Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 36
Útlit og heilsa Helgarblað 26. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ Sigurjón Ernir Sturluson íþrótta-fræðingur, Boot Camp þjálf-ari, einkaþjálfari, hlaupari og áhugamaður um hreyfingu og matar- æði, býður upp á fjarþjálfun og hefur vart undan að sinna viðskiptavinum. Hann heldur úti Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis á Facebook og nýlega breytti hann bílskúrnum heima hjá sér í líkamsræktaraðstöðu í samstarfi við Sportvörur. „Ég ákvað að fara út í fjarþjálf- un eftir að hafa hjálpað og leiðbeint félögum og fjölskyldumeðlimum með hlaup, mataræði og ræktar- prógrömm. Ég sá fljótlega að áhuginn lá í þjálfuninni og þar sem mér þykir virkilega gaman að hjálpa fólki að ná árangri og sínum markmiðum ákvað ég að stíga næsta skref og bjóða upp á fjarþjálfun. Fjarþjálfunin hefur gengið vonum framar og hef ég varla haft undan við að sinna viðskiptavin- um þrátt fyrir að ég hafi aðeins byrjað með fjarþjálfunina fyrir rúmu ári síð- an,“ segir Sigurjón. Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis Á Facebook heldur Sigurjón úti síð- unni: Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis, þar sem hann er duglegur að skrifa pistla tengda hreyfingu og mataræði. „Það er engin binding í fjarþjálfuninni hjá mér, Ég vill að fólk sem sækir í þjálfun til mín finnist æfingarprógrömmin skemmtileg og um leið krefjandi og séu ekki að æfa hjá mér að óþörfu í ákveðin tíma ef fyrikomulagið hentar þeim ekki. „Æfingarnar eiga að vera fjölbreytt- ar og skemmtilegar. Ef fólki finnst æfingarprógrömin frá mér skemmti- leg og vill halda áfram þá er það að sjálfsögðu ekkert nema sjálfsagt, en ef þau henta ekki, þá reyni ég að breyta fyrirkomulaginu í takt við markmið og getu viðskiptavinarins hverju sinni. Ég legg ávallt áherslu á að halda vel utan um mína viðskiptavini.“ Lét drauminn rætast og setti upp líkamsræktarstöð i bílskúrnum Hann býr í Grafarholti með kærust- unni Simonu Vareikaité, starfar í Sportvöruverslununi Sportvörum í Bæjarlind 1-3, Járnblendiverksmiðj- unni Elkem á Grundartanga, Fjarþjálf- un og er einnig að klára masterinn í íþróttafræði við Háskóla Íslands þar sem lokaverkefnið er um fjarþjálfun á Íslandi. Áhugi Sigurjóns á líkamsrækt hefur verið mikill undanfarin tíu á og aðeins vaxið með árunum. „Ég byrjaði að vinna í sportvöruversluninni Sportvör- um fyrir fjórum árum síðan. Ég held ég hafi fyrst og fremst verið ráðinn í vinnu vegna gríðarlegs áhuga sem ég hef á þeim búnaði sem Sportvörur bjóða upp á,“ segir Sigurjón, sem er búinn að safna að sér líkamsræktartækjum í rúm sex ár og er í dag kominn með aðstöðu í skúrnum sem flesta íþrótta- iðkendur dreymir um að hafa. „Ég æfi 7-11 sinnum í viku, lyftingar, hlaup, crossfit, boot camp og hjól- reiðar en æfingar og álag fer eftir hvað er framundan og helst álag og fjöldi æfinga alltaf í hendur. Ég legg ávalt mesta áherslu á styrktarþjálfun í mínum æfingum þar sem líkamlegur styrkur er gríðarlega mikilvægur til að hámarka árangur á öllum íþrótta- greinum jafnt sem fyrirbyggja meisli og flýta fyrir endurheimt. Undirbúningur í fullum gangi fyrir heimsmeistaramótið í fjallahlaupum 2018 Sigurjóni finnst ekki leiðinlegt að skora á sjálfan sig og hefur hann keppt í fjölmörgum keppnum sem reyna á úthald, styrk og þol. „Næsta stóra áskorun hjá mér er Heimsmeistara- mótið í fjallahlaupum sem fer fram á Spáni 12. maí næstkomandi.