Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 64
64 Helgarblað 26. janúar 2018
Menning
„Listin á að
vera handa
öllum og fyrir alla,
og hún á ekki að
kosta neitt.
- Jóhannes Kjarval, Vikan, 1939
„Það var í fyrsta skipti sem ég var tekin föst, en
ég þótti heppileg í hlutverkið, sjálfsagt vegna
þess að ég var óþekkt og þar að auki útlendingur og
því ekki líkleg til að verða neinn píslarvottur.
- Róska – Helgarpósturinn, 1996.
„Uppeldi mitt gerði það að verkum
að ég er afskaplega hræddur við
krítík. Hið minnsta skammaryrði eða
gagnrýni brýtur mig gjörsamlega niður.
- Dieter Roth - Þjóðviljinn, 1978.
Gullkorn
og gífuryrði
n Grúskað í snjallyrðum íslenskra myndlistarmanna í
Bláa vasanum n Guðlaug og Kristín stefna á að gera
tæmandi gagnagrunn með orðum myndlistarmanna
„Það er álíka
fjarstætt,
þegar um óhlutræna
mynd er að ræða, að
spyrja: Hvað á þetta
að vera? eins og að
taka stein upp af
götunni og spyrja:
Hvað á þetta að vera?
- Nína Tryggvadóttir - Líf og list, 1950
„Hljóðmynd heillar þjóðar hefur fölnað“
- Margir minntust Tómasar Magnúsar Tómassonar, bassaleikara Stuðmanna, á samfélags-
miðlum eftir að hann lést fyrr í vikunni. Hjörtur Howser tónlistarmaður sagði hann hafa verið
óviðjafnanlegan tónlistarmann og að hljóðmynd þjóðarinnar hafi fölnað við fráfall hans.