Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 16
16 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir U ndanfarið ár hefur borið á umræðu um innbrot inn- an margra hverfa höfuð- borgarsvæðisins. Þetta birtist helst á svokölluðum Face- book-hverfasíðum þar sem margir íbúar hafa lýst áhyggjum sínum og tala jafnvel um innbrotahr- inu í því samhengi – skipulagðan þjófnað utanaðkomandi aðila inn í ákveðin hverfi og inn á heimili, bílskúra og bifreiðar. Kársnes í Kópavogi er eitt þessara hverfa eins og DV greindi frá síðastliðið haust. Þar hafa íbú- ar sagst viljugir til að taka upp eftirlitsmyndavélakerfi við jaðra hverfisins sem lögreglan hefði að- gang að. Íbúar margra annarra hverfa hafa einnig lýst sig viljuga til að taka upp slíkt kerfi, þar á meðal á Völlunum í Hafnarfirði og í Úlfarsárdal í Reykjavík. Nú þegar hafa slíkar vélar verið settar upp á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Vélar á Seltjarnarnesi hafa upplýst glæpi Árið 2010 settu bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi upp myndavélar á báðum leiðunum inn í bæinn, á Nesvegi og Eiðsgranda. Gunnar Lúðvíksson, sviðsstjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, segir þetta hafa verið gert til að auka öryggi bæjarbúa. „Það var eitthvað um innbrot á þessum tíma en kannski enginn hátoppur. Hér var hins vegar mikil umræða um að auka hverfagæslu og við vorum í sam- starfi við Securitas um það. Á íbúafundi kom upp sú hugmynd að setja upp myndavélar líkt og gert hefur verið sums staðar er- lendis.“ Gunnar segir að bærinn greiði fyrir uppsetningu og endurnýjun en lögreglan skoði efnið ef þurfa þykir. Hann segir reynsluna af myndavélunum vera ágæta. „Ég hef ekki tölur yfir tíðni innbrota en þetta hefur klárlega fælingarmátt. Svo hafa þær nýst lögreglunni við leit og ég veit til þess að nokk- ur mál hafa verið upplýst vegna þeirra.“ Jóhann Karl Þórisson aðstoðar- yfirlögregluþjónn staðfestir að vélarnar á Seltjarnarnesi hafi nýst lögreglunni. „Til dæmis í sumar þegar bátur var tekinn úr höfn- inni þar. Við fórum í vélarnar og sáum þegar báturinn var dreginn í burtu. Einnig hafa þær nýst í sam- bandi við innbrot.“ Taka skartgripi en ekki Playstation-tölvur Jóhann segir að það skipti miklu máli hvar vélar séu settar upp og hvað þær myndi út frá nytsemi og persónuvernd. Hann seg- ir engar kvartanir hafa borist vegna myndavél- anna. „Ég held að fólk sé almennt ánægt með þetta.“ Eiga áhyggjur fólks um fjölgun innbrota við rök að styðjast? „Já, það stendur yfir innbrotahrina núna. Ef við vær- um til dæmis með myndavélar í Foss- voginum, þar sem hafa verið innbrot, þá ættum við hugsanlega upptökur af þjófunum.“ Er um skipulagða glæpastarf- semi að ræða? „Við höfum trú á að þetta sé skipulögð starfsemi og hugsan- lega erlendir aðilar sem koma hingað í þeim tilgangi, við vitum það samt ekki. Við höfum séð ein- hverja tugi innbrota og öll með svipuðu mynstri. Alltaf er farið inn í svefnherbergi í gegnum glugga eða svalahurðir þar sem er ekki þjófavarnarkerfi og þar eru tekn- ir skartgripir, úr og fleira. En far- tölvur, Playstation-tölvur og ann- að sem er frammi í stofu er látið í friði. Yfirleitt er farið inn í hús í útjöðrum og við göngustíga en ekki við stórar götur.“ Stefnt á að fjölga vélum í Garðabæ Undir lok ársins 2017 var komið upp myndavélum á hring- torginu við jaðar Álftaness, við Bessastaða afleggjarann. Um til- raunaverkefni Garðabæjar, lög- reglunnar og Neyðarlínunnar er að ræða og vélarnar ekki komnar í notkun en samstarfssamningur er í burðarliðnum. Hulda Hauksdóttir, upplýs- ingastjóri Garðabæjar, segir: „Garðabær hefur reglulega stað- ið að íbúafundum um nágranna- vörslu og eftirlitsmyndavélar hafa þar komið til tals á undanförnum árum. Svo kom áskorun um þetta frá íbúum á Álftanesi.