“ Hlaupið verður í fjöllum þar sem vegalengdin mun líklega verða eitthvað í kringum 80 km og hækkunin allt að 5.000 m. Það á ennþá eftir að gefa út brautina svo þessar tölur eiga eftir að koma betur í ljós fljótlega. Sigurjón hleypur og snappar um leið (Snapchat: sigurjon1352) „Ég hef alltaf verið virkur á Snapchat, en þar er ég með notandanafnið sigurjon1352. Ég sýni ýmis atriði tengd hreyfingu og mataræði,“ segir Sigur- jón. Hann er einnig öflugur að sýna frá sínum æfingum, mataræði og snapp- ar einnig frá fjalla- og maraþonhlaup- um. Óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir Sigurjón er óhræddur við að fara aðrar leiðir en aðrir og sem dæmi má nefna þá fastar hann hluta dagsins á hverjum degi, en hann borðar þá frá hádegi til kl. 20 á kvöldin, og síðan ekkert í 16 klukkutíma. „Eins ótrúlegt og það hljómar þá hef ég í raun ekki borðað morgunmat í fjögur ár, fyrir utan kaffi og vatn,“ segir Sigurjón. „Ég er talsvert frábrugðinn öðr- um og er þekktur fyrir að fara að- eins öðruvísi leiðir þegar kemur að æfingum og mataræði, ófeiminn við að prófa mig áfram og finna þá leið sem virkar fyrir mig. Ég hef verið svo heppinn að fjölmörg fyrirtæki hafa stutt mig og Sportvörur, Fitness- sport, Hleðsla, Dansport og Heilsa hafa staðið vel við bakið á mér.“ „Ég horfi alltaf á stóru myndina þegar það kemur að árangri en inn í hana fellur: mataræði, æfingar, ákefð/ álag á æfingum, hvíld, vinna/skóli og fjölskylda og einkalíf. Til að ná sem bestum árangri til lengri tíma þurfa allir þessir þættir að haldast í hendur. Besta leiðin til að auka þekkingu og ná lengra er að prófa sig áfram, þora að misstíga sig og halda í það sem virkar, sama hversu furðulegt það hljómar.“ „Ég er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir“ n Heimsmeistaramótið í Spartan Race í Bandaríkjunum þar sem Sig- urjón náði flottum árangri. n Spartan Race sprettþraut hér heima á Íslandi í desember, en þar fór Sigurjón með sigur af hólmi. n Helstu hlaup: 5 km (16:54), 10 km (35:04), 21,1 km (1:18) og farið þrjú maraþon (Best 2:46:50). n Hlaupið og sigrað 5 Esjuferðir. n Hlaupið hringinn í kringum landið í 10 manna hóp (Útmeða) og tvisvar sinnum hjólað í WOW cyclothon. n Hlaupið og sigrað 5 tinda í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ. nHlaupið Laugaveginn (55 km) á 4:57 klst. n Unnið Þrekmótaröðina og hlotið titillinn „Hraustasti maðurinn 2015“ og einnig 2017. „Þessar áskoranir og keppnir hafa gefið mér góða þekkingu og skilning á því hvernig líkaminn bregst við miklu álagi og hvernig best er að bera sig að til að ná góðum árangri.“ ÚTBJÓ AÐSTÖÐU FYRIR ÆFINGARNAR OG ÞJÁLFUN Í BÍLSKÚRNUM HEIMA Helstu áskoranir og sigrar Líkamsræktarstöð í bílskúrnum Sigurjón lét drauminn rætast og er kominn með frábæra aðstöðu í bílskúrnum. Myndir /Sigtryggur Ari Snappað á hlaupum Sigurjón er duglegur á snappinu, líka á hlaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.