Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Qupperneq 72
72 Helgarblað 26. janúar 2018 18 18 ára fangelsisvist gerði Bandaríkjamanninum Richard Biegenwald greinilega ekkert gott. Eftir að honum var sleppt úr fangelsi árið 1977 myrti hann að minnsta kosti fjórar manneskjur. Tvö fórnarlambanna gróf hann við heimili móður sinnar á Staten Island. Ric- hard lést í prísund árið 2008.Sakamál Höfnun og Hefnd n Einstæð móðir hittir mann n Maðurinn er úlfur í sauðargæru B elginn René Dubois var lánlaus maður, og gat kannski að einhverju leyti sjálfum sér um kennt. Árið 1999 uppgötvaði hann að eig- inkona hans, og móðir þriggja barna þeirra, átti í ástarsambandi við besta vin hans. René ákvað að kenna vini sínum lexíu og gerði það svo svikalaust að sá lá um átta mánaða skeið í dái á spítala. Fyrir vikið fékk René fimm ára dóm og var sleppt úr fangelsi í júní 2004. Mánuði síðar flutti René til Mouscron, í suðurhluta Belgíu, skammt frá landamærunum að Frakklandi. Þar hitti hann Vanes- su Six, fráskilda móður lítils drengs, Donovans, og með þeim tókust kynni. René verður ástfanginn René mátti eiga að hann fór ekki dult með fortíð sína og það ofbeldi sem hafði kostað hann fimm ár af frelsi. „Það heyrir sögunni til,“ sagði hann við Vanessu, „ég tók út mína refsingu og ekkert því líkt mun nokkurn tímann gerast aftur.“ Ekki leið á löngu þar til René var fluttur inn til Vanessu í bænum Luingne og orðinn svona líka yfir sig ástfanginn af henni. Hann tók til hendinni heima við, sá um inn- kaup, sótti Donovan í skólann og reyndist hinn besti sambýlismaður. Óendurgoldin ást En þó var sá hængur á að Vanessa gerði sér grein fyrir að þrátt fyrir líkamlegt samneyti þeirra væri með miklum ágætum þá fór því fjarri að hún endurgyldi þá ást sem hann bar til hennar. Sú yrði aldrei raunin, var henni ljóst, og hún yrði að segja honum það og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég vil ekki sofa hjá þér framar. Það er enginn neisti, en þú getur búið hér ef þú vilt,“ sagði Vanessa við René, sem hengdi haus. Hann hafði svo sem skynjað að ekki var allt sem skyldi og í raun grunað að eitthvað þessu líkt væri í uppsigl- ingu. Vanessa bjargar lífi René René leitaði huggunar hjá Bakkusi og drakk gjarna þar til hann stóð ekki í fæturna. Einnig kom í ljós að ofbeldishneigðin, sem átti að heyra sögunni til, var enn til staðar, því hann lét Vanessu ekki í friði og nef- braut hana og hótaði henni bráð- um bana ef hún giftist honum ekki. Vanessa lét þetta yfir sig ganga og þótt hún lifði í stöðugum ótta varð hún enn staðráðnari í að aldrei framar myndu þau deila rekkju. Síðan gerðist það í febrúar 2007, þegar hún kom heim frá vinnu, að René lá meðvitundarlaus á sófan- um. Hann hafði tekið svefntöflur með áfengi og var við dauðans dyr. Stöðugt ónæði Vanessa hringdi í Neyðarlínuna og bjargaði þannig lífi René, en þetta var kornið sem fyllti mælinn og hún sagði að hann yrði að finna sér annan íverustað. Það gerði René, en hann fór ekki langt. Hann flutti inn í stúdíóíbúð í grenndinni og ónáðaði Vanessu með stöðugum heimsóknum undir því yfirskini að hann vildi hitta Donovan og fara með hann í gönguferð eða eitthvað viðlíka. Síðan var það föst regla að þegar René skilaði Donovan þá kom hann óboðinn inn, plant- aði sér fyrir framan sjónvarpið og hóf drykkju. Það var ekki fyrr en Vanessa sagðist ætla að ganga til náða, og hann yrði því að hlunkast heim, sem hann lét sig hverfa. Símhringing eftir miðnætti Á einu slíku kvöldi sagði René við Vanessu: „Farðu bara í rúmið. Mig langar að horfa á þennan þátt. Ég skal fara hljóðlega að honum loknum.