Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir Keypti glænýjan lúxusbíl fyrir son sinn n Bíllinn var settur á sölu um leið og DV spurðist fyrir um bílamál samtakanna L ovísa Christiansen, fram- kvæmdastjóri Með- ferðarheimilisins í Krýsu- vík og stjórnarmaður Krýsuvíkursamtakanna, lét sam- tökin greiða átta og hálfa milljón króna fyrir glænýjan pallbíl handa syni sínum, Þorgeiri Ólasyni. Þor- geir starfar sem forstöðumað- ur meðferðarheimilisins. Glæsi- kerran var keypt í maí í fyrra. Þá greiddu Krýsuvíkursamtökin yfir hálfa milljón í breytingar á bílnum. Var því greitt vel á tíundu milljón fyrir bílinn handa forstöðumanni lítillar meðferðarstöðvar. Krýsu- víkursamtökin fengu 112 milljónir af almannafé á síðasta ári og hef- ur stjórnarformaðurinn, Sigurlína Davíðsdóttir, víða, bæði í ræðu og riti, talað um hversu litla fjármuni samtökin hafa á milli handanna. Tryllitækið sem Þorgeir forstöðu- maður fékk frá framkvæmdastjór- anum móður sinni kostaði því um 10 prósent af þeim fjármunum sem samtökin fengu á fjárlögum frá ríkinu á síðasta ári. DV spurðist fyrir um bílakaup Krýsuvíkursamtakanna til handa forstöðumanni í síðustu viku. Sigurlína vildi ekki svara spurn- ingu DV um hið rándýra ökutæki. Daginn eftir að DV forvitnaðist um málið var bíllinn settur á sölu hjá bílasölunni Heimsbílar. Hvorki framkvæmdaráð né aðrir stjórnar- menn en þær Lovísa og Sigurlína vissu af bílakaupunum. Starfs- menn voru furðu lostnir að svo dýr bíll væri keyptur fyrir peninga ríkisins fyrir jafnlítinn vinnustað. Aðrir starfsmenn heimilisins ferð- ast saman til Krýsuvíkur, í ódýr- um skrjóðum, og hefur staðgeng- ill Þorgeirs, undanfarin misseri, tekið fram að hún þurfi ekki sér- stakan vinnubíl heldur ferðist með öðrum starfsmönnum. Þá hefur DV heimildir fyrir því að fjár- hagsstaða samtakanna hafi verið svo slæm að ekki voru keypt nagladekk undir bíl sem flytur starfs- menn milli staða. Á svipuðum tíma voru stærri dekk keypt undir lúx- usbíl Þorgeirs fyr- ir um 300 þúsund krónur. „Bíll- inn er af tegundinni Dodge Power Wagon og er stærsta gerð af pallbílum. „Efnaðir menn kaupa svona bíla,“ segir einn heimildarmanna DV. Samkvæmt heimildum DV voru bílakaupin réttlætt fyrir stjórn samtakanna með því að Þorgeir myndi annast neyðarsíma sam- takanna á kvöldin og bregðast við ef eitthvað kæmi upp á í Krýsuvík. Eins og komið hefur fram í umfjöll- un DV eru skjólstæðingar með- ferðarheimilisins, sem eru venju- lega 20–22 talsins, einir í húsinu frá klukkan 16.00 dag hvern og til morguns. Þá eru þeir einnig ein- ir í húsinu allar helgar. Rétt er að geta þess að við þetta fyrirkomulag hefur Landlæknisembættið gert alvarlegar athugasemdir. „Þorgeir hefur ekki séð um neyðarsímann lengi. Hann kom því yfir á einn ráðgjafa á virkum kvöldum og síðan hefur sá ráðgjafi sem er á bakvakt um helgar séð um neyðarsímann þá. Starfsmenn voru afar hneykslaðir yfir þessari fjárfestingu og hún var gerð á fölskum forsendum,“ segir fyrrver- andi starfsmaður í samtali við DV. Hefur bíllinn lítið sést á svæð- inu þar sem Þorgeir forstöðumað- ur hefur haldið sig til hlés síðustu mánuði. Á síðustu stjórnarfund- um Krýsuvíkursamtakanna hefur verið rætt að ráða lögfræðinga til að bregðast við ef farið verði fram á bætur vegna meintra kynferð- isbrota Björns Ragnarssonar. DV hefur einnig heimildir fyrir því að samtökin hafi ráðið almanna- tengil til að bregðast við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. „Það sem þær óttast er að einhver nýr taki við sem fram- kvæmdastjóri Krýsuvíkursam- takanna,“ segir einn af mörg- um heimildarmönnum DV. „Það eru nokkrir starfsmenn sem eru ákveðnir í að segja af sér ef Þorgeir kemur aftur en æðstu menn ætla að bíða þennan storm af sér og þegja allt í hel.