Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 73
sakamál 73Helgarblað 26. janúar 2018 Henry Lee losnaði úr geðveikrafangelsi árið 1970 með afdrifaríkum afleiðingum B andaríkjamaðurinn Henry Lee Lucas var afkastamikill raðmorðingi á tímabilinu frá 1960–1983. Sjálfur sagð- ist hann hafa orðið um 3.000 manns að bana, en hann var þó ekki dæmdur fyrir nema ellefu morð. Til að byrja með stund- aði Henry Lee iðju sína einn og óstuddur, en undir árslok 1976 kynntist hann samkynhneigð- um brennuvargi, Ottis Toole að nafni, í súpueldhúsi og með þeim tókst ástarsamband. Ottis þessi ku ekki hafa reitt vitið í þverpokum, reyndar var greindarvísitala hans svo lá að hann taldist einfaldlega þroskaheftur, en hljóp undir bagga með Henry Lee í ódæðisverkum. Undarleg æska Henry Lee fæddist 1936. Hann var sonur áfengissjúks föður og vændis konu, Violu. Viola hafði mestu andstyggð á syni sínum og segir sagan að hún hafi gert tilvist hans að hreinu helvíti. Að áeggjan einhvers „frænda“ fór Henry Lee að stunda kynlíf með dýrum en hafði greinilega til- einkað sér nýjar áherslur árið 1951 þegar hann reyndi að nauðga 17 ára stúlku, Lauru Burnley. Laura ákvað að selja æru sína dýru verði, barðist eins og ljón og galt fyrir með lífi sínu. Með mömmu Svo stiklað sé á stóru þá myrti hann móður sína 11. janúar 1960. Viola var þá 74 ára, en sú stað- reynd og einnig að um var að ræða móður Henry Lee kom ekki í veg fyrir að hann hefði kynmök við lík- ið. Fyrir vikið var hann vistaður á stofnun fyrir geðveika glæpamenn og í júní, 1970, komust væntanlega einhverjir sérfræðingar að því að hann væri orðinn klár í kollinum og honum var veitt frelsi. Kinnhestur kostar líf Sem fyrr segir hitti Henry Lee hinn þroskahefta Ottis árið 1976. Hann flutti inn til fjölskyldu Ottis og fékk fljótlega áhuga á Friedu Powell, 10 ára þroskaheftri frænku Ottis, og með þeim hófst kynferðislegt sam- band. Árið 1982 fóru skötuhjúin til Kaliforníu, síðan Texas og svo tók við flækingur um Bandaríkin. Í ágúst það ár hljóp snurða á þráðinn hjá þeim og rak Frieda Henry Lee vænan kinnhest. Segja má að Henry Lee hafi laun- að henni kinnhestinn með rent- um, því hann stakk hana á hol og sundurlimaði líkið. Játningaflóð Í júní 1983 var Henry Lee handtek- inn og játaði sig sekan um ótölu- legan fjölda morða. Hann sagði frá hlutdeild Ottis, sem þá var í fang- elsi í Flórída og dró hvergi úr. Svip- að var uppi á teningnum hjá Ott- is; hann hreinlega hafði ekki tölu á fórnarlömbum þeirra félaga – en þau voru mörg. Síðar kom í ljós að mörg „fórnar lamba“ þeirra voru við hestaheilsu og jafnvel aldrei orðið misdægurt. Henry Lee játaði sig einnig sekan um glæpi á Spáni og í Japan, þótt nokkuð ljóst væri að hann hefði aldrei stigið niður fæti utan landsteina Bandaríkjanna. Rauðguli sokkurinn Á meðal þeirra morða sem Henry Lee var dæmdur fyrir var morð á puttaferðalang, stúlku sem enn þann dag í dag er ekki vitað hver var. Stúlkan fékk viðurnefnið Rauðguli sokkurinn því það var eina fataplaggið sem hún var íklædd þegar hún fannst í Texas á allraheilagramessu 1979. Síðar kom í ljós að Henry Lee hafði verið víðs fjarri þegar stúlk- an var myrt. Hann hafði hins vegar, við yfirheyrslu, lesið máls- skjöl vegna morðsins og sá ekkert því til fyrirstöðu að játa sig sekan um það morð líka – hvað munar um eitt morð enn. Bilun Henry Lee Lucas og Ottis Toole fengu báðir dauðadóm. Síðar voru dómar þeirra beggja mildaðir og breytt í