Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 32
32 fólk - viðtal Helgarblað 26. janúar 2018 „Framsókn gekk í gegnum hreinsunareld“ „Ég hef varla komið í Austurstræti síðan ég var 17 eða 18 ára, það er frekar undarlegt að vera byrjuð að vinna hérna,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýr þingmaður Framsóknarflokksins. Halla Signý kemur að vestan og brennur fyrir byggðamálum. Blaðamaður DV settist niður með Höllu og ræddi við hana um stjórnmálin, landsbyggðina og breytingarnar sem eru að verða á samfélaginu. Þ etta er draumaríkisstjórnin mín. Við keyrum á sam- hljóm, sátt og samvinnu. Katrín Jakobsdóttir er sam- nefnari fyrir samvinnu og traustið sem stjórnmálin þurfa á að halda. Minn flokkur er í ríkisstjórn af heilindum og ég efast ekki um að hinir séu það líka. Það var einhver kergja í Vinstri grænum en ég get ekki séð að þau hafi unnið af heil- indum í sínu starfi. Auðvitað er maður ekki alveg sammála þess- um flokkum í einu og öllu en mið- að við stöðuna í dag þá er ég viss um að þessi stjórn geti setið lengi,“ segir Halla Signý. Framsóknarflokkurinn klofn- aði í fyrrahaust og hlaut sína verstu útkomu í kosningum frá stofnun með aðeins 10,7 pró- senta fylgi. Halla hefur verið í Framsóknarflokknum frá því að hún var 15 ára gömul, hún kveðst þó ekki fylgja flokknum í einu og öllu. „Framsókn hefur ekk- ert alltaf fylgt mínum skoðun- um. Okkar stefna snýst ekki um persónur, Framsókn gekk í gegn- um hreinsunareld og ég er mjög ánægð með flokkinn núna.“ Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók til sín marga fyrrverandi Framsóknarmenn og mikið fylgi. Halla hafnar því að Framsókn sé í sárum: „Sigmund- ur fór úr flokknum og það fóru nokkrir með honum, ég segi bara, komi bara þeir sem koma vilja og öllum er frjálst að fara. Við erum ekki í neinum sárum. Við vor- um í miklu meiri sárum á meðan hann var í flokknum. Við sáum vissulega á bak mörgu góðu fólki yfir í Miðflokkinn, en ég veit um marga sem eru að horfa til okkar aftur. Ef það eru sárindi þá myndi ég frekar segja að það sé hinum megin, þau sakna okkar,“ segir Halla og hlær. Byggðastefna er ekki ölmusa Halla Signý býr enn fyrir vestan þar sem hún sinnir börnum, barna- börnum og öðrum börnum. „Ég segi líka að ég eigi uppkominn eig- inmann,“ segir hún og hlær. „Við fljúgumst á og reynum að hittast eins oft og við getum.“ Halla hefur verið búsett fyrir vestan alla sína ævi og því tekur tíma að venjast höfuðborginni. Þess má geta að fyrir ofan skrifborð Höllu er gatna- kort af höfuðborgarsvæðinu sem skilið var eftir af fyrrverandi þing- manni. „Það er náttúrlega að rata, ég er nú alveg komin með helstu leiðirnar á hreint núna. Það er ýmislegt sem kona sem er „Made in Sveitin“ þarf að taka inn, það er ekkert mál að moka bílinn út úr skafli en að vera föst í umferð- aröngþveiti … það er nýtt, en ég er að læra.“ Þótt hún sé óvön höfuð- borginni vill Halla alls ekki að höfuð borginni sé stillt upp á móti landsbyggðinni. „Við eigum ekki að tala hvort annað niður því við þurfum á hvort öðru að halda. Í þessu nútímaþjóðfélagi þá skiptir það ekki máli hvar á landinu fólk er staðsett, landsbyggðin er að taka jafn mikinn þátt í fjórðu iðn- byltingunni og aðrir.“ Halla hefur hins vegar áhyggjur af því að erfitt sé að manna stöður og lítur hún sérstaklega til þess að laða aðflutta aftur í heimabyggð. Sem dæmi var hún fjármálastjóri Bolungarvík- ur en ekki hefur tekist að manna stöðuna eftir að hún náði kjöri á þing. „Það er erfitt að fá til okkar skurðlækna, það er ekki hægt að starfrækja fæðingardeild án skurð- læknis.