Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 31
fólk - viðtal 31Helgarblað 26. janúar 2018 L agið sem Jóhanna söng svo eftirminnilega heitir „Is it true“ og eftir söngvakeppn- ina sló lagið met á iTunes sem mest sótta lagið. „Þetta var náttúrlega alveg tryllt og ég áttaði mig engan veginn á þessu fyrr en löngu eftir að ég kom heim. Enn þann dag í dag finnst mér rosalega skrítið að hugsa til þess því þetta er í rauninni svo ofboðslega stórt afrek,“ segir Jóhanna Guðrún í við- tali við DV. Á það til að vera full vör um sig og lokuð Jóhanna Guðrún er tuttugu og sjö ára í dag og á eina tveggja ára stelpu sem heitir Margrét Lilja. Jóhanna var mjög ung þegar hún varð fræg á Íslandi og hefur það mótað líf hennar mikið. „Fullorðna fólkið í kringum mig var afskaplega meðvitað um að það þyrfti að passa mig og fylgjast vel með mér svo það var mjög rétt tekið á þessu. En að sjálfsögðu fékk ég miklu meiri athygli og í skólan- um voru oft einhverjir krakkar að kalla á eftir mér, það vissu nátt- úrlega allir hver ég var og auðvit- að var það ekkert alltaf skemmti- legt. Það jákvæða er kannski að þetta undirbjó mig betur fyrir það sem ég geri í dag, ég er búin að sjá einhvern veginn allt og það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart. Þannig að ég hef mjög mikla reynslu þrátt fyrir að vera bara tuttugu og sjö ára og fólk heldur oft að ég sé miklu eldri af því að ég er búin að vera í sviðsljósinu síðan ég var svo lítil. Það slæma er kannski að ég er full vör um mig og oft lok- uð. Vinkonur mínar hlæja oft að því að ég sé með svona smá félags- fælni en ég viðurkenni það nátt- úrlega ekki. Ég á fáa en mjög góða vini og ég á erfitt með aðstæður þar sem ég er kannski með einni vinkonu minni og hún stingur upp á því að fara að hitta eitthvert ann- að fólk sem ég þekki ekki vel. Ég held að þetta sé tengt þessu, þar sem það er náttúrlega bara fárán- legt að vera svona og ég veit það alveg. Þetta er líklega svona eini fylgifiskurinn sem ég hef sjálf tekið eftir að sé neikvæður.“ Jóhanna segir að þrátt fyrir að hún hafi ekki átt venjulega æsku þá myndi hún engu vilja breyta. „Þetta er í raun faktor sem mað- ur ræður ekkert við. Þú veist, sama hvað þú gerir í lífinu, ef þú ætlar að skara fram úr í einhverju þá þarftu að fórna einhverju. Öll mín ung- lingsár þurrkuðust að mörgu leyti alveg út því ég var bara erlendis á plötusamningi og svona. En ég tók þá ákvörðun alveg sjálf og það var enginn sem neyddi mig til þess að gera neitt. Þannig að á meðan vinkonur mínar voru að byrja að djamma, drekka og skemmta sér þá var ég bara á plötusamningi og að syngja og því fylgdi mjög mikil ábyrgð. Svo ég gerði aldrei neitt af þessum hlutum og var eigin lega aldrei með af því að ég var ein- hvern veginn alltaf að gera eitt- hvað annað.“ Skólaganga Jóhönnu gekk nokkuð vel fyrir sig enda hefur hún alltaf haft bein í nefinu og lærði snemma að svara fyrir sig. „Ég átti góðar vinkonur og ég hef alltaf staðið upp fyrir sjálfa mig og varið mig ef svo hefur bor- ið undir. Ég held að allir hafi fatt- að að ég myndi svara fyrir mig og því þýddi ekkert að vera með nein leiðindi.“ Fannst hallærislegt að taka þátt í Eurovision Jóhanna Guðrún var einungis átján ára þegar hún fór út til Rúss- lands sem fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Is it true“ sem hafnaði í öðru sæti. Jóhanna segir að enn þann dag í dag sé afar skrítið að minn- ast þessa tíma enda hafi þetta ver- ið ofboðslega stórt afrek. „Við vorum með frábært lag og flott atriði sem margir komu að og þetta var bara æðislegt. Ég held að það hafi líka hjálpað að ég var aðeins 18 ára og var lítið að spá í þetta. Ég var nefnilega búin að vera svolítill auli varðandi Eurovision, mér hafði fundist eitt- hvað voðalega hallærislegt að taka þátt í þessari keppni og var ekki alveg að fíla hana, leit á mig sem einhvern alvarlegan listamann. Í dag veit ég auðvitað mikið meira og þekki þessa keppni og myndi aldrei láta þetta út úr mér. En á