“ Neita að svara Þorgeir Ólason forstöðumaður hefur verið sak- aður um óeðli- leg samskipti við kvenkyns skjól- stæðinga. Eft- ir umfjöllun DV undanfarnar vikur var Þorgeir sendur í tveggja mánaða sum- arfrí. Þá hafa þrír aðrir karlkyns starfsmenn á Óeðlileg samskipti for- stöðumanns við skjól- stæðinga Ótal heimildarmenn DV hafa upplýst að Þorgeir Ólason, for- stöðumaður heimilisins, hafi átt í óeðlilegum samskiptum við kvenkyns skjólstæðinga heimil- isins, jafnvel ástarsamböndum. Sigurlína Davíðsdóttir, stjórn- arformaður samtakanna, hefur staðfest það og Þorgeir hefur ver- ið sendur í tveggja mánaða leyfi. Starfsmenn í kynlífs- og ástar- samböndum við skjólstæðinga DV hefur sagt frá þremur öðr- um starfsmönnum sem hafa átt kynferðislegt samneyti við skjól- stæðinga. Einn þeirra hefur verið kærður til lögreglu. Óttastjórnun Fyrruverandi starfsmenn hafa upplýst DV um að í meðferð skjól- stæðinganna sé beitt óttastjórn- un, þannig að fólki sé sífellt hótað brottrekstri vegna brots á hús- reglum. Misjafnt sé hins vegar hvernig reglunum sé fylgt og hverjum sé refsað. „Ég dey í kvöld“ Heimildarmenn DV hafa sagt frá því að einum skjólstæðingi, Jóni Einari Randverssyni, hafi verið vikið úr meðferðinni, með því að reglum heimilisins var beitt í þágu vildarvina stjórnenda. Jóni hafði vegnað vel í meðferðinni og tók brottrekstrinum illa. Degi síðar lést hann vegna of stórs skammts af eiturlyfjum. Fjölskyldustemning Fyrrverandi starfsmenn hafa lýst því að ef starfsmenn falla ekki inn í þá fjölskyldustemningu og þann kúltúr sem hefur myndast meðal starfsmanna og stjórnenda heim- ilisins þá verði þeir ekki langlíf- ir í starfi. Framkvæmdastjórinn Lovísa er móðir forstöðumanns- ins Þorgeirs, á skrifstofunni starfar mágkona hans og hann ræður oft góða vini sína til ráð- gjafarstarfa fyrir samtökin. Falleinkunn frá Landlækni Landlæknir gerði úttekt á starf- semi og meðferð heimilisins árið 2016 og gerði nokkrar alvar- legar athugasemdir. Hálfu ári síð- ar fylgdi Landlæknir úttektinni eftir en þá kom í ljós að stjórn- endur höfðu virt athugasemd- ir hans að vettugi. Það virðist þó ekki hafa haft neinar afleiðingar gagnvart Landlækni eða velferð- arráðuneytinu sem veitir heimil- inu fjárframlög. Þvert á móti, því fjárframlögin hafa aukist frá því úttektin var gerð. Enginn að störfum eftir klukk- an fjögur Helsta gagnrýni Landlæknis var að engir starfsmenn væru á heimilinu eftir klukkan fjögur á daginn og enginn um helgar. Af- staða stjórnenda heimilisins var og er enn sú að því fyrirkomulagi verði ekki breytt. Engin gæðahandbók og heilsufarsupplýsingar skráðar í Excel Landlæknir benti á í úttekt sinni að ekki væri að finna gæðahand- bók á heimilinu fyrir starfsmenn að vinna eftir. Þá væru heilsufars- upplýsingar skjólstæðinga skráð- ar í Excel-skjal en ekki samkvæmt viðurkenndum samræmdum kerfum. Sigurlína stjórnarfor- maður hefur fullyrt að gæða- handbók hafi verið gerð en enginn kannast við að hafa séð hana. Heilsufarsupplýsingar eru ennþá skráðar í Excel-skjal. Umdeilt árangursmat Stjórnendur samtakanna hafa í yfirlýsingum hreykt sér af góðum árangri meðferðarinnar. Þeir hafa þó ekki fengist til að afhenda eða sýna DV skýrslur eða önnur gögn um matið eða hvernig það var framkvæmt. Samkvæmt heimild- um DV mun það hafa verið fram- kvæmt af nemendum Sigurlínu í Háskóla Íslands en aðferðarfræði matsins er á huldu. Stóraukin fjárframlög ríkisins síðustu ár Meðferðarheimilið hefur um árabil notið framlaga frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Lengst af nam framlagið um 70 milljónum króna. Árið 2015 óskaði Sigurlína opinberlega eftir því að framlag- ið yrði hækkað upp í 105 millj- ónir, því „staðan á okkur er sú að við rétt skrimtum.