“ Byggðastefna byggir ekki á því að láta höfuðborgarbúa niður- greiða búsetu á landsbyggðinni, segir Halla Signý. Þvert á móti á að nota fjármagn sem verð- ur til á svæðinu til uppbyggingar þar. Horfir hún sérstaklega til Noregs eftir fyrirmynd. „Þetta er ekki ölmusa. Við erum að leggja mikið til. Ef laxeldi á Vestfjörð- um færi upp í 30 þúsund tonn þá væri það að leggja 25 milljarða inn í þjóðarbúið. Með því væri hægt að borga allar helstu samgöngu- úrbætur sem þarf á svæðinu. Það væri hægt að borga uppbyggingu á Dynjandisheiði, veg um Teigs- skóg, Dýrafjarðagöng kosta svo átta milljarða.“ Ekki eftirherma Halla Signý er sannkölluð sveitakona, hún var alin upp á Ingjaldssandi og var bóndi í 10 ár í Önundarfirði. „Ég er yngst tólf systkina, tíu komust á legg.“ Bróðir hennar er Jóhannes Kristjánsson eftirherma, en Halla er sjálf ekki eftirherma. „Ég er alveg laus við það. Við deilum þeim hæfileikum að taka fljótt eftir ýmsu í fari fólks, en ég læt það vera að hafa það eftir eins og hann gerir,“ segir Halla og brosir. Hún er með ákveðna skýringu á hvaðan þessir hæfileiki kemur. „Sagnahefðin er mjög rík í móð- urættinni. Amma var mikil sagna- kona og var með eftirhermur, þegar hún sagði frá þá lék hún fólkið sem hún talaði um. Mamma gerði þetta líka, hún var fædd 1923 og það var ekki útvarp á heimil- inu, þá var hún send til að hlusta á fréttirnar og svo endursagði hún fréttatímann fyrir fjölskylduna.“ „Svona var bara þessi hugsun“ Þú hefur verið virk í félagsstörfum í áratugi, tengir þú reynslu þína við #metoo-byltinguna? „Maður verður vitni að ýmsu. Fyrir nokkrum árum var þetta bardagi, ég var kosin á stéttar- sambandsþing bænda. Þar sat ég ásamt þremur konum. Þá voru örfá ár frá því að fyrsta konan var kjörin á búnaðarþing í 150 ára sögu Búnaðarfélags Íslands. Þú getur ímyndað þér hvernig þetta var. Þetta var bara önnur kyn- slóð.“ Halla segir að sem ungur bóndi hafi hún mætt andstöðu ekki bara karla heldur einnig kvenna. „Oft kom harðasta gagnrýnin frá öðrum konum. Það er búin að vera bylting síðustu ár, nú er for- maður sauðfjárbænda kona.“ Halla rifjar upp að fyrir nokkrum árum þá átti að skipta um hrepp- stjóra í sveitinni, þegar þeir voru enn við lýði. „Ég lagði það til að kona myndi gegna því embætti, það þótti fáránlegt því konan var sjö barna móðir og hefði ekki tíma til þess. Svo var maðurinn henn- ar settur í starfið. Svona var bara þessi hugsun.“ Hún lítur svo á að samfélagið sé að ganga í gegnum tjald þar sem ójafnrétti fortíðar er skilið eftir. „Við erum allt of gjörn á að draga einhvern til ábyrgðar og hengja. Ég er mjög ánægð að í þessari byltingu séum við ekki að fara þangað, þetta er samfélags- mein sem við þurfum að vinna á öll saman. Við erum ekki að fara að hengja einhvern eða breyta for- tíðinni. Þetta er eins og að ganga í gegnum tjald, við berum öll ein- hverja ábyrgð og skiljum þetta öll eftir í fortíðinni.“ n „Það er ekkert mál að moka bílinn út úr skafli en að vera föst í umferðaröngþveiti … það er nýtt. „Við erum allt of gjörn á að draga einhvern til ábyrgðar og hengja. Kjarnakona að vestan Halla Signý segir að sem ungur bóndi hafi hún mætt andstöðu bæði karla og kvenna, nú loksins sé andrúmsloftið að breytast. Hreinsunareldur Framsóknar Halla Signý segir að Framsókn sé ekki í sárum eftir að flokkurinn klofnaði, flokkurinn hafi verið í meiri sárum áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son stofnaði Miðflokkinn. Ari Brynjólfsson ari@pressan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.