Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir um og verja eins og kirkjuna sína ef þeim finnst á meðferðarstarfið hallað í fjölmiðlum. Sigurlína hef- ur orðið uppvís að því í samskipt- um við blaðamenn DV að fara frjálslega með sannleikann. Ein af mörgum athugasemdum Landlæknis árið 2016 var að ekki lægi fyrir gæðahandbók. Við því var ekki brugðist. Sigurlína held- ur fram að búið sé að gera gæða- handbók og ráðgjafar hafi verið hafðir með í ráðum. Fyrrverandi ráðgjafar og stjórnarmenn full- yrða að gæðahandbókin sé ekki til. Annar heimildarmaður seg- ir að til séu drög að bókinni en í hana hafi verið nýtt efni héðan og þaðan frá öðrum heilbrigðisstofn- unum. „Það er lygi sem haft er eftir henni í fyrri grein ykkar að til sé gæðahandbók,“ segir heimildar- maður DV. Blaðið hefur óskað eft- ir afriti af gæðahandabókinni en það hefur ekki fengist. Svörin eru á þá leið að bókin yrði ekki send út úr húsi. Þá segir sami heimildar- maður að árangursmat hafi verið framkvæmt af nemum Sigurlínu í tölfræði við Háskóla Íslands. Það sé enginn óháður aðili sem hafi framkvæmt árangursmat, held- ur ungir nemendur í tímavinnu hjá Krýsuvíkursamtökunum. Vill Sigurlína ekki gefa upp hvernig matið var framkvæmt. Samkvæmt matinu ljúka um 26 prósent með- ferð sem tekur hálft ár. Um 60 pró- sent af þeim ná að vera án áfengis. „Ef það er satt að Krýsuvík sé með hæsta árangur í meðferð get- um við líka sagt að Krýsuvík sé með langversta árangur í að ljúka meðferð. Þetta er eins og spyrja bóndann á Hlaðgerðarkoti hvort það hafi verið margir edrú í með- ferðinni. Þetta er bull.“ Forstöðumaður hrósar meint- um kynferðisbrotamanni Það hefur reitt starfsmenn til reiði að verða vitni að því að Sigurlína hafi hrósað Birni Ragnarssyni fyr- ir vel unnin störf en hann starfaði þar sem fyrst sem ráðgjafi og síð- ar bílstjóri í Krýsuvík. Björn sem er sextugur varð uppvís að því að misnota traust skjólstæðings og hóf samband með ungri stúlku á meðan hún dvaldi í Krýsuvík. Björn var í kjölfarið látinn fara í nokkra mánuði en ráðinn aft- ur sem bílstjóri. Ekki löngu síðar kærði stúlka um tvítugt hinn sex- tuga ráðgjafa fyrir gróft kynferð- isbrot. Þegar DV óskaði eftir svör- um frá Sigurlínu um álit hennar á endurráðningu Björns sagði hún: „Björn viðurkenndi brot sitt umyrðalaust, var mjög leiður yfir því og var í fríi nokkra mánuði eftir það. Ekki var talið gerlegt að ráða hann aftur sem ráðgjafa, en þar sem sárlega vantaði staðarhaldara […] Björn er mjög fær í þessu starfi og ákveðið var að gefa honum tækifæri til að sanna að brot hans hefði verið einangrað og myndi ekki endurtaka sig. Þetta gekk ekki eftir og hann braut af sér aftur …“ Þá sagði Sigurlína að Björn hefði verið farsæll í starfi þrátt fyr- ir hinar alvarlegu ásakanir. Björn neitaði í samtali við DV að vera kynferðisbrotamaður en var al- gjörlega ósammála Sigurlínu um eigin getu. Sagðist hann enga þekkingu hafa til að hjálpa skjól- stæðingum Sigurlínu og að hann hefði verið settur í erfiða stöðu. Gekkst hann fúslega við því að hafa farið út fyrir öll siðleg mörk í samskiptum við skjólstæðinga og kvaðst hann vera að leita sér hjálp- ar hjá fagaðilum. Enginn peningur til, nema fyrir lúxusbíl DV spurði Sigurlínu í síðustu viku um nýleg bílakaup forstöðumanns meðferðarheimilisins en Lovísa framkvæmdastjóri og móðir Þor- geirs keypti bílinn eins og áður segir á 8,5 milljónir króna og var bílnum svo breytt fyrir háar upp- hæðir. Sigurlína hafði þetta að segja: „Stjórnin hefur heldur ekki ver- ið með fingurna í bílaumsvifum stofnunarinnar, en ef hún óskar og þegar ástæða hefur þótt til, hef- ur hún verið upplýst um þessi um- svif.