Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 23
Helgarblað 26. janúar 2018 fréttir 23 Sölvi Tryggvason „Hótað líkamsmeiðingum og lífláti af dæmdum hrottum“ Lóa Pind Aldísardóttir „Oft fengið á mig hárblásarann“ Fjölmiðlafólk rifjar upp erfið og furðuleg mál n Ómar tók þátt í leit að sjálfum sér n Lóa ætlaði að skrifa um háhraðanet en skrifaði um háræðanet n Hrottar hótuðu Sölva lífláti n Helga varð heltekin af Guðmundar og Geirfinnsmálinu Hvernig kom það til að þú fórst að starfa í fjölmiðlum? „Mig langaði að vinna við að skrifa og af því að ég er botnlaust forvitin um fólk og samfélagið. Svo er þetta örugglega eitt skemmtilegasta starf í heimi, það er fáránlega gaman að hafa þennan aðgang að fólki og hafa starfsleyfi til að spyrja viðstöðulaust um alls konar sem maður veit ekki og vill skilja. Og hafa kannski einhver áhrif á fólk í leiðinni.“ Hvað er erfiðasta/átakanlegasta málið sem þú hefur fjallað um? „Veistu, ég hef fjallað um alls konar, hef oft fengið á mig hárblásarann frá fólki, en sjaldan tekið það nærri mér. Enda reyni ég að fjalla um mál af nærgætni, auðmýkt og virðingu, þegar það á við, án þess að bugta mig og beygja fyrir valdinu, þegar það á við. Þannig að samviskan er barasta hrein, held ég. En það erfiðasta sem ég hef gert, var að finna geðsjúkt fólk sem var tilbúið til að hleypa mér og Agli Aðalsteinssyni mynda- tökumanni inn í líf sitt. Það tók upp undir tvö ár að finna þann sterka hóp af fólki sem svo á endanum var með okkur í þáttunum „Bara geðveik“. Ég trúi því að svoleiðis efni geti haft djúp áhrif í að breyta hugarfari. Ég frétti af afgreiðslustúlku á kassa sem brosti breitt til konu sem var í þáttunum, og kvaðst hafa séð hana í sjónvarpinu. „Við erum alveg eins,“ sagði stelpan, „ég er búin að vera geðveik síðan ég var 11 ára. Svo geðveik að ég þurfti að vera með hárkollu í fermingunni minni, ég var búin að rífa allt hárið af mér.“ Hversu mikils virði heldurðu að það sé fyrir unga stúlku að geta samsamað sig mann- eskju á skjánum sem stendur keik þrátt fyrir erfiðan og flókinn geðsjúkdóm til áratuga?“ Manstu eftir einhverri eftirminni- legri/vandræðalegri/furðulegri uppákomu sem þú hefur lent í, til dæmis í beinni útsendingu eða á vettvangi fréttaflutnings? „Heilinn er svo haganlega hannaður að ég man örugglega ekki eftir öllum vandræða- legu uppákomunum í beinni. Hláturskast í langri beinni útsendingu er til dæmis ekki vel til þess fallið að halda þræði í viðtali. Ég hef komist að því. Vandræðalegustu mistök sem ég hef gert – í árdaga ferilsins – voru þegar ég skrifaði lærða frétt um tækninýj- ungina háhraðanet. Nema ég vissi ekkert um hvað maðurinn í símanum var að tala og skrifaði því ca. hálfsíðugrein um þetta háræðanet sem ætti eftir að létta okkur lífið í tölvunni. Þetta var nota bene, fyrir tíma veraldarvefjarins og Google. Lexían: aldrei þykjast vita meira en þú veist.“ Hefur þér verið hótað í kjölfar fréttaflutnings eða fengið á þig kæru? Hafa störf þín í fjölmiðl- um einhvern tímann haft áhrif á persónulegt líf þitt? „Já, mér hefur bæði verið hótað og hef 2–3 sinnum verið kærð til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Ég hef þó aldrei talist hafa brotið siðareglur BÍ. Fyndnasta hótunin fannst mér þegar fréttastjóri kall- aði eitt sinn á mig inn á skrifstofu og kvaðst hafa fengið þá meldingu að skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins væri í startholunum að grafa undan orðspori mínu ef ég héldi áfram á sömu braut. Þetta var eftir frétt sem ég gerði um hvaða dómarar skiluðu flestum sérálitum í Hæstarétti. Mjög eðlilegt að gagnrýna fréttaflutning, en þetta þóttu mér heldur yfirdrifin viðbrögð.