Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir n Orgíur undir dáleiðslu, „Black cobra“ árásarsveitin, sértrúarsöfnuður og morð O rgíur undir dáleiðslu, „Black cobra“ árásarsveitin, hótanir um svarta galdur þvers og kruss, morðhótanir og tilraun til launmorðs, kynóður gúru og sér- trúarsöfnuður hans, fíkniefni og haugur af peningum. Allt þetta kemur fram í reyfarakenndum ásökunum ungrar íslenskrar konu, sem starfað hefur sem fyrirsæta, á hendur Swami Ozen Rajneesh, vellauðugum ástargúrú sem bú- settur er í Mexíkó. Á móti sakar gúrúinn konuna um að vera flagð undir fölsku sinni. Bæði hafa birt frásagnir sín- ar opinberlega, íslenska konan í mexíkóska slúðurblaðinu Que Qui og vefsíðu sem varar við gúrúnum, á meðan Rajneesh hefur birt á netinu ítarlega tímalínu ásamt fjölda skjáskota af samskiptum þeirra tveggja auk hljóðupptaka af íslensku konunni. DV hefur auk þess rætt ítarlega við þau bæði. Í samtali við DV segir íslenska kon- an að Rajneesh sé hættulegur fals- gúrú sem reki þrælabúðir og mis- tök hennar hafi verið að sjá ekki í gegnum hann fyrr. Hún hafi leitað til fjölmiðla í Mexíkó til að vara við honum. Lýsingar á kynnum þeirra tveggja eru nánast gjörólíkar þótt sumt sé sameiginlegt. Það sem liggur nokkurn veginn fyrir er að konan og Rajneesh kynnt- ust í apríl í fyrra á veitingastað í bænum Tulum á Yucatan-skaga í Mexíkó. Báðum ber svo saman um að því næst hafi sú íslenska farið á lúxus hugleiðslusetur Rajneesh við ströndina Playa Del Carmen. Í báðum frásögnum kemur fram að til stóð að konan myndi eignast 15 prósenta hlut í setri Rajneesh. Heldur konan því fram að Rajneesh hafi reynt að þröngva eignarhlutnum upp á sig en ástargúrúinn segir að hún hafi grátbeðið hann um það til að greiða úr því hún gæti fengið vega- bréfsáritun í Bandaríkjunum. Moldríkur munkur Til að gera mjög langa sögu stutta heldur Rajneesh því fram að hann og íslenska konan hafi átt í ástar- sambandi þar sem hann greiddi háar upphæðir undir hana. Hún hafi svo stungið af af hugleiðslu- setri hans með fjármuni og skart- gripi. Því næst hafi hún leitað til fyrrnefnds slúðurblaðs og vegið að mannorði hans með því að full- yrða að hann hafi dáleitt hana með einhvers konar fíkniefni og brotið á henni kynferðislega. Því neitar Rajneesh alfarið og segist hafa séð sig tilneyddan til að bregðast við þessum ásökunum. „Ég er einfaldur maður sem varð munkur 17 ára gamall. Ég hef verið Sannyasin [nokkurs konar munkur í hindúatrú, innsk. blm.] í 32 ár. Ég hef ekkert að fela og líf mitt er eins og opin bók,“ seg- ir Rajneesh í samtali við DV. Þrátt fyrir þetta er hann moldríkur að eigin sögn þar sem hann kemur úr fjölskyldu milljarðamæringa og móðir hans var fræg Bollywood- leikkona. Það ber að taka skýrt fram að á ýmsum vefsíðum eru viðhafðar alvarlegar ásakanir gegn manninum. Gúrúinn segir hana hafa verið unnustu sína Rajneesh segir að fljótlega eftir að hann kynntist konunni hafi þau tekið saman. Að hans sögn segir hún honum stuttu síðar að hún sé í vandræðum vegna vegabréf- bréfsáritunar. Rajneesh segir að hún hafi því stungið upp á því að hann myndi millifæra eitt hús- anna á lúxushugleiðslusetri sínu á hana og þannig gæti hún sýnt fram á að hún stundaði rekstur í Mexíkó. Rajneesh segist hafa sam- þykkt þetta og hafi undirbúið und- ir eins samning þess efnis. Hann segir að hún hafi svo flutt á hug- leiðslusetrið um miðjan maí- mánuð. Að hans sögn hafi fyrst um sinn hafi allt leikið í lyndi og hann hafi borgað ýmislegt fyrir hana, svo sem flug fyrir fjölskyldu henn- ar til Mexíkó. Að sögn Rajneesh lýsti konan yfir ást sinni á honum í upp- hafi júní og sagðist vilja trúlofast honum. „Hún sagði að hún vildi „trúlofast“ á afmælisdegi henn- ar, þann 10. ágúst. Ég grínaðist og spurði hvað hún vildi fá í gjöf þegar við giftumst. Hún sagði að 15 prósent hlutafé í setrinu, sem er metið á þrjár milljónir dollara, væri viðeigandi kaupmáli vegna brúðkaupsins. Mér fannst það fyndið og samþykkti að gefa henni 15 prósent,“ segir Rajneesh. Hann segist hafa strax haft samband við lögmann sinn til að ganga frá þessu. Rajneesh segir að eftir þetta hafi hann gefið henni um milljón íslenskra króna til að kaupa föt og annað. Að hans sögn skrifaði kon- an undir fyrrnefndan samning um Íslensk fyrirsæta varar við indverskum ástargúru Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Að skrifa undir Rajneesh heldur því fram að á þessari mynd megi sjá ís- lensku konuna skrifa undir samninginn. Gúrú Rajneesh segist auðugur í gegnum fjölskyldu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.