómar Ragnarsson „Feginn að ég skyldi ekki láta utanaðkomandi aðför hrekja mig af þeirri leið sem ég taldi rétta“ Helga Arnardóttir „Ég fæ mikið út úr því að miðla sannleikanum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Mynd: Aldís Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.