Orð og tunga - 26.04.2018, Page 18

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 18
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 7 hans eða birtingarmyndir í fornaldarsögum og skyldum frásögnum. Frægust er lýsing Gautreks sögu (1900:29–30) þar sem Starkaður gamli „sendir Óðni“ Vikar konung sem fórn.13 Þar er það öldungurinn Hross hárs-Grani, í raun Óðinn sjálfur, sem kennir Starkaði að setja fórn ina á svið eins og hún sé ekki alvara, „fékk … geir í hönd honum og sagði að það mundi sýnast reyrsproti“. Með sams konar ólíkindum útbýr Starkaður gálga og snöru. Síðan „stakk Starkaður sprotanum á kon ungi“ en „reyrsprotinn varð að geir og stóð í gegnum konunginn“. Hvað felst í hugtakinu reyrsprota verður nánar rætt síðar, en í þessu samhengi á það greinilega að draga fram hve meinlaus sprotinn virðist vera. Einnig er sproti Tómasar postula nefndur reyrsproti í sögu hans, notaður til að marka fyrir útlínum byggingar14 og þá trúlega oddmjór en ekki endilega mjög öflugur. Reyrsproti Óðins kemur einnig við sögu í Styrbjarnar þætti Flat- eyjarbókar (1862:72) þar sem Eiríkur Svíakonungur á við innrásarher að etja, aðkomumenn blóta Þór en Eiríkur „gekk … í hof Óðins og gafst honum til sigurs sér“. Óðinn birtist von bráðar og „seldi honum reyrsprota í hönd“ sem hann átti að skjóta yfir lið óvinanna og segja: „Óðinn á yður alla!“ Um leið og sprotanum var skotið breyttist hann í gaflak, þ.e. kastspjót, líkt og sproti Starkaðar breyttist í geir, og fylgdu undur sem dugðu Svíum til sigurs. Óðinn kemur ekki berlega við sögu í Haukdæla þætti Sturlungu (2010:2) þar sem erkiskáldið Bragi er í heimsókn hjá norskum smá- konungi, föður Geirmundar heljarskinns. Mannfátt er í höllinni en „Bragi skáld var heima og sat í öndvegi og hafði reyrsprota einn í hendi sér og leikur að og þuldi í feld sinn“. Hér þarf ekki að taka fram að skáld eru sjálfkrafa eins konar fulltrúar Óðins, og hvort sem það er að einhverju leyti sprotanum að þakka, þá kemur í ljós að Bragi áttar sig á því sem öðrum er hulið, bæði um ætterni meintra og raunverulegra konungssona og um felustað drottningar.15 13 Umgjörðin er klassísk, hin sama og í harmleik Evripídesar um Ifi geneiu, dótt ur Agamemnons. Herfl oti bíður byrjar sem samkvæmt goðsvari fæst ekki nema færa mannfórn, dótt ur konungsins eða konunginn sjálfan. Fórnarathöfnin, þar sem Vikar er í senn hengdur og lagður spjóti, endurspeglar Óðin sjálfan þar sem hann „… hékk / á Vingameiði / … / geiri undaður “ og gefi nn sjálfum sér. Líkingin við síðusár Krists á krossinum er fj arlægari, þó tæplega einber tilviljun. 14 Minnir á töfrabrögð Brynjólfs biskups í þjóðsögu (Íslenskar þjóðsögur I 56) þar sem hann ristir með sprota sínum þrefaldan töfrahring í jörðina. Sagan er komin frá Ólafi í Purkey, væntanlega úr ritaðri geymd frá 18. öld (sbr. Íslenskar þjóðsögur VI 39). 15 Stytt ri gerð sögunnar, og um sumt frábrugðin, er sögð í Landnámu, þar aðeins nefndur sproti, ekki reyrsproti. tunga_20.indb 7 12.4.2018 11:50:28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.