Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 51
Vikublað 26. janúar 2018 51 Það er alveg merkilegt hvað fólk get-ur flækt hversdagslegustu hluti fyrir sér. Tökum til dæmis mataræði. Síðan hvenær varð svona óskaplega flókið að fá sér að borða? Á hverjum einasta degi, um alla borg, upp úr klukkan hálf tólf, byrjar annar hver millistéttarmaður á 9–5 galeiðunni að velta því fyrir sér hvað hann eigi að fá sér að borða í hádeginu. Samloku? Nei, fékk mér það í gær. Sushi? Nei, hvít hrísgrjón eru fitandi. Hvað með hamborgara? Nei, við fengum okkur pítsu í gær … og svo framvegis. Fyrst eru það þessi vandræði með að ákveða eitthvað sem gerist samt á hverjum einasta degi og svo eru það allar hinar flækjurnar. Er maturinn hollur, siðferði- lega réttur eða uppfullur af alls konar vafasömum efnum sem valda fæðuóþoli, uppþembu og alls konar verkjum? Og síðast en ekki síst: ER HANN FITANDI?! Ég get ekki svarað þessu öllu. Frekar langar mig að pæla í því hvernig í ósköp- unum við nútímafólkið komum okkur á þann stað í lífinu að matartímar urðu að fyrirbæri sem jafnast á við geimvísindi, – eða þaðan af flóknara? Hér áður fyrr var þetta ekki svona mikið rugl. Allir vissu að franskbrauð, normalbrauð, súkkulaðisnúðar og rjómi voru gómsæt, en fitandi, meðan rófur og blómkál, kartöflur og ýsa þóttu bæði hollur og góður matur. Fólk var ekki að flækja þessa einföldu hluti svona stórkost- lega enda enginn tími til þess. Heldur var lögð áhersla á að skipuleggja máltíir fram í tímann svo að hægt væri að spara bæði fé og fyrirhöfn seinna meir. Á föstudegi vissir þú að það yrði fiskur í matinn á mánudaginn og það var bara frekar næs. Svo er það þetta með alla flóknu megr- unarkúrana (og hér ætla ég að upplýsa lesendur um óbrigðult lögmál). Ef maður borðar of mikið, þá fitnar maður og ef maður borðar lítið þá grennist maður. Tæknilega séð skiptir það litlu máli nákvæmlega hvað þú borðar. Allt sem við borðum inniheldur hitaeiningar og svo lengi sem magn þeirra er ekki umfram orkuþörf okkar þá munum við ekki fitna. Þessi einfaldi sannleikur hentar markaðs- öflunum hins vegar ekkert sérstaklega vel enda er annað, jafn einfalt lögmál, uppi á þeim teningi. Nútímafólk á erfitt með að sætta sig við að maður uppsker alltaf eins og maður sáir. Við erum alltaf til í að kenna öðrum um eigin mistök og það er akkúrat þannig sem aðrir græða á okkur kjánaprikun- um með því að selja lausnirn- ar fyrirfram. En eru þetta raun- verulegar lausnir? Nei, sjaldnast. Hvað er annars í matinn? Síðan hvenær urðu matartímarnir að geimvísindum? Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is instagraM.coM/birta_Vikublad dagur í lífi eyþórs arnalds Komdu – nei, farðu! Helgarmaturinn frambjóðandinn sem elskar að lesa fagbókmenntir og hugnast ekki að hafa sjónvarp í stofunni. rikka verður fertug! merkileg grein sem fjallar um undirliggjandi ástæður þess að sumt fólk á erfitt með að tolla í samböndum. Kokkur með tæplega 40 ára reynslu gefur lesendum uppskrift að girnilegri steikarsamloku. 52 afMælis- börn Vikunnar 60 6253-55 Það tók hana kannski smá tíma en í dag hefur þessi 44 ára töffari svo sannarlega fundið taktinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.