“ Árið 2016 var framlagið hækkað í 106 milljónir og árið 2018 verður það 114 millj- ónir króna. Skrimta á glæsikerru Samtökin keyptu í maí í fyrra stóran pallbíl sem með öllu kost- aði vel á tíundu milljón króna. Kostnaðurinn nemur því tæplega 10 prósentum af því fjárframlagi sem samtökin njóta frá ríkinu á ári. Bíllinn var keyptur fyrir for- stöðumanninn. Daginn eftir að DV spurðist fyrir um bílakaupin var bíllinn settur á bílasölu, þar sem hann stendur nú, ásett verð 8,7 milljónir króna. Uppljóstranir DV um Krýsu- víkursamtökin teknar saman síðustu árum, samkvæmt heimild- um DV, verið sakaðir um kynferðis- lega áreitni í garð sjúklinga. Sigurlína Davíðsdóttir svaraði nokkrum spurningum DV eftir fyrstu umfjöllun blaðsins. Bar hún þá mikið lof á meintan kynferðis- brotamann sem fékk annað tæki- færi á meðferðarstöðinni þrátt fyr- ir að hafa brotið af sér í starfi. Ekki leið á löngu þar til hann hafði ver- ið sakaður um mjög alvarlegt kyn- ferðisbrot og var vikið úr starfi. Sigurlína er nú hætt að svara DV en hún og Lovísa Christian- sen eru sakaðar um að þagga mál- ið niður í stað þess að taka á þeim alvarlegu vandamálum sem upp eru komin. Þá hafa þær einnig sett sig í samband við fyrrverandi skjólstæðinga sem var vísað burt vegna brota og spurt þá um upp- lifun þeirra á meðferðinni og boð- að á fund til að ræða reynslu þeirra frekar. Finnst skjólstæðingum að með þessu athæfi séu stjórn- endurnir að freista þess að þagga málið niður. Skjólstæðingar eru ekki einir um það, starfsmönn- um og einstaka stjórnarmönnum sem og fyrrverandi stjórnarmönn- um finnst illa tekið á þeim mál- um sem upp hafa komið. Upplif- un þeirra nú er að þagga eigi málið niður. Nýverið sagði stjórnarmað- ur af sér, en honum fannst sam- visku sinnar vegna ekki hægt að sitja í stjórn sem færi illa með al- mannafé og ætlaði að stinga öllu óþægilegu undir stól. Þess ber að geta að Sigurlína hefur lýst því yfir að umfjöllun DV sé ósanngjörn og óvægin í hennar garð. Bjarga mannslífum Það er óhætt að segja að krísa sé í Krýsuvík. DV hefur fjallað ítar- lega á síðustu vikum um alvar- lega bresti sem virðist vera á stjórn Meðferðarheimilisins í Krýsuvík. Gagnrýnin beinist helst að stjórn- arformanninum Sigurlínu Davíðs- dóttur, framkvæmdastjóranum og stjórnarmanninum Lovísu Christ- iansen, og forstöðumanninum Þorgeiri Ólasyni, syni Lovísu. Margir heimildarmenn segja þó á að heimilið og meðferðin sem þar fer fram hafi gagnast mörgum í gegnum tíðina. „Það er margt vel gert í Krýsuvík og meðferð hefur bjargað manns- lífum. Mörg okkar tengjast staðn- um sterkum böndum,“ segir fyrr- verandi skjólstæðingur. Ráðgjafi sem DV ræddi við tekur í svipað- an streng og segir nauðsynlegt að fjarlægja hin skemmdu epli sem séu efst í valdastiganum. „Ráð- gjafar hafa flestir unnið mjög gott starf og bjargað mannslífum þarna inni. Þó hafa komið upp óafsak- anleg atvik í tengslum við suma starfsmenn og yfirstjórnin hefur haldið afar illa á spilunum. Í stað þess að gangast við athæfinu og uppræta það þá er öllu sópað und- ir teppið,“ segir einn af mörgum viðmælendum DV. Hann segir enn fremur að afar óheilbrigt sé að all- ur rekstur samtakanna sé í hönd- um lítillar fjölskyldu. „Það bíður bara upp á spillingu og vanhæfni,“ segir viðmælandinn. Landlæknir hefur gert alvar- legar athugasemdir við hvernig „Efnaðir menn kaupa svona bíla. Kristjón, Sigurvin, Björn bjornth@dv.is / sigurvin@dv.is kristjon@dv.is Lovísa Christiansen Samþykkti að kaupa tæplega 10 milljóna króna glæsikerru handa syni sínum, forstöðumanninum Þorgeiri Ólasyni. Það eru tæplega 10 prósent af árlegu heildarframlagi ríkisins til Krýsuvíkur. Á sama tíma hefur talsmönnunum meðferðarheimilisins verið tíðrætt opinberlega um fjárskort.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.