Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 52
Vikublað 26. janúar 2018 52 Eyþór Arnalds fæddist þann 24. nóvember árið 1964 í Reykjavík. Hann er sonur þeirra Sigríðar Eyþórsdóttur, kennara, leikstjóra og stofnanda leikhópsins Perlunnar, og Jóns L. Arnalds, f.v. borgardómara og ráðuneytisstjóra í Reykjavík. Eyþór ólst að mestu upp í Árbænum ásamt systur sinni Bergljótu Arn- alds og naut þess m.a. í uppeldinu að móðuramma hans og afi bjuggu ætíð í sömu blokk. Eyþór hefur löngum verið listhneigður. Ellefu ára sló hann í gegn sem Kalli á þak- inu í samnefndu verki og nokkrum árum síðar varð hann enn þekkt- ari þar sem hann kom fram með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass ásamt Björk Guðmundsdóttur. Ey- þór lauk tónsmíðanámi hjá Louise Andriessen í Hollandi og MBA- námi frá Háskólanum í Reykjavík en jafnframt lagt stund á hagfræði- tengt stjórnendanám við Harvard- háskóla. Eyþór hefur löngum haft gaman af hvers konar viðskiptum. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki um tvítugt en hefur á liðnum árum aðallega einbeitt sér að stjórnun og rekstri fyrirtækja í iðnaði og ferðaþjónustu. Eyþór, sem býr í Vesturbænum, er kvæntur Dagmar Unu Ólafsdóttur jógakennara og saman eiga þau synina Jón Starkað, 10 ára, og Þjóðrek Hrafn, 8 ára. 07.00 Dagurinn hefst á því að ég fæ mér staðgóðan morgunverð. Ég spæli mér egg, helli upp á kaffi og sest svo niður til að lesa blöðin. Um leið hjálpa ég sonum mínum að koma sér af stað í skólann en þeir hafa verið við nám í Landakotsskóla síðustu tvö árin. 09.00 Fyrstu fundir dagsins byrja um klukkan níu og þá reyni ég oftast að hitta fólk í Sjávarklasanum þar sem ég hef góða fundaraðstöðu. Mér finnst líka gott að hitta fólk í sínu umhverfi og fer því stundum um allan bæ í þessum erindagjörðum. Þessa dagana snúast fundirnir helst um að ræða málefni borgarinnar með margvíslegum hætti, hlusta bæði á fagaðila og fólkið í borginni sem hefur frá ansi mörgu að segja. 12.00 Í hádeginu reyni ég oftast að lyfta lóðum og fer þá gjarna í World Class í Laugum. Ég lyfti sex sinnum í viku og hef gert í svona hálft ár. Ég mæti einn en maður hittir alltaf hresst fólk á þessum æfing- um og þannig verður ræktin besti skemmtistaðurinn. Lyftingarnar gefa mér bæði andlega og lík- amlega orku og svo styrkir þetta vöðva, bein og skap. 13.30 Ég er að reyna að venja mig á mataræði sem gengur út á að forðast hröð kolvetni og mér finnst best að borða beint eftir æfingu. Þá eitthvað gott prótein, fisk eða kjöt, en ég reyni að sleppa kartöflum og mat sem er unninn úr hveiti. Stundum fer ég heim og elda eða kem við einhvers staðar í mat. Yfir- leitt borða ég hádegismatinn einn en þó kemur það fyrir að maður sameini fundi og hádegisverð þegar það er mjög mikið að gera. 16.00 Ég er með vinnuaðstöðu á þremur stöðum, eina í Ármúla, aðra í Sjáv- arklasanum og sú þriðja er heima hjá mér. Þangað fer ég yfirleitt þegar ég er búinn að borða og/eða í ræktinni svo að ég geti verið heima að taka á móti strákunum mínum þegar þeir eru búnir í skólanum upp úr fjögur og svo vinn ég eitt- hvað áfram heima. 18.00 Upp úr sex tekur eldamennskan við. Ég hef alltaf verið ágætur í matreiðslu og elda þá bæði fisk og kjötrétti en er sérlega góður í að elda pastarétti sem synir mínir eru ákaflega hrifnir af. Þá sýð ég hefðbundið hveitipasta fyrir þá en heilhveitipasta fyrir sjálfan mig. 19.00 Ég er fremur heimakær og reyni að vera sem mest heima hjá mér á kvöldin en stundum verður maður að skreppa frá. Reyndar finnst mér alltaf mjög gaman að fara á tónleika og í leikhús enda fylgdi það uppeldinu. Mamma og pabbi voru bæði mjög listhneigð og menningarlega sinnuð. Í stofunni er ég með skákborð, bækur og plötuspilara, svona til að reyna að halda í gamla raunheiminn sem er óðum að hverfa enda finnst mér sjónvörp ekki mjög aðlaðandi inni í aðalrýminu. Ég reyni yfirleitt að forðast mikið sjónvarpsgláp og les heldur bækur. 22.00 Það eru alltaf átök að sannfæra synina um að koma sér í háttinn en eftir að það tekst þá fer ég oftast að lesa, aðallega fagbókmenntir; sagnfræði, tækni og þess háttar. Upp á síðkastið hef ég haft sérstak- an áhuga á því að lesa mér til um gervigreind enda er heimurinn að breytast ansi hratt og því gott að vera með á nótunum. 00.00 Yfirleitt er ég ekki sofnaður fyrr en í kringum miðnætti og finnst það heldur seint, en núna vaki ég oftast enn lengur þar sem ég er á kafi í kosningabaráttu og því ótal verkefni sem ber að höndum. Eyþór arnalds - líkamsrækt, lágkolvetnafæði og lestur fróðlegra fagbókmennta Hvað er besta ráð sem þér Hefur verið gefið? „Sá sem ræður yfir heiminum er mikill, en sá sem ræður yfir sjálfum sér er mikilmenni.“ Þetta sagði amma Bergljót alltaf og orðin hafa setið í mér. Ég tel mjög mikilvægt að kunna að hafa stjórn á skapinu, enda er reiður maður líka brjálaður maður eins og hún sagði. besta ráð sem þú getur gefið öðrum? Að koma fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við sig. Kristur hafði lög að mæla. Hvað vildir þú að þú Hefðir vitað fyrr? Framan af ævinni kunni ég ekki að segja nei. Tók allt of mikið að mér og færðist þannig stundum of mikið í fang. Síðari árin hef ég tamið mér að segja nei aðeins oftar, með góð- um árangri, en upp á síðkastið hef ég þó sagt já aðeins oftar, – enda á kafi í kosningabaráttu. Da gur í l ífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.