þessum tíma fékk ég símtal frá Óskari Páli Sveinssyni sem er einn af höfundum lagsins og ég var að klára sýningu á Broadway og hafði ekkert annað að gera. Ég var bara einhvern veginn: „Já, já. Ég hef ekkert annað að gera“ en svo varð þetta ótrúlega skemmtilegt verk- efni. Við Óskar náðum að vinna mjög vel saman og hann er algjör snillingur í útsetningum. Þarna fékk ég líka upp í hendurnar tæki- færi til að vinna með mjög flottu fólki og síðan fór þetta svona. Guð minn góður, aldrei héldum við að þetta myndi fara svona langt. Ég hélt ekki einu sinni að þetta myndi vinna forkeppnina á Íslandi. Ég var bara „já já, ég er að fara að taka þátt í Eurovision“.“ Eftir Eurovision-ævintýri Jóhönnu var hún mikið erlendis, í Svíþjóð og Danmörku til dæmis, og kom henni það í opna skjöldu að fólk vissi hver hún var. „Það kom mér á óvart því ég hélt einhvern veginn að ef ég færi út fyrir landið mitt þá myndi enginn þekkja mig, en fólk þekkti mig, en ekki í eins miklum mæli og hér heima, en samt.“ Aldrei að segja aldrei Aðspurð hvort hún hafi áhuga á því að taka þátt í Eurovision aftur segist Jóhanna aldrei ætla að segja aldrei. „Ég hef náttúrlega tekið þátt í forkeppninni tvisvar eftir þetta og þetta er rosalega gaman. Ég fæ boð frá mörgum á hverju einasta ári um að taka þátt en mér finnst þetta eiginlega vera fullreynt. Ég lenti þarna í öðru sæti og ég mun líklega ekki ná betri árangri en það, þannig að þetta er fínt. En ég ætla samt aldrei að segja aldrei, ef ég fengi eitthvert sjúklegt lag upp í hendurnar sem mér fyndist ég þurfa að syngja þá myndi ég gera það, en ég hef ekki ennþá fengið það lag. Ég hef samt fengið mörg mjög góð, en ekki það rétta. Ég hugsa að ef ég tæki þátt þá myndi ég líklega frekar vilja vera höfund- ur en ekki syngja sjálf. Mér finnst ég líka svolítið vera á öðrum stað, er bara að gefa út mitt eigið efni og það er mjög mikið að gera. Svona keppnir taka mikið af manni, þær taka andlega afar mikið. Ég er mjög mikil keppnismanneskja og þegar ég er að keppa þá gef ég mig alla í það.“ Þjáðist af liðagigt í Eurovision en gleymdi sársaukanum á sviðinu Jóhanna Guðrún hefur þjáðst af liðagigt síðan hún var níu ára en fékk þó ekki rétta greiningu fyrr en eftir að hún tók þátt í Eurovision. Það hafði þó alltaf verið ljóst að um einhvers konar gigt var að ræða enda var Jóhanna mjög veik í mörg ár. Jóhanna var mjög þjáð af gigt þegar hún gekk að sviðinu í Rússlandi en segist þó hafa gleymt sársaukanum um leið og upp á svið var komið og hún byrjaði að syngja. „Ég næ samt alltaf að tjasla mér saman fyrir gigg og slíkt, en síðustu ár hef ég verið á lyfjum sem virka vel á mig. En ef ég hef lent í ein- hverju millibilsástandi, hef þurft að hætta á lyfjunum eða eitthvað svoleiðis, þá verð ég mjög veik. Það bólgnar allt upp og ég fæ verki í alla liði og á erfitt með að hreyfa þá. Það er bara sárt að hreyfa sig, ég fæ vöðva- og vefjaverki með þessu. Ég fæ líka hita og skelf öll, get ekki skorið kjöt á diski né geng- ið sjálf þegar ég er sem verst. Sem betur fer gekk meðgangan ótrú- lega vel fram að 36 viku en þá byrj- aði dóttur minni að líða svakalega illa. Ég fékk mikinn bjúg undir lok- in og þegar ég var gengin 38 vikur var ég sett af stað því ekki var talið ráðlegt að láta þetta ganga leng- ur. Ég léttist svo um 11 kíló af bjúg fyrstu vikuna eftir að hún fæddist.“ Ranglega greind með frjókorna- ofnæmi og missti sjónina Þegar Jóhanna var sautján ára stundaði hún söngnám í Dan- mörku. Eftir tónleika í skólanum eitt kvöldið fór Jóhönnu að verkja í annað augað og taldi það vera sak- lausa sýkingu. Nokkrum dögum síðar var hún flogin til Íslands og er heppin að hafa haldið sjóninni. „Eftir tónleikana voru allir að segja mér að ég væri líklega komin með sýkingu í augað svo ég skol- aði það, tók verkjalyf og fór svo að sofa. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera en daginn eftir staulaðist ég á spítala og læknirinn sagði að ég væri örugglega með frjókorna- ofnæmi, sem er alveg fáránlegt því það lýsir sér ekki svona. Þannig að það var brugðið á það ráð að fljúga mér strax heim, pabbi dró fram VISA-kortið og ég kom heim með dýrasta farinu og beint á spít- alann. Þá var ég orðin mjög slæm af lithimnubólgu sem er tengd gigtinni. Ég var alveg hætt að sjá með öðru auganu og það var allt orðið grátt yfir. Ég var lögð inn á spítala í tíu daga á meðan það var verið að ná þessu niður. Ég er ekki alveg með fulla sjón í dag en ég myndi þó ekki segja að þetta hái mér, ég sá þó eins og örn áður en þetta gerðist.“ Heppin þegar þau eignuðust dóttur sína Margrét Lilja, dóttir Jóhönnu Guð- rúnar, er rúmlega tveggja ára og segir Jóhanna Guðrún móðurhlut- verkið yndislegt starf. „Hún er rosalega hraust og dugleg og við erum ótrúlega stolt af henni og teljum okkur hepp- in að vera foreldrar hennar. Hún er í rauninni afar lík okkur, hefur húmorinn hans pabba síns og skapið hennar mömmu sinnar.“ Jóhanna og Davíð Sigurgeirs- son, kærasti hennar og barnsfaðir, hafa rætt frekari barneignir og eru þau sammála um að þau vilji eign- ast fleiri börn. Jóhanna segir þó erfitt að ákveða þessa hluti enda hafi þau verið heppin þegar þau eignuðust dóttur sína. „Þetta gerist ekkert alltaf eins og maður vill og við vorum mjög heppin þegar við áttum hana. En jú, við höfum rætt það okkar á milli að okkur langi allavega í tvö börn og ætlum svo að sjá til með fram- haldið. Það er náttúrlega mjög erfitt að vera bæði tónlistarmenn, vinnan okkar er svo sundurslitin og misjöfn eftir árstíðum. Ég væri örugglega byrjuð að skella í ann- að ef það væri ekki að valda mér áhyggjum. Mér finnst dóttir okk- ar nú þegar vera mikið hjá öfum sínum og ömmum á kvöldin. Þrátt fyrir að hún elski það þá finnst manni hún alveg vera nógu mikið í pössun. En svo eftir því sem hún eldist þá getur hún oft komið með á æfingar og svoleiðis.“ Jóhanna segir dóttur sína flotta tónlistarkonu og að þegar hún sé sjálf að læra lög sé hún fljótlega farin að syngja þau með henni. „Kannski aðeins barnalegri en ég en hún er auðvitað bara tveggja ára. Ef hún vill þá getum við kennt henni allt sem við kunnum en ef hún vill gera eitthvað annað þá má hún alveg gera það.“ Vinna best saman Jóhanna og Davíð hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina og þekkja því vel inn á hvort annað. „Í raun, allt sem við gerum er saman, alveg svona 80 prósent af minni vinnu er með Davíð. Þannig að þetta er bara heimilisrekstur- inn hjá okkur. Það er líka enginn betri en hann og við erum alltaf best saman, við tengjumst svo vel og skiljum hvort annað svo vel í þessu.“ Á döfinni hjá Jóhönnu og Davíð eru Evu Cassidy-tónleikar sem haldnir verða þann 10. febrúar en fljótt varð uppselt á tónleikana og ákváðu þau því að setja upp aukatónleika klukkan 17 sama dag, sem enn er hægt að næla sér í miða á. n Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár. Þegar Jóhanna var einungis níu ára hóf hún að koma fram sem söngkona og sendi einnig frá sér sinn fyrsta geisladisk sem bar nafnið Jóhanna Guðrún 9. Það var árið 2009 sem Jóhanna Guðrún sló í gegn í Rússlandi fyrir hönd Íslands í Eurovision og lenti í öðru sæti, einungis átján ára gömul en þó hokin af reynslu. 6 hlutir sem þú vissir ekki um Jóhönnu Guðrúnu 1 Jóhanna Guðrún elskar góðan ítalskan mat 2 Jóhanna er skó-, tösku- og kápufíkill og á allt of mikið af þessu öllu 3 Það er erfitt að finna manneskju sem hefur meira keppnisskap en Jóhanna 4 Jóhanna verður mjög sár út í sjálfa sig í lengri tíma ef henni finnst hún ekki syngja eitthvert gigg nógu vel, jafnvel þótt hún hafi gert sitt allra besta 5 Jóhanna er mikil fjölskyldumann- eskja og það besta sem hún veit er að hafa alla fjölskylduna nálægt sér 6 Jóhanna hefur aldrei smakkað áfengi eða reykt Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is „Sama hvað þú gerir í lífinu, ef þú ætlar að skara fram úr í einhverju þá þarftu að fórna einhverju. m y n d iR s ig tR y g g u R A R i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.