Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 65
menning 65Helgarblað 26. janúar 2018 Metsölulisti Eymundsson Vikuna 14.–20. janúar Vinsælast í bíó Helgina 19.–21. janúar Vinsælast á Spotify 14.–20. janúar 1 Þorsti - Jo Nesbø 2 Sigraðu sjálfan þig - Ingvar Jónsson 3 Stígvélaði kötturinn - Stella Gurney endursagði 4 Bætt melting betra líf - Michael Mosley 5 Nuevo Espanol en Marcha 6 Nuevo Espanol en Marcha (vinnubók) 7 Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir 8 Almanak Háskóla íslands 2018 9 Fagur fiskur - Sveinn K./Áslaug S. 10 Svanurinn - Guðbergur Bergsson 1 Paddington 2 2 Jumanji (2017) 3 The Post 4 12 Strong 5 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 6 Star Wars: The Last Jedi 7 The Commuter 8 The Greatest Showman 9 Ferdinand 10 Coco 1 Floni - Floni 2 JóiPé & Króli - GerviGlingur 3 Herra Hnetusmjör - KÓPBOI 4 Yung Nigo Drippin' - Plús Hús 5 Ed Sheeran - ÷ 6 Ýmsir - The Greatest Showman 7 Sam Smith - The Thrill Of It All 8 Post Malone -Stoney 9 Camila Cabello - Camila 10 XXXTentacion - 17 Fá Óskars- tilnefningu Tveir Íslendingar eiga hlut í til- nefningum til Óskarsverðlaun- anna í ár, þó að nöfn þeirra hafi ekki komið fram þegar tilnefn- ingarnar voru lesnar upp fyrr í vikunni. Eggert Ketilsson hafði umsjón með framkvæmd leik- myndagerðar, var art director, í kvikmyndinni Dunkirk, en ein af átta tilnefningum myndar- innar var fyrir leikmynd. Þá er Helga Kristjana Bjarnadótt- ir hluti af animation-teymi myndarinnar The Breadwinner sem er tilnefnd sem besta teiknimyndin í fullri lengd. Þ að er hægara sagt en gert að tala um myndlist. Lista- verkin eru auðvitað – eðli málsins samkvæmt – sjón- ræn og illmögulegt að fanga kjarna þeirra í orðum. Þegar við tjáum upplifun okkar af verkun- um – uppljómun, vellíðan, örvun og undrun eða þvert á móti ónot, viðbjóð og leiðindi – eignast þau hins vegar sjálfstætt framhaldslíf. Þegar við rekjum hugrenninga- tengslin sem verkin kveikja og kynnumst viðhorfum annarra dýpkum við tengsl okkar við lista- verkin og öll möguleg (og ómögu- leg) viðfangsefni sem þau tengj- ast. Á nýrri íslenskri vefsíðu, Blái vasinn, er hægt að sökkva sér ofan í fjölmörg samtöl og umræður um íslenska myndlist frá síðustu 80 árum. Síðan er sístækkandi gagnagrunnur með orðum mynd- listarmanna; blaða-, sjónvarps- og útvarpsviðtölum, samtölum listamanna, fyrirlestrum og opin- berum erindum, svo eitthvað sé nefnt. Það eru myndlistarkonurn- ar Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir sem standa fyrir verkefninu og sinna því samhliða listnámi í Belgíu. Blaðamaður DV heimsótti höf- uðstöðvar Bláa vasans, á efri hæð sýningarrýmisins ABC Klubhuis í Antwerpen, sem þær Guðlaug og Kristín halda úti ásamt nokkrum öðrum íslenskum listamönnum. Varpar ljósi á listina Hvað varð til þess að þið hófuð að safna saman orðum íslenskra myndlistarmanna í þennan gagnagrunn á netinu? G: „Fyrst var það bara okkar eigin forvitni held ég. En svo fannst okkur þetta vera eitthvað sem vantaði. Upplýsingaleit um íslenska myndlist og myndlistar- menn getur verið rosalega flók- in. Það er frekar lítið efni til og oft ekki aðgengilegt. Þótt það sé svo ýmislegt til á timarit.is þá er það algjör grautur og maður get- ur auðveldlega eytt heilum degi í eitthvert rugl ef maður veit ekki nákvæmlega að hverju maður er að leita. Við vildum koma á fót einhverjum skýrum og aðgengi- legum gagnagrunni.