Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 7
Helgarblað 26. janúar 2018 fréttir 7 meðferðarheimilið er rekið. Stjórnendur hafa hreykt sér af því að hafa náð góðum árangri. Sam- kvæmt heimildum DV voru það nemar við Háskóla Íslands, og nemendur Sigurlínu Davíðsdóttur stjórnarformanns, sem sáu um að framkvæma könnunina um ár- angurinn. Landlæknisembættið virðist hafa tekið könnun nem- endanna sem sögð er framkvæmd af nemum Sigurlínu sem vísinda- legum niðurstöðum í stað þess að skoða hana með gagnrýnum aug- um. Umdeildur forstöðumaður Þorgeir Ólason er fimmtugur. Hann er sagður hafa átt í óeðli- legum samskiptum við kvenkyns skjólstæðinga. Heimildarmenn DV segja allir að Þorgeir hafi ein- göngu sýnt stúlkum áhuga og tek- ið þær á einkafundi án samráðs við þann ráðgjafa sem var ábyrg- ur fyrir meðferðinni og farið með þær í bíltúra. Einn heimildar- manna DV segir að stúlka hafi ver- ið kölluð drusla af frænku Þorgeirs eftir að hann var sakaður um að eiga í sambandi við hana. „Aldrei sá ég hann taka strák- ana í einkaviðtöl eða bíltúra,“ seg- ir einn heimildarmanna DV sem starfað hefur á Krýsuvík og þekkir þar vel til. Hann segir að ráðgjaf- ar og annað starfsfólk hafi ósk- að eftir að Þorgeir yrði látinn fara. „Ráðgjafar Krýsuvíkur er flott fólk, og það er ekki rétt að þeir séu ómenntaðir eins og kom fram í fyrri umfjöllun ykkar. Allir ráðgjaf- ar frá 2010 hafa IC&RC próf, Nordic Baltic al- þjóðavottun, NLP master pract- ition og einn er meira segja með meistarapróf úr háskóla. Þetta veit ég bara af því skírteinin þeirra hanga uppi á vegg. Flest þessara eru samt hætt í dag nema einn. Þessu fólki var einfaldlega nóg boðið.“ Það voru ekki síst undanþág- ur þeirra skjólstæðinga sem voru í náðinni hjá Þorgeiri sem fóru fyr- ir brjóstið á starfsmönnum. „Inni á svona meðferðarheimili verður eitt yfir alla að ganga. Það skapar mikinn óróa ef sumir fá að beygja reglurnar.“ Sem dæmi þá nefnir viðkomandi að Þorgeir hafi leyft stúlku, sem hann bar tilfinningar til, leyfi til að vera með farsíma á sér. Gengur það þvert á reglur samtakanna. Mál Þorgeirs hefur verið ítrek- að rætt á stjórnarfundum undan- farin misseri. DV óskaði eftir svör- um frá Sigurlínu vegna framkomu Þorgeirs í garð kvenkyns sjúklinga. Um það sagði Sigurlína: „For- stöðumaðurinn er nú búinn að upplýsa mig og aðra í stjórninni um þetta mál, sem er allt mjög erfitt og leiðinlegt.“ Þorgeir á nú í sambandi við stúlku sem er um 25 árum yngri en hann en þau kynntust á AA-fund- um. Hún hafði verið án áfengis í tvo mánuði þegar samband þeirra hófst. Á Krýsuvík og á fleiri með- ferðarstöðvum er lögð áhersla á það að hefja ekki strax ástarsam- band á fyrstu mánuðum edrúm- ennskunnar og hafa ráðgjafar og fleiri skjólstæðingar gagnrýnt að Þorgeir fari gegn því sem hann predikar sjálfur á sínum meðferðarstað. Samkvæmt heim- ildum DV býr stúlkan í bílskúr á lóð móður Þor- geirs. „Þorgeir hefur staðið í sam- bandinu við nýliðann fyrir fram- an framkvæmdastjórann á Krýsu- vík í garðinum hjá mömmu sinni,“ segir fyrrverandi starfsmaður sem þekkir vel til AA-samtakanna. „Til- finningasamband, viðskipti og kynlíf, þetta getur reynst hættu- legt á fyrstu mánuðum edrúm- ennskunnar. Fíklar bera mikið traust til ráðgjafa og það er hrein misnotkun ráðgjafa að fara út fyr- ir atvinnuhlut- verk gagnvart þeim. Brot gegn þessu getur kost- að skjól- stæðing lífið. Þeir geta byrj- að aftur að drekka og dáið.