“ Svarið verður að teljast nokk- uð undarlegt þar sem Lovísa er framkvæmdastjóri og situr í stjórn Krýsuvíkursamtakanna og er nán- asti samstarfsmaður Sigurlínu um árabil. Segja heimildarmenn DV útilokað að Sigurlína hafi ekki samþykkt og vitað af því að keypt- ur hafi verið bíll að verðmæti 8,5 milljóna króna fyrir forstöðu- manninn. Flestir starfsmenn í Krýsu- vík sem og nokkrir stjórnarmenn hafa furðað sig á þessum kaup- um og þá sérstaklega í ljósi þess að eitt og annað þarf að laga á með- ferðarheimilinu. Tölvubúnaður er gamall og húsgögn sum úr sér gengin. Þá hefur Þorgeir lítið sést á meðferðarheimilinu síðustu mánuði. Ef hlustað er á gamalt viðtal við Sigurlínu í Bítinu á Bylgj- unni frá 8. apríl 2015 talar hún um fjársvelt Krýsuvíkursamtök. „Við höfum undanfarin ár skrimt á lágmarks fjárframlög- um en erum bara hætt að treysta okkur til þess.“ Aðspurð um helstu styrktaraðila svaraði Sigurlína: „Ríkið hefur lagt pening til með- ferðarinnar. Síðan eru margir styrktarfélagar í samtökunum. Alls konar samtök líka, Lions, Kiwanis, Oddfellow, hafa rétt okkur hönd. En sá aðili sem hefur fjármagnað meðferðina er ríkið.“ Síðan bætti hún við: „Staðan á okkur er sú að við skrimtum. Við rétt skrimt- um […] Til að hafa það af út árið þá verðum við að fækka í húsi og segja upp fólki, og við erum þegar byrjuð á því.“ Þá var Sigurlína spurð um hversu mikið fjármagn þau fengju frá ríkinu. Gagnrýndi hún ríkið fyr- ir að fá ekki hærri upphæð. „Þetta er svipuð fjárhæð eins og síðast, við höfum verið með rétt um 70 milljónir […] En í ár kaupum við minna fyrir 70 milljónir heldur en í fyrra […] Við þyrftum svona 105 milljónir, þá værum við bara góð. Við myndum treysta okkur til að lifa fyrir eitthvað minna en það, en ekki mikið minna.“ Sigurlína fékk svo ósk sína upp- fyllta. Ríkið ákvað að auka fjár- magn um tugi milljóna. Það dugði til að hægt var að kaupa tryllitæki beint úr kassanum fyrir forstöðu- manninn. DV hefur einnig undir höndum greinargerð frá aðalfundi árið 2016. Þar stendur orðrétt: „Ragnar Ingi spurði hvort ekki stæði til að gera innra mat á starf- seminni. Sigurlína sagði það æski- legt en fjárhagsstaða (léleg) hefði komið í veg fyrir það.“ Mælirinn fullur Stjórnarmönnum var ljóst í upp- hafi mánaðar að ráðgjafar, starfs- fólk og fyrrverandi stjórnar- menn hefðu fengið sig fullsadda af óreiðunni í Krýsuvík. Segja heimildarmenn að ráðgjafar hafi reynt að gera sitt besta við erfið- ar aðstæður. Upplifðu bæði ráð- gjafar og starfsfólk að þegar þau komu kvörtunum á framfæri við stjórnendur væru hlutirnir þagg- aðir niður. Í janúar var stjórnin kölluð saman eftir umfjöllun DV. Á stjórnarfundum var rætt um ásakanir á hendur Þorgeiri, sonar Lovísu. Upplifun stjórnarmanna er að þeim hafi verið haldið óupp- lýstum bæði um milljóna bíla- kaup, meint kynferðisbrot ráð- gjafa sem og samband Þorgeirs við kvenkyns skjólstæðinga. Þá furða stjórnarmenn sig á því að Helena, mágkona Þorgeirs, og starfsmað- ur á skrifstofunni, hafi einnig setið stjórnarfundi þótt hún sé ekki stjórnarmaður. Tengsl Sigurlínu við þau Þorgeir og Lovísu eru sterk en þau hafa þekkst yfir 20 ár. Náið samband þeirra má rekja til þess að Krýsu- víkursamtökin