“ Hvaða máli eða umfjöllun ertu stoltust af? „Ég er stolt af ýmsu, til dæmis því að hafa gert ítarlega heimildaþætti um „Tossana“ okkar, um þessa geigvænlega stóru hópa af ungmennum okkar sem fíla sig ekki í skóla- kerfinu og flosna unnvörpum upp úr fram- haldsskólum með tilheyrandi niðurbroti á sjálfsmynd, kvíða, skömm og tímasóun. Staðan hefur skánað ögn síðan ég gerði þessa þætti – en það er ennþá þannig að ekki nema helmingur þeirra sem byrja, eru útskrifaðir fjórum árum síðar. Við myndum græða helling á því að gera þjóðarskurk í að koma til móts við þessi ungmenni.“ Hvernig kom það til að þú fórst að starfa í fjölmiðlum? „Sennilega forvitni. Ég hef alltaf verið forvitinn og haft áhuga á að kynnast hlutum. Ég kláraði háskólanám í sálfræði, en ákvað í millibilsástandi að fara í framhaldsnám í fjölmiðlafræði. Þannig að eins og með svo margt annað í lífinu réð tilviljun líka för.“ Erfiðasta/átakanlegasta málið sem þú hefur fjallað um? „Þrír ítarlegir heimildaþættir um barnagirnd, þar sem við skoðuðum meðal annars aðkomu íslenskra manna að alþjóðlegum barnaklámshring. Það var erfitt að grafa í þessum málum í nærri tvo mánuði samfleytt.“ Manstu eftir einhverri eftirminni- legri/vandræðalegri/furðulegri uppákomu sem þú hefur lent í, til dæmis í beinni útsendingu eða á vettvangi fréttaflutnings? „Mörgum. Ég fékk nokkrum sinnum hlát- urskast þegar ég var að lesa morgun- fréttir í beinni á Stöð2, sem var erfitt, þar sem það var ekki í boði að klippa í neitt annað en smettið á mér. Grátandi fólk á Suðurlandi þegar sterkir jarðskjálftar urðu þar fyrir einum tíu árum. Að vera baksviðs þegar Ingibjörg Sólrún hélt fréttamannafund eftir að hafa greinst með krabbamein og sjá hana örmagna í hliðarherbergi. Þegar ég sá ráðherra tvö- falt í sjónvarpsviðtali í beinni útsendingu eftir að ég hafði keyrt mig í algjört þrot af streitu. Atvikin eru óteljandi.“ Hefur þér verið hótað í kjölfar fréttaflutnings eða fengið á þig kæru? Hafa störf þín í fjölmiðlum einhvern tímann haft áhrif á persónulegt líf þitt? „Margoft, en misalvarlega. Það tók ekkert sérstaklega langan tíma að læra að láta hótanir um kærur sem vind um eyru þjóta, þar sem oftast var ekkert á bak við þær. En þegar mér var hótað líkamsmeiðingum og lífláti af dæmdum hrottum og ofbeldismönnum stóð mér ekki á sama. Ég svaf ekki heima hjá mér í nokkra sólarhringa í byrjun árs 2013 þegar það stóð sem hæst.“ Hvaða máli eða umfjöll- un ertu stoltastur af? „Sennilega þegar ég fjallaði um aðbúnað vinnumanna frá Austur-Evrópu 10 kvöld í röð og fór í húsnæði allt í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þeim hafði verið hrúgað í atvinnuhúsnæði á okurkjörum af sömu mönnum og héldu á atvinnu- og landvistarleyfi þeirra. Það var lagt fram frumvarp á Alþingi í kjölfar umfjöllunarinnar, þar sem reynt var að koma böndum á þessa starf- semi. Eins er ég stoltur af því að hafa stigið inn í óvissuna og fylgt knattspyrnulands- liðinu eftir í tvö ár áður en það hafði kom- ist á stórmót. Fyrsta árið var launalaust og oft og tíðum spurði ég mig hvern fjandann ég hefði eiginlega verið að spá.“ Tveggja ára ferli Lóa Pind segir það hafa verið eitt erfiðasta verkefnið á ferlinum að finna viðmælendur í sjónvarpsþáttaröðina Bara geðveik. Veiddi barnaníðing í gildru Sölvi tók barna níð fyrir í þremur þáttum af Málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.