“ Sumarfrí í janúar Þorgeir hef- ur eins og áður segir verið sendur í tveggja mánaða sumarfrí í janúar í kjölfar umfjöllunar DV. Þorgeir hafði lítið sést á svæðinu síðustu mánuði eftir meint óeðlileg samskipti hans við skjólstæðing. „Hann hef- ur áður farið í leyfi þegar gustar um hann. Þau ætla að bíða af sér storminn og þá snýr hann til baka,“ segir fyrrverandi ráðgjafi sem telur að viðvera Þorgeirs hafi skemmt fyrir öllu meðferðarstarfi. „Hann kemur af og til á með- ferðarheimilið og veður þá inn eins og að hann eigi staðinn. Hann veit ekkert hvað er búið að vera í gangi og þekkir fáa skjólstæðinga. Síðan handvelur hann eina og eina stúlku sem hann ætlar að bjarga, án samráðs við þá sem eru ábyrgir fyrir meðferðinni,“ segir viðmælandinn. Viðvera Þorgeirs hafi því verið til trafala og herma heim- ildir DV, eins og áður segir, að margir starfsmenn hafi sagst ekki geta starfað undir hans stjórn. Bílaæði í Krýsuvík Þorgeir hefur haft nokkra bíla til umráða í Krýsuvík og hefur í tvígang verið skráðir fyrir bíl- um sem samtökin hafa átt áður. DV spurði Sigurlínu út í þau við- skipti en hún neitaði að svara spurningunum. Þá hefur Þorgeir, eins og áður segir, haft til umráða glæsikerruna sem kostaði með breytingum á tíundu milljón. Á meðan Þorgeir ók um á breyttum bíl var mikill hiti í starfsmönnum sem ferðuðust saman til Krýsu- víkur á hverjum morgni á mun eldri bíl og hafði verið neitað um nagladekk. Skýringin var aura- leysi. „Það er ógerningur að selja þennan bíl. Hann nýtist í að draga gröfur á milli staða og er flottur í að ferja mótorhjól Þorgeirs þegar hann er að leika sér. Stjórnin vissi ekki um þessi kaup,“ segir einn heimildarmanna DV. „Ný dekk voru borguð með kreditkorti sam- takanna og þegar kokkurinn fór í búðina að kaupa inn kom höfnun á kortið. Það er alltaf milljón á kortinu.“ Sigurlína segir ekki sann- leikann Sigurlína Davíðsdóttir hefur rekið Krýsuvík af miklu harð- fylgi. Hún er eins og áður seg- ir formaður Krýsuvíkursam- takanna. Hún hefur stofnað stað sem mörgum fyrrverandi skjólstæðingum þykir vænt Keypti glænýjan lúxusbíl fyrir son sinn„Það eru nokkrir starfsmenn sem eru ákveðnir í að segja af sér ef Þorgeir kemur aftur en æðstu menn ætla að bíða þennan storm af sér og þegja allt í hel. Þorgeir Ólason Í kjölfar umfjöll- unar DV hefur Þorgeir verið sendur í tveggja mánaða leyfi frá störfum. Heimildarmenn DV segja að það hafi áður gerst þegar óþægileg mál hafi komið upp meðal starfsmanna. Að þeirra mati er það ætlun yfirstjórnar að bíða storminn af sér og þagga málið niður. Glæsikerra Nýkeyptur lúxusbíll Krýsuvíkursamtakanna fyrir forstöðumanninn, Þorgeir Ólason, var settur á sölu um leið og DV spurðist fyrir um bílakaupin og hvort þau væru eðlileg. SEN DUR Í LEY FI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.