lífstíðarfangelsi. Í tilfelli beggja gekk það eftir, því Ott- is lést vegna lifrarbilunar í september 1996 og hjartað gaf sig hjá Henry Lee í mars 2001. n Ottis og Henry Lee Deildu svipuðum áhugamálum þrátt fyrir að vera um margt ólíkir. „Segja má að Henry Lee hafi launað henni kinnhestinn með rentum, því hann stakk hana á hol og sundurlimaði líkið. sameinaðist fjölskyldu sinni, þá þrettán ára að aldri. Pauline Parker þjáðist af bein- og mergjarbólgu og ekki fráleitt að veikindi vinkvennanna hafi styrkt vináttubönd þeirra. Þegar frá leið þróaðist vinátta þeirra enn frekar og þær sköpuðu eins konar fantasíuheim. Aðskilnaður í vændum Í júní 1954 stóðu foreldrar Juliet í skilnaði og fyrirhugað var að senda hana til Suður-Afríku þar sem hún myndi búa hjá ættingj- um sínum. Juliet leist ekki á blik- una og hún og Pauline gátu ekki hugsað sér að verða aðskildar, enda hafði fantasíuheimur þeirra undið þó nokkuð upp á sig. Pauline vildi fara með vinkonu sinni til Suður-Afríku, en foreldrar beggja stúlknanna tóku það ekki í mál, enda hugmyndin öðrum þræði hugsuð til að skilja þær að með afgerandi og jafnvel endan- legum hætti. Pauline sá í hendi sér að eitthvað yrði til bragðs að taka. Láta til skarar skríða Nú, sú ósk sem Pauline hafði sett fram í dagbókarfærslu sinni 13. febrúar 1954 rættist 22. júní sama ár. Daginn þann fór Honora að vilja dóttur sinnar, reyndar ekki sjálfviljug, og fór yfir móðuna miklu. Hún fór með Pauline og Juliet í gönguferð í Victor- iu-garðinum í Christchurch. Á afskekktum stað „missti“ Juli- et skrautstein sem Honora síðan beygði sig eftir. Pauline hafði sett hálfan múr- stein í sokk og lét vaða í höfuð Honoru þar sem hún bograði yfir skrautsteininum. Að sögn hugðu stúlkurnar að eitt högg mundi duga til að bana henni, en þegar upp var staðið þurfti að berja hana yfir 20 sinnum í höfuðið áður en hún lét segjast. Síðan hlupu stúlkurnar á næsta kaffihús og sögðu að Honora hefði hrasað og rekið höfuðið illa í. Málið vakti athygli Lögreglan lagði ekki trún- að á þá sögu, enda bentu höfuð- áverkar til þess að Honora hefði hrasað og rekið höfuðið í og síð- an endurtekið óhappið hátt í þrjá- tíu sinnum. Ekki bætti úr skák að innan tíðar fannst morðvopnið skammt frá líki Honoru. Pauline og Juliet voru hand- teknar og vakti málið mikla athygli því miklar vangaveltur voru um kynhneigð vinkvennanna, en á þeim tíma var samkynhneigð nánast talin andlegur kvilli. Sök- um aldurs sluppu vinkonurn- ar betur en margur annar hefði í svipaðri stöðu. Þær sluppu við dauðarefsingu og fengu hvor um sig ekki nema fimm ára dóm. Eftirmáli Þegar Pauline og Juliet var sleppt úr fangelsi fór Juliet til Eng- lands og síðar Bandaríkjanna. Að lokum settist hún að á Englandi, tók upp nýtt nafn, Anne Perry, og haslaði sér völl í skrifum saka- málasagna. Pauline dvaldi um skeið á Nýja-Sjálandi og var undir eftirliti til að byrja með. Síðan fékk hún heimild til að flytja til Englands og settist að í Kent og rak reiðskóla fyrir börn. Hún lýsti yfir mikilli iðrun vegna morðsins á móður sinni og neitaði lengi vel að veita viðtöl um það. Mál þeirra vinkvenna hefur orðið efniviður nokkurra kvik- mynda í gegnum tíðina. n Bestu vinkonur Pauline og Juliet voru óaðskiljanlegar þegar þær gátu komið því við. Juliet Hulme Settist síðar að í Englandi og tók upp nýtt nafn. Henry Lee Lucas Sum „fórnarlamba“ hans voru við hestaheilsu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.