Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Síða 47
Útlit og heilsaHelgarblað 26. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Kundalini Jóga Hatha Jóga Jóga Nidra Mjúkt Jóga Jóga fyrir 60+ Krakkajóganámskeið alveg frá aldrinum 3-14 ára Meðgöngujóga Mömmujóga Karlajóga Grunnnámskeið í Kundalini Jóga Grunnnámskeið í Hatha Jóga Parajóga Núvitund gegn streitu 12 spor til vellíðunar Jógasetrið var stofnað af eigand-anum Auði Bjarnadóttur. Tilurð Jógasetursins kom til vegna mikils áhuga á jóga. Það byrjaði með meðgöngujóga og löngum biðlistum og svo vatt þetta upp á sig. Nú er setrið orðið mjög fjölbreytt til að þjóna öllum aldurshópum. Jógasetrið var opnað árið 2012 í Borgartúni en færðist síðan frá 2015 í sérhannað húsnæði í Skipholti 50c. „Það er ávallt eitthvað á döfinni hjá okkur og við látum vita af námskeiðum og viðburðum sem eru á döfinni bæði á Facebook-síðu okkar Jógasetrið og heimasíðunni jogasetrid.is,“ segir Auður. Jóga er fyrir alla „Við stöndum fyrir hugmyndina JÓGA FYRIR ALLA og fjölbreytni. Að þjóna vel ólíku fólki og opna fyrir víðsýni gagnvart jógategundum og stílum. Við bjóðum upp á margar tegundir jóga og nám- skeiða svo allir geta fundið eitthvað við hæfi,“ segir Auður. „Áhugi á jóga hefur stóraukist með hverju ári og jógastöðvar spretta upp um allan bæ. Við teljum að jóga sé algjörlega fyrir alla því í jóga lærum við fyrst og fremst að stjórna önduninni okkar því að hún er leiðin til að hægja á huganum og finna kyrrðina. Við þurfum öll að hægja á okkur og hlusta á líkamann. Það er mikilvægt að við nærum og sinnum okkar innra lífi eins og því ytra. Við bjóðum einnig upp á ýmsa viðburði eins og Tónheilun, gongslökun og möntrukvöld með reglulegu millibili.“ Síðan hefur hún Auður haldið utan um ýmiss konar kennaranám í jóga á vegum Jógasetursins sem hefur reynst vel því mikið samfélag hefur myndast í kringum Jógasetrið í gegnum árin. „Þetta er fallegt samfélag og það er gaman að fylgjast með vinskapnum og kærleiknum sem hefur þróast. Nýjasti tíminn sem við bjóðum nú upp á er Parajóga þar sem allir geta komið sem hafa með sér félaga. Systkini, frænkur, frændur, mæðgur, feðgar og makar. Þar er áherslan á að anda og hreyfa sig sem eitt, að veita félaga sínum rými og virðingu og mæta honum þar sem hann er. Við notum þar öndunaræfingar, jógastöður og hug- leiðslu til þess að samstilla okkur. Næsta námskeið á döfinni er Grunn- námskeið í Hatha Jóga, þar sem farið er í undirstöðuatriði jógastaða, jóga- fræði og öndunartækni. Námskeiðið hefst 5. febrúar. Við bjóðum alla velkomna að kíkja í Jógasetrið Skipholti 50c.“ Jógasetrið ÞAR SEM JÓGA ER FYRIR ALLA Jógatímarnir og lokuðu námskeiðin sem boðið er upp á í Jógasetrinu eru Heilbrigð leið að fallegri brúnku Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir opnaði Tan Reykjavík, sprayt-an stofu í Holtagörðum fyrir tveimur árum. Einnig rekur hún verslun á sama stað og vefverslunina tan.is. „Þetta er hugmynd sem ég fékk út frá öðrum skandinavískum módelum,“ segir Alexandra. „Ég var sjálf hætt að fara í ljós og byrjuð að nota brúnku- krem. Ég sá þetta í Danmörku og Svíþjóð þar sem það er mjög vinsælt, fannst þetta frábær hugmynd og vanta alveg hér heima.“ Viðbrögðin hafa verið gríðarlega góð og alltaf fullbókað. Viðskiptavinir eru af báðum kynjum og á öllum aldri, sú elsta er 82 ára. Aldurstakmark er við fermingu. „Þetta er orðið mjög vin- sælt hjá öllum hópum, þó að það hafi verið nær eingöngu konur hjá okkur fyrst.“ En af hverju er fólk að fara í spray tan? „Fólk er orðið meðvitaðra um hversu óhollt er að fara í ljós og velur þessa leið frekar. Sumir koma af ákveðnu tilefni, eins og til dæmis árshátíð eða eru að fara til útlanda og vilja fá smá brúnku áður en þeir fara út,“ segir Alexandra. „Flestir eru þó fastir viðskiptavinir sem koma einu sinni í viku. Við erum einnig mjög samkeppn- ishæf hvað verð varðar, en hver tími kostar 2.990 krónur meðan ljósatími kostar um 1.500–2.000 krónur og svip- uð meðferð á snyrtistofu 5.000–7.000 krónur. Ég fæ ítrekað spurningar um hvort að þetta sé verðið og hvort það sé fyrir allan líkamann.“ Vörurnar eru 100% náttúrulegar „Mine tan litirnir sem við notum eru 100% náttúrulegir, innihalda andox- unarefni, kaffibaunir, kókosvatn, moroccanolíu, svo fátt eitt sé nefnt. Litirnir gefa húðinni góðan raka og næringu og innihalda ekki paraben eða súlföt. Þegar viðskiptavinur mætir þá veljum við lit sem hentar húð hvers og eins. Tólf litir eru í boði og einnig boðið upp á að blanda fyrir hvern og einn. Við mælum með að koma með hreina húð og í víðum fötum, fara svo heim og bíða í sex tíma og fara svo í sturtu, þá er liturinn tilbúinn. Fólk er að sjá mikinn mun, losnar til dæmis við þurrk, húðin ljómar meira, sem dæmi,“ segir Alexandra. „Ég spreyja viðkomandi, enda fæst besta útkoman þannig, frekar en að vél spreyi á hann. Á tíu mínútum er viðskiptavinurinn kominn með góðan lit sem endist í 7–10 daga, þannig að flestir eru að mæta einu sinni í viku til að viðhalda litnum. Sérstakir litir eru í boði fyrir íþróttafólk sem svitna ekki af, en allir litirnir eru lyktarlausir og smitast ekki í föt. Fara má í sund með litinn og dofnar hann af jafnt og þétt, kjósi viðskiptavinur ekki að mæta aftur til að viðhalda litnum.“ Á vefsíðunni tan.is má kaupa sömu liti í froðubrúsa. „Sumum finnst þægi- legra að spreyja sig heima, á meðan aðrir kjósa að koma til okkar,“ seg- ir Alexandra, sem leggur jafnframt áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu. Tan Reykjavík, verslun og sprayt- anstofa, er í Holtagörð- um, 2. hæð. Tímapant- anir og upplýsingar eru í síma 778-6200. Opn- unartími er samkvæmt bókunum. Heimasíða: tan.is, Facebook- síða: taniceland og Instagram: Tanreykja- vik. TAN REYKJAVÍK - NÁTTÚRULEGAR VÖRUR SEM GEFA HÚÐINNI RAKA OG NÆRINGU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.