“ K: „Þegar maður byrjar að skoða viðtöl við myndlistarmenn sér maður fljótt að þar birtist allt annars konar nálgun en í list- fræðinni. Þarna fær maður ekki hefðbundið yfirlit yfir stefnur eða „isma“. Þegar listamaðurinn tjá- ir sig sjálfur er það af allt annarri ástæðu. Þarna kemst maður bæði nær listamanninum sjálfum og því sem gerist bak við tjöldin við sköpunina, sem opnar fyrir skiln- ing og skynjun á myndlistinni.“ Nú eru myndlistarmenn sér- fræðingar í að tjá sig í sjónlista- verkum en ekki orðum. Af hverju ættum við að vilja heyra þá tala um það sem þeir eru að skapa? G: „Mér finnst myndlistar- menn að mörgu leyti tjá sig á sér- stakan hátt. Þeir eru að reyna að koma hlutum í orð sem er mjög erfitt að tjá. Með því að heyra þá reyna að koma orðum að þessu, í viðtölum eða skrifum, þá dýpkar það oft skilning manns á list við- komandi.“ K: „Já, og í sjálfu sér getur það líka verið ákveðið form af sköp- un að tala um viðfangsefnin, því skrifin og viðtölin geta verið svo stórkostleg og dýpkað upplifun- ina á verkum listamannanna.“ G: „Það er skemmtilegt að í mörgum þessara viðtala heyrir maður um baksvið myndlistar- mannanna, hvaðan þeir koma og hvernig þeir vinna. Þetta getur varpað miklu ljósi á listina, hver drifkrafturinn er og hvað liggur að baki. Maður fer líka að skilja sam- félagið betur og tengsl þess við sköpunina. Hvernig samfélagið gat stuðlað að, eða skemmt sköp- un viðkomandi.“ K: „Það er mjög áhugavert að lesa hvernig margir listamenn, sérstaklega á fyrri hluta 20. aldar- innar, þurftu að brjótast í gegnum mikla fordóma og fátækt. Það er ótrúlegt að heyra frá þessu fólki sem fæddist í einhverjum afdöl- um á Íslandi og kom sér til Frakk- lands, í suðupott framúrstefn- unnar, eða aðra svipaða staði. Það er mjög áhugavert að sjá muninn á því og því hvernig þetta er í dag – hversu ólíkar leiðir listamanna eru í dag. Ég held samt að það sé alltaf eitthvað sem myndlistar- maðurinn þarf að brjótast í gegn- um til að fylgja þessari þörf sem virðist alltaf vera til staðar, jafnvel þótt það séu ekki augljósir staðl- aðir hæfileikar strax frá byrjun.“ Eigin leið að myndlistarumræðu Nú eruð þið búsettar í Belgíu þar sem er gríðarlega gömul og mikil myndlistarhefð. Er einhver munur á myndlistarumræðunni hér úti og heima – sjálfur hef ég á tilfinn- ingunni að á Íslandi sé umræðan til dæmis mun óakademískari en í Evrópu. Hver er ykkar upplifun? G: „Það er mjög gaman og lærdómsríkt að flytja út og læra myndlist í Evrópu, því það er önnur nálgun og nánast nýtt tungumál sem maður kynnist. Það er rétt að á Íslandi vantar kannski að fólk geti talað saman á akademískum nótum, en þetta finnst mér hins vegar mjög vand- meðfarið. Í grunninn finnst mér frekar mikilvægt að fólk tali yfir- leitt um myndlist – en svo ætti hver og einn að geta fundið sína eigin leið að því. Ég bjó áður í Hollandi og þar