Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir Hér búa fulltrúar launþega D V heldur áfram yfirferð sinni um hvar fulltrúar hinnar ýmsu stétta búa. Á dögun­ um var fjallað um hvar bankastjórar og forstjórar greiðslu­ þjónustufyrirtækja búa og er óhætt að fullyrða að mikið hafi verið um dýrðir á þeim vettvangi. Nú er kom­ ið að þeim sem berjast fyrir kjörum hinna vinnandi stétta. n Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Ragnar var kjörinn formaður VR í mars 2017 og kom kjörið nokkuð á óvart. Áður hafði hann haldið uppi harðri stjórnarandstöðu í stjórn VR og starfað sem sölustjóri hjá Erninum. Ragnar Þór og kona hans. Guð­ björg Magnúsdóttir, fjárfestu nýlega í fasteign við Hraunbæ 61 í Árbæn­ um. Þau kunna greinilega vel við sig í því hverfi því áður höfðu þau búið í minni íbúð í sömu götu. Nýja íbúðin er 166,5 fermetrar að stærð og var kaupverðið 56 milljónir króna. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í nóvem­ berbyrjun í fyrra. Þrír voru í fram­ boði og hlaut Ragnar Þór 56,3 prósent atkvæða. Áður hafði hann starfað sem kennari um árabil og getið sér gott orð sem pistlahöfundur. Ragnar Þór býr að Eski­ völlum 9b í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Gyðu Hrund Jóhann­ esdóttur. Íbúðin eru í eigu leigu­ félagsins Heimavalla hf. og var leigan upphaflega 150 þúsund krónur á mánuði í júní 2013. Leigan endurskoðast á þriggja mánaða fresti í tengslum við vísitölu neysluverðs og má því reikna með að leigan sé um 162 þúsund krónur í dag. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Elín Björg var kjörin formaður BSRB í október 2009, fyrst kvenna. Áður hafði hún setið í stjórn sambandsins í tvo áratugi og var for­ maður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Elín Björg er frá Þorlákshöfn og þar býr hún enn í dag ásamt eiginmanni sínum, Davíð O. Davíðssyni. Um er að ræða einbýlishús við Haukaberg 6 sem hjónin keyptu árið 1979. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Gylfi kom fyrst til starfa hjá verkalýðs­ hreyfingunni sem hagfræðingur kjara­ rannsóknarnefdar árið 1989. Hann var síðan ráðinn framkvæmdastjóri ASÍ frá ár­ inu 2001 en síðan kjörinn forseti sambands­ ins 24. október 2008. Gylfi býr ásamt eiginkonu sinni, Arnþrúði Ösp Karlsdóttur, í Þorláksgeisla 23 í Grafarholtinu í Reykjavík. Íbúðina, sem er 132,6 fermetrar, keyptu þau í maí 2016. Kaup­ verðið var 43,25 milljónir króna. Þórunn Sveinbjargardóttir formaður BHM Þórunn var kjörin formaður BHM í apríl 2015. Áður hafði hún setið í tólf ár á Alþingi Íslendinga, þar á meðal sem umhverfisráðherra 2007–2009. Þórunn býr í 97,2 fermetra íbúð við Arnarás 17 í Garðabæ. Íbúð­ ina keypti hún í ágúst 2007 og var kaupverðið 27,2 milljónir króna. Þór­ unn kann augljóslega vel við sig í hverfinu en áður hafði hún búið í sömu götu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.