Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 35
Útlit og heilsaHelgarblað 26. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ
Sprotafyrirtækið Pure Natura hóf þróunarvinnu árið 2015. Fyrstu vörurnar komu á mark-
að í mars árið 2017 og fleiri vörur
eru í þróun. Pure Natura er rekið
af konum og þar starfa eingöngu
konur. Þær hafa það að markmiði að
framleiða hágæða fæðubótarefni
og nýta til þess afurðir sem annars
væru lítt notaðar eða hent og koma
þannig í veg fyrir matarsóun og
mengun. Einnig býður fyrirtækið
upp á áfyllingu á bætiefnadósirnar
því umhverfið er þeim dýrmætt og
hugleikið.
„Við framleiðum fæðuunnin bæti-
efni, sem þýðir að við notum alvöru
mat í okkar vörur. Það eru engin ein-
angruð efni eða einangruð vítamín
sett í vöruna. Þessi aðferð hefur
verið að ryðja sér til rúms í Banda-
ríkjunum og víðar. Fólk er alltaf að
átta sig betur og betur á hversu mik-
ilvægt það er að neyta heilnæmrar
fæðu, það sama hlýtur því að gilda
um bætiefnin sem við neytum,“ segir
Hildur Þóra Magnúsdóttir, eigandi
Pure Natura.
„Við hjá Pure Natura erum að
nýta þetta tækifæri varðandi hrein-
leika Íslands, því ef fólk er farið
að nýta bætiefni unnin úr mat þá
hlýtur uppruni vörunnar að skipta
máli.“ Vörurnar eru komnar á mark-
að í Bandaríkjunum og hefur verið
einstaklega vel tekið þar.
Vörurnar hafa unnið til verðlauna
Vörum Pure Natura hefur verið vel
tekið og hafa unnið til verðlauna. „Við
erum búnar að ná góðum árangri,
við vorum Matarfrumkvöðlar Íslands,
kepptum um Embluverðlaunin og
ég var tilnefnd til EUWINN, sem eru
frumkvöðlaverðlaun kvenna, í Evrópu
árið 2017.
Við erum þrjár konur með gríðar-
lega stóra hugsjón, sem viljum nýta
reynslu okkar og þekkingu og búa
til vörur sem standa öðrum framar
að gæðum og hreinleika. Við erum
að taka nýja, heildræna nálgun,
blöndum saman næringarfræði,
hómópatíu og grasalækningum, eitt-
hvað sem hefur ekki verið gert hér
áður,“ segir Hildur.
„Fyrir okkur snýst þetta svolítið um
að horfa á nýjan hátt á hlutina, við
viljum að þetta sé „win-win“ konsept,
við erum að nýta afurðir sem annars
væri hent og erum þannig að koma í
veg fyrir matarsóun og mengun.“
Vörur ríkar af járni og vítamínum
Vörurnar frá Pure Natura sem nú eru
komnar á markað innihalda lamba-
lifur, lambahjörtu og handtíndar
íslenskar jurtir. Innmatur er ofurfæða
og sérlega ríkur af járni, A- og B-
vítamínum.
„Pure Liver er rosalega vinsæl hjá
okkur,“ segir Hildur. „Þar er lambalifur
í grunninn, hvannafræ fyrir minni og
einbeitingu, birki sem er gott við bólg-
um og er vatnslosandi og fíflarót sem
er hreinsandi og lifrarstyrkjandi.
Við erum að hugsa þetta allt í
stærra samhengi og vörur okkar
sem eru í þróun eru hugsaðar út frá
hráefni sem er til, þannig að þetta er
sjálfbært og við erum ekki að ganga
á neinar auðlindir. Við hugsum um
nýtingu.“
Vörurnar frá Pure Natura fást í
helstu heilsuvöruverslunum, nokkrum
bændamörkuðum og í vefverslun á
heimasíðunni purenatura.is Einnig er
Pure Natura á Facebook: purenatura.
is.
Umsagnir:
Ég hef tekið Pure Heart og Pure Liver
síðan vörurnar komu á markað og er
mjög ánægður með þær. Ég er ekki
bara mun orkumeiri heldur finnst mér
þær hafa afar góð áhrif á bæði sál
og líkama. Ég er laus við bæði exem á
olnbogum og flösu og pirring í hár-
sverði. Mér finnst hárið vaxa meira
og vera þykkara og síðast en ekki síst
hafa hrukkur í andliti og hálsi minnk-
að til muna. Ég hefði ekki trúað því
að óreyndu hvað þessi efni gera mér
gott. Varð uppiskroppa með töflurnar
í rúma viku og fann mun á mér til hins
verra á þeim stutta tíma en það skil-
aði sér fljótt til baka þegar ég byrjaði
að taka þær aftur. -Marínó Bjarnason
Ég hef tekið Pure Liver síðan í ágúst
og er mjög ánægð með þær. Ég fann
strax mun á hvað ég varð orkumeiri,
léttari í skapi og og leið vel andlega
og líkamlega. Ég hef alltaf verið að
berjast við járnskort og hef þurft að
fara að fá járn í æð tvisvar sinnum
á ári. Núna er ég orðin góð í járni og
einnig hefur blóðhagur minn aukist.
Ég myndi mæla með að allir sem vilja
bæta járni í líkama sinn prófi þessar
töflur og myndi ég ekki vilja vera án
þeirra. -Ásbjörg Valgarðsdóttir
Það var 12. ágúst
sl. sem ég sá þessa
vöru fyrst. Ég er
ekki lengur ung
að árum, verð 68
ára í febrúar nk.
Ég vinn fulla vinnu
og rúmlega það
og stunda mikið
útivist með
hundunum
mínum. Mitt vandamál hefur
verið að ég er ekki dugleg að borða
og finn sjaldan til hungurs. Það tekur
skiljanlega sinn toll. Ég var hálforku-
laus og með mikið hárlos sem hefur
verið viðvarandi í nokkur ár og með
mikla liðverki í höndunum. Eftir að
hafa kynnt mér þessa vöru ákvað ég
í samráði við Siggu sem þekkir til mín
að taka Pure Liver og Pure Power, tvö
hylki af hvoru að morgni dags. Nú er
ég að klára þennan skammt og áhrif-
unum er vart hægt að lýsa. Ég er full
af orku og líður svo mikið mikið betur.
Hárlosið horfið, haustkvefið sem ég
hef alltaf fengið á bilinu september/
október hefur ekki látið sjá sig og lið-
verkirnir í höndunum eru horfnir en ég
gat
ekki
orðið
undið
tusku. Með betri líðan batnar útlit
manns og ég er ekki frá því að húðin
sé mýkri og sléttari. Í dag mæti ég í
vinnu kl. 7:20 alla daga nota hádegið
frá 12–14 að fara út með hundana
mæti aftur í vinnuna og tvisvar í viku
fer ég og dansa Zumba í klukkutíma,
en það er frábær hreyfing fyrir líkama
og sál. Ég er einfaldlega full af orku
þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum
erfiða sjúkdóma og ýmsa erfiðleika
í gegnum tíðina. Ég ætla að halda
áfram að taka Pure Natura nær-
ingarefnið og er afskaplega þakklát
fyrir að hafa kynnst þessari frábæru
vöru. Takk kærlega fyrir mig. -Elín
Lára Sigurðardóttir
Heilnæm bætiefni úr hreinleika
íslenskrar náttúru
PURE NATURA FRAMLEIÐIR BÆTIEFNI ÚR
ÍSLENSKUM AFURÐUM
Konurnar á bak við Pure Natura Sigríður
Ævarsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og
Hildur Þóra Magnúsdóttir.