fann ég fyrir því hvað myndlistarumræðan er úti um allt og alls konar. Þar er fólk með sína eigin nálgun á þetta, talar á mjög fjölbreyttan hátt um myndlistina og alls ekki bara þannig að það passi inn í ákveðið form. Stemningin á Íslandi er stundum þannig að þetta þurfi að passa inn í einhverja fyrir- fram ákveðna forskrift, til dæmis sýningarspjall þar sem er menn- ingarviti er að spyrja listamann sem á að geta svarað öllu um verkið sitt. Hér í Evrópu hefur umræð- an auðvitað verið mun lengur í gangi þannig að fólk er í miklu meira samtali við hefðina. Að sama skapi eru margir listamenn sem maður þekkir algjörlega með söguna á bakinu og eiga í mestu vandræðum með að komast áfram. Á Íslandi er miklu meira frelsi að þessu leyti. Það gerir það hins vegar að verkum að það er afar mikið af endurteknum stefj- um í íslenskri myndlist. Yngri myndlistarmenn eru oft óafvit- andi að endurtaka efni sem eldri listamenn hafa tekist á við áður og rætt um.“ K: Já, í staðinn fyrir að vera í samtali við söguna og ýta hlutun- um áfram enda þeir kannski á því að endurtaka sömu hlutina, al- gjörlega ómeðvitaðir um að þetta hafi verið gert áður. Það vantar kannski einhverja yfirsýn, sama umræðan á sér stað aftur og aft- ur. Og það sama gerist úti í sam- félaginu. Það er ennþá verið að spyrja listnema hvort þeir séu ekki örugglega að mála og svo framvegis. Blái vasinn er ekki síst fyrir þá sem þekkja minna til myndlistar, eru opnir en finnst hún óaðgengi- leg eða erfið að nálgast. Með yfir- sýn yfir starf myndlistarmanna getum við tekið hlutina lengra, kannað nýjar slóðir og komið í veg fyrir að umræðan endurtaki sig. Þannig getur Blái vasinn til dæmis nýst vel inn í skólakerf- ið.“ n Tónlist að heiman Filippseyjar: Bayan Ko í flutningi Freddie Aguilar „Þetta lag minnir alla Fil- ippseyinga, hvar sem þeir eru staddir í veröldinni, á það sem við höfum átt í Filippseyjum og það sem myndi alltaf láta okkur vilja koma aft- ur,“ segir Ron- ald Fatalla, tölvunar- verkfræðing- ur, um lag- ið Bayan Ko sem var samið af sjálfstæðishetjunni José Alejandrino og hefur ver- ið flutt af ótal listamönnum í gegnum tíðina. Ronald mæl- ir sérstaklega með útgáfu þjóðlagasöngvarans Freddie Aguilar. „Eins og fólk veit kannski hafa Filippseyjar þurft að lúta stjórn margra mismunandi ríkja í gegnum aldirnar, þar sem Spánn, Japan og Bandaríkin hafa öll reynt að sigra og hneppa Filippseyjar í þrældóm en í hvert skipti höfum við risið upp og barist fyrir frelsinu. Lagið fjallar um hversu yndislegar, ríkar og fallegar Filippseyjar eru og það sé einmitt þess vegna sem land- nemarnir og útlendingar hafa fallið fyrir landinu og viljað eign- ast það. Lagið ber landið saman við frjálsan fugl, ef hann er fang- aður grætur hann og reynir hvað hann getur til að komast úr búr- inu.“ Ronald Fatalla Guðlaug og Kristín Halda úti vefsíðunni Blái vasinn samhliða listnámi í KASK í Belgíu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Mér finnst myndlistarmenn að mörgu leyti tjá sig á sérstakan hátt. Þeir eru að reyna að koma hlutum í orð sem er mjög erfitt að tjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.