stefndu í gjaldþrot undir lok síðustu aldar. Þá kom Þorgeir til skjalanna og tókst að rífa starfið upp úr öldudalnum. Hann fékk síðan móður sína til liðs við samtökin og síðan hefur Sigurlína ekki séð sólina fyrir þeim mæðgin- um. „Það verður ekki tekið af Þor- geiri að hann var mjög góður sem ráðgjafi og náði vel til fólks. Hann er hins vegar gjörsamlega óhæfur stjórnandi. Lovísa er einnig mjög góð kona og afar öflug. Hún er í þeirri ómögulegu stöðu að þurfa að taka á brotum sonar síns en það virðist hún ekki geta. Hún er bull- andi meðvirk gagnvart Þorgeiri,“ segir fyrrverandi starfsmaður. Stjórnarmaður hættir Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hef- ur komið æði oft saman síðustu vikur eftir fjölmiðlaumfjöllun DV. Þorgeir hefur eins og áður segir stígið til hliðar, glæsikerrann kom- in á sölu, lögfræðingar í starthol- um til að bregðast við bótakröfum sjúklinga og almannatengill úti í bæ ráðinn til að draga úr trúverð- ugleika frétta DV. Þá hefur stjórn- armaður sagt af sér. Telur stjórn- armaðurinn samvisku sína ekki leyfa að hann sitji áfram í stjórn og ljóst sé að ekki eigi að bregðast við alvarlegum athugasemdum frá skjólstæðingum, fyrrverandi ráð- gjöfum og stjórnarmönnum. DV hefur heimildir fyrir því að eftir fund stjórnar hafi starfs- fólk viljað ræða málin við stjórn- armenn og framkvæmdastjóri og stjórnarformaður þá lýst fund- um sem vel heppnuðum. DV hef- ur hins vegar heimildir fyrir því að starfsmenn hafi hótað að segja upp störfum komi Þorgeir aftur til starfa eftir að hafa verið skikkaður í sumarfrí. Níðingar að störfum Fyrir utan óeðlileg samskipti Þor- geirs við skjólstæðinga og meint kynferðisbrot ráðgjafans Björns Ragnarssonar þá hefur DV einnig heimildir fyrir að tveir aðrir karl- kyns starfsmenn, síðustu ár, hafi ýmislegt misjafnt á samviskunni. Annar þeirra hafi tvisvar verið sak- aður um að brjóta gegn konum auk þess sem lögreglan var tíður gestur á heimili hans vegna gruns um heimilisofbeldi á árum áður. Þá hafi DV öruggar heimildir fyrir því að maðurinn hafi viðurkennt á AA-fundum að hafa keypt vændi af konum, stúlkum og drengjum sem stríða við fíkniefnavanda. Umræddur maður hefur í starfi sínu aðgang að trúnaðargögnum um skjólstæðinga samtakanna. Hann er ekki í daglegum samskipt- um við þá en hefur farið í ferðir með ráðgjöfum og skjólstæðing- um, meðal annars í Þórsmörk. Starfsmaðurinn hefur verið án áfengis og vímuefna í lengri tíma en er sagður þjást af kynlífsfíkn. Hinn maðurinn starfaði sem ráð- gjafi um árabil á Meðferðarheim- ilinu í Krýsuvík og er sagður kyn- ferðislega brenglaður. Tveir heimildarmanna DV segja hann hafa tekið bæði skjólstæðinga og aðstandendur í einkaviðtöl heima hjá sér á kvöldin. Þá leigði hann herbergi miðsvæðis þar sem hann tók upp kynlíf sitt með konum án þess að láta þær vita. Braut hann með þeim hætti gegn fjölmörg- um konum á mjög víðu aldursbili, samkvæmt heimildum blaðsins. n Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af „Aldrei sá ég hann taka strákana í einkaviðtöl eða bíltúra. Stjórnarformaður Krýsu- víkursamtakanna Sigurlína Davíðsdóttir er sökuð um að reyna að þagga niður umræður um óþægileg mál í starfi meðferðarheimilisins. Meðferðarheimilið í Krýsuvík Að sögn heimildarmanna er margt gott gert í meðferðarstarfinu í Krýsuvík en yfirstjórn, sem er tengd nánum fjölskylduböndum, sé óhæf með öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.