Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 57
Vikublað 26. janúar 2018 57 Kidda rokk? Hvað er eiginlega að frétta? Gengur það? En svo gafst ég bara upp á að reyna að berjast eitt- hvað á móti þessu enda þekkir mig enginn undir mínu rétta nafni sem er Kristín Þórhalla Þórisdóttir.“ „Ég hef reyndar alltaf verið félagslega farsæl í þessu lífi“ Kidda er dóttir þeirra Þóris Þórhallssonar heimilislæknis og Sólveigar Stefaníu Kristinsdóttur, hjúkrunarfræðings og ljósmóður, frá Dröngum í Árneshreppi. Hún fæddist í Reykjavík í janúar 1974 en flutti svo meðal annars til Vest- mannaeyja og síðar til Gautaborgar í Svíþjóð meðan faðir hennar var í starfsnámi. Árið 1977 eignaðist sú stutta litla systur, Jóhönnu Guð- mundu, en þær Kidda hafa alltaf verið mjög samrýndar og miklar vinkonur. Þegar framtíðarrokkar- inn var átta ára sneri fjölskyldan svo aftur til fósturjarðarinnar, nánar tiltekið á Akranes og stóra verkefnið hennar var að vera sam- þykkt inn í krakkahópinn sem var þar fyrir. „Ég hef reyndar alltaf verið félagslega farsæl í þessu lífi og er þakklát fyrir það. Það tók reyndar alveg smá tíma fyrir mig að komast inn í hópinn en á endanum hafðist það. Við höldum meira að segja enn hópinn og hittumst alltaf reglulega, þótt það mætti auðvitað vera oftar svona eins og gengur,“ segir hún en að grunnskólanáminu loknu byrjaði Kidda ásamt mörg- um félögum sínum í Fjölbrauta- skóla Vesturlands en hætti þegar aðdráttarafl höfuðborgarinnar togaði hana endanlega til sín enda var þorpspían af Skaganum aðeins öðruvísi innréttuð en vinkonur hennar úr grunnskóla. Að minnsta kosti þegar kom að ástamálum. Lokaði hressilega á tilfinningar sínar Kidda segist hafa verið í kringum fjórtán ára þegar hún byrjaði smátt og smátt að átta sig á því að hormónatengdu tilfinningarnar sem bærðust innra með henni voru ekki beint eins og hjá hinum unglingsstelpunum. Með öðrum orðum varð Kidda skotin í stelpum en ekki strákum. „Ég lokaði hressilega á þetta til að byrja með. Fann samt innst inni að ég varð einhvern veginn skotin í sumum vinkonum mínum. Ég gerði mér samt aldrei almennilega grein fyrir því hvað var að gerast og við það myndaðist tómarúm innra með mér sem var erfitt að eiga við. Fram að átján ára aldri setti ég aldrei sjálfa mig í neitt samhengi við ástamál og var þannig ekkert eins og hinir krakk- arnir. Jú, ég kyssti reyndar einn góðan vin minn, en ég átti aldrei kærasta eða neina svoleiðis reynslu sem unglingur. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að fara til Reykja- víkur og sækja skemmtistaðinn 22 á Laugavegi að ég skildi þetta betur. Þar hitti ég til dæmis fyrstu stelpuna sem ég svaf hjá og þá rann það endanlega upp fyrir mér að ég væri lesbía,“ segir Kidda sem pakkaði fljótlega saman og flutti alfarið úr foreldrahúsum eftir þetta til að búa í Reykjavík sem í þá daga var ekki beint menningarlega fjöl- skrúðug borg en þó öllu skrautlegri en Akranes. Hún leigði sér íbúð við Baldurs- götu, fékk vinnu á elliheimili, fór á hljómsveitaræfingar og hékk þess á milli á Café Au Lait í Hafnarstræti með vinum sínum. „Þú ert samkynhneigð, en vittu að við pabbi þinn elskum þig bara alveg eins og þú ert“ „Þegar ég lít um öxl þá sé ég að ég var alltaf einhvern veginn að reyna að finna mína fjöl í lífinu og ég held að þetta rótleysi hafi að mörgu leyti orsakast af því hvað ég var lengi að gangast við kynhneigð minni. Eins og fyrr segir var ég átján ára þegar ég var fyrst með konu. Samt gekkst ég ekki alveg við sjálfri mér og alltaf eitthvað að reyna að