“ Vanessa fór í rúmið og sofnaði fljótlega. Skömmu eftir miðnætti vaknar hún við símhringingu og nán- ast milli svefns og vöku svarar hún. Í símanum var René sem sagði án málalenginga: „Líttu til Donovans. Þú munt finna hann dá- inn.“ Vanessa rauk inn í svefnher- bergi sonar síns og ljóst var að René hafði engu logið. Donovan, sjö ára, hafði verið kæfður með kodda. Gefur sig fram Á sama tíma og bráðaliðar reyndu árangurslaust að bjarga lífi drengs- ins staulaðist René út af uppáhalds- knæpu sinni. Reikull í spori komst hann að næstu lögreglustöð og sagði: „Ég er nýbúinn að drepa lít- inn dreng. Ég gef mig hér með fram.“ Vanessa mun sennilega seint fyrirgefa sjálfri sér að hafa komið René til bjargar þegar hann lá við dauðans dyr á sófanum heima hjá henni. n „Farðu bara í rúmið. Mig langar að horfa á þennan þátt. Ég skal fara hljóðlega að honum loknum. feigð í fantaSíulandi n Pauline og Juliet voru vinkonur n Honora var vinskap þeirra þrándur í götu 13. febrúar, 1954. Ég vaknaði klukkan 5 eins og vanalega og tókst að skrifa slatta. Tilhugsunin um daginn framundan olli mér hugarangri. Það virtist ólíklegt að mamma gæfi eftir og leyfði mér að heim- sækja Juliet. Núna síðdegis sagði mamma að ég fengi ekki að hitta Juliet fyrr en ég væri komin upp í 50 kíló og glaðlegri. Henni hugn- ast ekki samband okkar. Núna er ég 45 kíló þannig að þetta lítur ekki vel út. Ég man að svona var mamma líka þegar ég átti í sam- bandi við Nicholas. Þá sagði hún að ég gæti ekki hitt hann fyrr en hegðun mín skánaði og þegar það gerðist sló hún því föstu að það væri ekki áhrifum hans að þakka. Hún get- ur verið svo ósanngjörn. Af hverju getur mamma ekki dáið? Tugir eru að deyja einmitt núna, þús- undir á hverjum degi. Af hverju ekki mamma? Af hverju getur hún ekki dáið?“ Ósátt 16 ára stúlka Svohljóðandi færslu setti Pauline Parker, 16 ára stúlka í Christchurch á Nýja-Sjálandi, í dagbók sína þar sem hún sat í svefnherbergi sínu að kvöldi þess sama dags. Pauline var fal- leg stúlka, með dökkt litarhaft en á þessari stundu gætti streitu í andliti hennar og hún andvarpaði þungan. Pauline var dóttir Herberts Rieper og Honoru Parker. Þrátt fyrir að Herbert og Honora væru ekki gift, hann ku víst hafa verið kvæntur annarri konu þegar þarna var komið sögu, hafði Honora tekið upp eftirnafn hans. Sterk vináttubönd Hvað sem því líður þá átti Pauline vinkonu, Juliet Marion Hulme. Sú var frá Bretlandi en hafði alið manninn í Karíba- hafinu og Suður-Afríku í við- leitni til að bæta heilsuna; hún hafði greinst með berkla á barns- aldri. Faðir hennar, Henry Rains- ford Hulme, tók við rektor- stöðu í Canterbury-háskólanum í Christchurch, 1952, og Juliet „Af hverju getur mamma ekki dáið? Tugir eru að deyja einmitt núna, þúsundir á hverjum degi. Af hverju ekki mamma?Örtröð við dómhúsið Vangaveltur um kynhneigð vin- kvennanna vakti mikinn áhuga. Donovan Átti sennilega einskis ills von frá René.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.