“ Hún segir að ekki hafi verið sérstaklega mik- ið um innbrot á Álftanesi á þeim tíma en nú sé talað um eiginlega innbrotahrinu í Garðabæ. „Gunnar [Einarsson] bæjar- stjóri hefur óskað eftir fundi með lögreglustjóra og Neyðarlínunni til að fara yfir öryggismál almennt í framhaldi af fréttum um innbrota- hrinuna með það fyrir augum að ræða um hvort fleiri vélar verði settar upp en engin ákvörðun hefur verið tekin um það.“ Hulda reiknar þó með að vilji íbúanna sé fyrir því. En jafnframt hafa komið fram athugasemdir frá íbúum um að vanda verði til verka og huga að friðhelgissjónarmiðum, til dæm- is hvert myndavélum sé beint og hvernig þær séu merktar. Eins og í Austur- Þýskalandi eða Kína Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður hefur verið ötull talsmaður persón- ufrelsis og friðhelgi einkalífsins. Hún telur fjölgun eftirlitsmynda- véla varhugaverða þróun. Við DV segir hún: „Það hafa verið skrif- aðar bækur og bíómyndir um hræðilegar dystópíur þar sem hið opinbera fylgist stöðugt með borg- urunum. Þessar bækur og kvik- myndir áttu ekki að verða uppskrift að þjóðfélagi, heldur víti til varnað- ar. Dæmi eru bókin 1984 eftir George Orwell og kvikmyndin The Terminator eftir James Cameron og Gale Anne Hurd. Slíkt ríki var til al- veg til ársins 1989, það hét Austur- Þýskaland og fórnuðu margir lífi sínu við að reyna að flýja þaðan.“ Nefnir hún Kína til samanburð- ar þar sem milljónum myndavéla með andlitsgreiningarbúnaði hef- ur verið komið upp. „Ég efast ekki um að röksemdir alræðisstjórn- valdanna þar fyrir uppsetningu þessa verkefnis sé „til að koma í veg fyrir glæpi“, en leiðin til heljar er oftast vörðuð góðum ásetningi.“ Telur þú að eftirlitsmyndavélar breyti hegðun fólks? „Ég efast ekki um það. En ég efast heldur ekki um að slíkar myndavélar muni ekki gagnast nema takmarkað þegar við skipulagða og vel undirbúna glæpamenn er að eiga. Það eina sem gerist er að almennir borg- arar munu lifa við verulega skert mannréttindi og aukið eftirlit hins opinbera með þeim.“ Skipta rannsóknarhagsmun- ir lögreglu ekki meira máli en frið- helgi einkalífsins í þessum tilvik- um? „Rannsóknarhagsmunir lög- reglu trompa ekki grundvallar- mannréttindi, hvað þá mann- réttindi allrar þjóðarinnar. Það væri að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni að taka rann- sóknarhagsmuni lögreglu fram yfir mannréttindi allrar þjóðarinnar og þá er vægt til orða tekið.“ Nefn- ir hún Geirfinnsmálið í því sam- hengi. „Ég held að enginn vilji að svoleiðis hryllingur endurtaki sig, jafnvel þó að einstaka lögreglumál leysist ekki eða taki lengri tíma í vinnslu fyrir vikið.“ Erna segist vilja sjá allar opin- berar eftirlitsmyndavélar hverfa úr borginni nema við opinber- ar byggingar ef stjórnvöld hefðu áhuga á því. Betri lausn væri ef borgarar og fyrirtæki kæmu upp sínum eigin upptökubúnaði og léti lögreglunni gögn í té við rannsókn glæpa. n Íbúar vilja myndavélar vegna innbrota „Slíkt ríki var til … hét Austur-Þýskaland“ n Mynstur í innbrotum n Myndavélar hafa nýst n Dystópísk framtíð Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Erna Ýr Öldudóttir „Það eina sem ger- ist er að almennir borgarar munu lifa við veru- lega skert mann- réttindi og aukið eftirlit hins op- inbera með þeim.“ „Yfirleitt er farið inn í hús í útjöðrum og við göngu- stíga en ekki við stórar götur Eftirlitsmyndavél á Nesvegi Tvær leiðir inn á Seltjarnarnes. Jóhann Karl segir að margt benti til að um skipulögð innbrot sé að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.