eiga kærasta áfram, – sem gekk auðvitað ekki vel. Það var svo ekki fyrr en ég orðin tvítug að við systir mín fórum saman í tíma- mótaferð upp á Skaga til að ég gæti komið út úr skápnum gagnvart foreldrum okkar,“ segir Kidda en systir hennar var sú allra fyrsta til að fá að vita þetta og ekki leið á löngu þar til fleiri frjálslyndir vinir og félagar bættust í hópinn. „Ég man hvernig við systurnar sátum ásamt félögum okkar inni á Café au Lait og allir voru allt í einu byrjaðir að peppa mig upp í að fara upp á Skaga og segja frá þessu. Á endan- um var ekkert annað í stöðunni en að stökkva upp í Akraborgina og rumpa þessu verkefni af,“ segir hún og lýsir því hvernig hún reyndi að herða sig upp með því að fara yfir orðin í huganum: „Ég ætla bara að segja þér þetta mamma … Ég er lesbía!“ Við Jóhanna gengum inn um dyrnar heima hjá foreldrum okkar og ég var alveg klár í slaginn þegar mamma, sem var að undirbúa eitthvert boð, lítur upp, horfir blíð- lega á mig og segir: „Kristín mín. Ég veit alveg hvað þú ert að fara að segja mér. Þú ert samkynhneigð, en vittu að við pabbi þinn elskum þig bara alveg eins og þú ert.“ Upp frá þessu sýndu þau mér mjög mikinn stuðning. Voru fremst í öllum Gleðigöngum með fánana og bara alveg til fyrirmyndar. Ég á hins vegar marga vini sem áttu því miður ekki eins góða reynslu. Var jafnvel hafnað af foreldrum sínum til lengri eða skemmri tíma,“ segir hún alvarleg í bragði en bætir við að í dag sé þetta allt annar heimur. „Árið 1997 máttu til dæmis samkynhneigðir fyrst skrá sig í sambúð og síðan höfum við smátt og smátt öðlast sama rétt og aðrir. Lífið í dag er í sjálfu sér ekkert sambærilegt við það sem við þekktum á þessum árum þótt enn votti sums staðar fyrir smá fordómum þá er ekki hægt að bera þetta saman.“ Gafst upp á að slá í gegn það í London og kom aftur heim til Íslands Kidda starfaði sem bassaleikari með hljómsveitinni Bellatrix í nokkur ár en hljómsveitin gat sér gott orð á tíunda áratug síðustu aldar og var nokkuð vinsæl. Þær fluttu saman til London, fengu sér umboðsmann og ætluðu að slá í gegn í útlöndum svona eins og Íslendinga er siður. Spiluðu þær meðal annars með Coldplay og fleiri hljómsveitum og upp- lifðu ótal góðar stundir en allt hefur sinn tíma og einn daginn þótti Kiddu tímabært að snúa aftur heim. Plötufyrirtækið farið á hausinn og hljómsveitin að flosna upp enda meðlimir henn- ar orðnir hálf þreyttir og lúnir. „ Umboðsmaðurinn minn, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, var búinn að redda mér vinnu sem „session“-leikara með breskri hljómsveit en ég hafði ekki mikinn áhuga á því. Var satt að segja eitthvað hálfniðurbrotin þarna úti í London í kringum aldamótin. Í þessu ástandi hringdi ég í Garúnu vinkonu mína sem stappaði í mig stálinu og sagði snaggaralega „Kidda, komdu bara heim. Ég næ í þig á flugvöllinn og redda þér vinnu. Ég lofa þér að þetta verður allt í lagi.“ Ég tók hana á orðinu, fór aftur heim til Íslands og byrjaði að vinna í kvikmyndabransanum með Garúnu sem starfar enn sem aðstoðarleikstjóri og hefur gert um árabil.“ Kidda starfaði í kvikmynda- bransanum og sem tónlistarmaður í nokkur ár en með aldrinum fór henni að leiðast óöryggið. „Það er oft í þessu ósagða sem fólk á erfitt með að staðsetja sig. Það myndast einhver svona hræsni í and- rúmsloftinu en þegar fólk þorir að tala opinskátt og segja sinn hug þá virkar það oft hressandi á mann. Þetta „passive aggressiveness“ er svo óþolandi í sam- skiptum. m yn d ir b ry n ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.